Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍSafnahúsinuverður í dagopnuð stór- fróðleg sýning þar sem sex stofnanir og tvö ráðuneyti sameina krafta sína um að veita „innsýn í sjón- rænan menningararf þjóðar- innar“, eins og segir í inngangi Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar að sýningar- skrá. Sýningin nefnist Sjónarhorn og er þar að finna verk og gripi úr eign Þjóðminjasafns Ís- lands, Listasafns Íslands, Náttúrugripasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns. Með því að tefla fram gripum þessara stofnana gefst tækifæri til að draga fram samhengi hlutanna með óvæntum hætti og veita gleggri og fróðlegri yfirsýn en ella yfir ýmsa tíma Íslandssög- unnar. Á einum stað er til dæmis stefnt saman fuglaskúlptúrum eftir Guðmund Einarsson í Miðdal, handritum Benedikts Gröndal að bókum um náttúru Íslands og frummynd Eggerts Péturssonar að veggspjaldi um flóru landsins. Markús Þór Andrésson, sýn- ingarstjóri sýningarinnar, seg- ir í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins að eining hafi ríkt um að hún mætti ekki líkj- ast neinu sem sett væri upp í Lista- safninu eða Þjóð- minjasafninu, heldur yrði hún að endurspegla sam- starf stofnananna. Því hafi ekki komið til greina að skipta rýmum Safnahússins á milli þeirra, gripirnir ættu að blandast og kallast á. Margrét Hallgrímsdóttir átti hugmyndina að samvinnu þeirra stofnana sem áður voru til húsa í Safnahúsinu árið 2003. „Ég lít svo á að þessar stofnanir hafi síðan flutt að heiman, vaxið og dafnað í öðr- um húsakynnum á síðustu öld, átt í góðri samvinnu um sýn- ingar í húsinu á liðnum árum hver um sig, en nú koma þær saman á ný með sýningunni Sjónarhorn,“ segir Margrét í viðtali í sunnudagsblaðinu. „Það er spennandi að hefja sig yfir mörk stofnana og takast á við þetta málefni, sem er okkar listræni menningararfur, og efna til þessa samtals. Með þessu móti er unnt að skoða safnkost hverrar stofnunar í nýju ljósi.“ Sýningunni í Safnahúsinu er fyrst og fremst ætlað að vera upplýsandi fyrir yngri kyn- slóðir Íslendinga. Margar ger- semar eru í eigu þeirra stofn- ana sem hér eiga hlut að máli. Mikilvægt er að þær séu til sýnis því að saman mynda þær arf og sjálfsmynd þjóðar. Gripir úr eigu sex stofnana gefa mynd af íslenskri menn- ingu í Safnahúsinu} Hinn sjónræni arfur Spyrja má hvortDagur B. Egg- ertsson hafi átt von á þeim við- brögðum sem hann fékk, þegar hann kynnti íbúum í Úlfarsárdal og Grafarholti að framkvæmdum við byggingu skóla, íþrótta- mannvirkja og menningarhúss yrði flýtt verulega frá því sem áformað var. Er nú stefnt að því að útisundlaug verði tekin í gagnið árið 2022, eða eftir sjö ár. Það mætti ætla að íbúar í þessum hverfum ættu að vera fegnir því að nú væri verið að klára þessa mikilvægu grunn- þætti í uppbyggingu hverf- anna, en það slær óneitanlega á fögnuðinn þegar haft er í huga að fyrstu íbúarnir flutt- ust í þessi hverfi um aldamótin síðustu. Og það er ekki einu sinni verið að setja þessi verkefni í forgang, því að í ljós er komið að bráðnauðsynlegt þykir að setja niður útisundlaug við hlið Sundhallarinnar, sem þó er með sundaðstöðu nú þegar, áð- ur en íbúar í hverf- um sem enga sund- aðstöðu hafa fá sjálfir laug. Munu íbúar á fundinum hafa spurt borgar- stjórann hvort það væri vegna þess að hann sjálfur ætti heima í miðbænum. Miðborgarstjórinn brást illa við og sagðist ekki vilja setja málið upp sem baráttu á milli hverfa, en getur þó ekki skotið sér undan því að stagbætti meirihlutinn hefur haft mun meiri áhuga á því sem gerist í póstnúmeri 101 en hinum. Kristinn Steinn Traustason, formaður íbúasamtaka Úlfars- árdals, hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði það vera hart hversu langan tíma borgin ætl- aði sér að taka í þetta verkefni. „Borgin þarf að gera betur en þetta. Seinagangurinn í öllum málum hér skilur eftir sig djúp sár.“ Þau sár, sem stafa af skammarlegri vanrækslu borgarinnar við hin nýju hverfi, hefði aldrei þurft að veita. Skammarleg van- ræksla borgarinnar við yngri hverfi} Djúp sár H imininn grár, grasið gult og malbikið svart af bleytu. Grá- myglan alltumlykjandi, hvers- dagurinn gegnsósa; heiðgula ófétið hvergi að sjá. Uppskrift að tíðarfari fengin af sjampóbrúsa: snjór og rigning, kuldi og raki, endurtaka. Dömur mínar og herrar, má ég kynna: Veturinn 2014-2015! Horfi út um stofugluggann … um hvað á ég að skrifa … hvað er að frétta? Það er ekkert að frétta. Ekkert breytist. Allt er eins. Helvítis veður. Helvítisveður. Eina birt- an sem hefur yljað mér í vetur eru flóðljósin á Fram-vellinum. Takk. Lifi íþróttahreyf- ingin. Veðurspámenn og -spekúlantar horfa ekki björtum augum til sumarsins ef marka má nýjustu fregnir. Ég loka augunum og minnist tjaldferðalags með litlu systur. Við lögðum af stað í fal- legu veðri, það var bjart og logn mestan hluta leiðar- innar. Við höfðum engin plön; þetta var óvissuferð, ævintýraferð, og við ætluðum að taka sumarið með trompi í íslenskri náttúru. Fyrsta daginn stoppuðum við hér og þar; óðum út í á og tíndum steina. Svo enduðum við á Hvammstanga, af öllum stöðum. Og það fór að rigna. Og blása. Orð fá ekki lýst hversu eymdarleg nótt beið mín. Tjaldstæðið stóð vart undir nafni, þar sem þar voru að- eins örfá eiginleg tjöld, en fjöldi hobbívagna og -bif- reiða. Við ólmuðumst við að koma skjólinu okkar upp og næringu í kroppinn, og það mátti litlu muna, því rétt eftir að við höfðum komið okkur fyr- ir á uppblásinni dýnunni var eins og hellt væri úr fötu. Við spiluðum stutta stund og litla skvís sofnaði eftir lestur við vasaljós, en stóra systir lá andvaka og horfði á kóngulærnar skríða á innra tjaldinu. Það var skítkalt og ég varði stærstum hluta nætur við að hlusta á vindinn berja ytra byrðið og breiða yfir músina, sem lá þétt við hlið mér en virtist ónæm fyrir veðurofsanum. Mjög snemma morguns vaknaði hún, sátt og sæl, ólíkt Hófí sinni sem hafði varið dreggjum næturinnar í að hafa áhyggjur af því að tjaldið færi á flot, þar sem regnið virtist hafa mettað jarðveg- inn. Við systur fórum víðar, keyptum jóla- skraut og átum ís í fjósi, og gáfum fjölskyldu á stórum jeppa með stórt hjólhýsi í eftirdragi start á einu „tjald- stæðinu“. Alltaf rigndi. Karlinn og krakkarnir vörðu mestum tíma inni í jeppanum í símum og ipöddum og það var okkar kenning að stöðug hleðsla tækjanna hefði valdið rafmagnsleysinu. Borgarbúar! Þegar ég rifja þetta upp, finn ég lyktina af hinu klassíska íslenska tjaldferðalagi; það er lyktin af blautu gúmmí og rökum lopa. „Er þetta það sem koma skal?“ spyr ég út í grá- mygluna. „Er þetta veðrið sem Framsóknarflokkurinn veðjar á; jólasnjór um miðjan apríl og haust í júlí?“ Óðinn hjálpi okkur öllum. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Óður um veður/Óð vegna veðurs STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Árið 2014 ávísuðu læknar610 hreyfiseðlum, þar af223 fyrir karla og 383 fyrirkonur. Meðalaldur þeirra sem notuðu seðilinn var 48 ár og meðferðarheldnin 69% þ.e. þessir einstaklingar fylgdu uppáskrifaðri hreyfingu tæplega 70%. Á síðasta ári hafa læknar í öllum heilbrigðis- umdæmum getað ávísað hreyfiseðil fyrir einstaklinga sem læknis- fræðilegu meðferðarúrræði. Áætlað er að innleiðingu verði að fullu lokið á næsta ári. „Þetta hefur gengið mjög vel. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að hafa áhrif á þróun ýmissa sjúk- dóma, þá einkum lífsstílssjúkdóma með hreyfingu,“ segir Auður Ólafs- dóttir sjúkraþjálfari en hún situr í verkefnisstjórn um innleiðingu hreyfiseðilsins í heilbrigðiskerfinu. Hreyfiseðlar eru notaðir víða er- lendis og við innleiðingarferlið var litið einkum til Svíþjóðar en þar hafa þeir verið notaðir síðustu 15 ár. Læknar ávísa hreyfiseðil eftir viðtal við skjólstæðing og að því loknu hittir hann svokallaðan hreyf- istjóra sem er sjúkraþjálfari. Í sam- einingu er sett upp sérhönnuð hreyfi- áætlun sem er sett upp í íslensku forriti. Það er mjög einfalt í notkun þar sem notandinn setur samvisku- samlega inn þjálfun sína samvisku- samlega. Ef skjólstæðingurinn hreyfir sig ekki samkvæmt áætlun hefur hreyfistjórinn samband. Meðferðarheldnin hjá Svíunum er um 65% en aðeins meiri hér. „Sví- arnir haf sýnt áhuga á forritinu sem við notum, ætli það eigi ekki ríkan þátt í því hversu vel gengur og einnig tel ég að smæð samfélagsins og nándin auðveldi allt utanumhald og góðri eftirfylgni,“ segir Auður. Atorka kvenna „Ætli þær séu ekki móttæki- legri og jákvæðari fyrir þessu. Mér finnst konur oft takast á við hlutina með eigin atorku og um það snýst hreyfiseðillinn,“ segir Auður spurð hvers vegna fleiri konur en karlar hafi fengið hreyfiseðilinn. Engin rannsókn hefur þó verið gerð á þess- um kynjamun í tengslum við uppá- skrifaðan hreyfiseðil. Flestir voru með hreyfiseðilinn í 5 mánuði en hægt er að framlengja hann í allt að eitt ár. Ekki var munur á kynjunum þegar meðferðarheldnin var skoðuð. Seðlinum er ávísað m.a. vegna offitu, sykursýki, þunglyndis, kvíða, háþrýstings og langvinnra verkja. Upp úr fertugu fer fólk að kljást við ýmsa lífsstílssjúkdóma, að sögn Auðar en meðalaldur þeirra sem fengu hreyfiseðla var 48 ár. „Á þessum tíma í lífi fólks fer óheilbrigður lífsstíll einstaklinga í gegnum tíðina að koma fram í sjúk- dómseinkennum og sjúkdómum. Þess vegna hefur það ótvírætt for- varnargildi að ávísa hreyfiseðli áður en fólk þarf að sækja í enn auknum mæli í heilbrigðisþjónustuna og það viljum við sjá því það er best fyrir alla,“ segir Auður. Hreysti og virkni umfram allt Hún ítrekar að hreyfiseðillinn snúist ekki um að missa sem flest kíló og keppast við að verða grannur. Heldur umfram allt að ná að vera virkur og hraustur, bæði andlega og líkamlega. „Það er nefnilega allt í lagi að vera þéttur ef maður er hraustur.“ Kostnaður einstaklinga vegna hreyfiseðils er ekki hár. Fólk þarf eingöngu að greiða komugjald á heilsugæslustöðina til læknis og hreyfistjórans. Hreyfiseðlar vel nýttir og gefa góða raun Morgunblaðið/Kristinn Hreyfiseðlar Innleiðing seðlanna gengur mjög vel og hafa þeir gefið góða raun, fleiri kvenmenn en karlmenn hafa sóst eftir seðlunum. „Talað hefur verið um að faraldur lífsstílssjúk- dóma sé kominn í gang. Lang- vinnir lífs- stílssjúk- dómar valda nú þegar 86% af öllum dauðs- föllum í Evrópu en á undan dauðsfalli sem rakið er til lífs- stílssjúkdóms hefur átt sér stað eitthvert sjúkdómsástand. Jafn- framt er þjóðin að eldast og sjúkdómsbyrðin eykst. Við setjum allt of lítinn pen- ing í forvarnir innan og utan heilbrigðiskerfisins og því þurf- um við að breyta þó vissulega séu hreyfiseðlarnir einn þáttur í því að verið sé að taka skref í rétt átt,“ segir Auður Ólafs- dóttir sjúkraþjálfari en hún sit- ur einnig í stjórn innleiðingar á hreyfiseðli í heilbrigðiskerfið. Efla forvarnir umtalsvert LÍFSSTÍLSSJÚKDÓMAR Auður Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.