Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Vor íRóm Verð frá Flugsæti fram og til baka *Verð án Vildarpunkta 49.900 kr. Fararstjórar: Guðmundur V. Karlsson og Sr. Þórhallur Heimisson Flogið með Icelandair 39.900 kr.* 30. apríl í 4 nætur og 12.500 Vildarpunktar FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Efnahagsleg áhrif verkfallsaðgerða Bandalags háskólamanna munu aukast enn frekar á mánudaginn þegar fjögur aðildarfélög fara í verk- fall. Kemur vinnustöðvunin í fram- haldi af verkfalli 17 aðildarfélaga BHM fimmtudaginn 9. apríl sem hafði mikil áhrif á Landspítalanum Eitt þessara fjögurra félaga er Dýralæknafélag Íslands. Spurður um áhrifin af verkfalli félagsins seg- ir Jón Gíslason, forstjóri Matvæla- stofnunar, að dýralæknir þurfi að vera til staðar í sláturhúsum þegar dýrum er slátrað. Matvælaframleið- endur muni því þurfa að sækja um undanþágu. Áhrifin verði mest á ali- fugla- og svínaslátrun og segir Jón að afstaða undanþágunefndar geti haft mikið um það að segja hvort kjötskortur verði á næstunni. Ekki hægt að slátra eldislaxi Þá mun eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi raskast og útflutningur dýraafurða til ríkja utan EES/ESB stöðvast. Að sögn Guðbergs Rúnars- sonar, framkvæmdastjóra Lands- sambands fiskeldisstöðva, hefur verkfallið í för með sér að ekki verð- ur hægt að slátra eldislaxi. „Starfsemin verður í lágmarki. Þegar við erum komin í þessa stöðu gengur starfið út á að tryggja vel- ferð dýra og öryggi í eldisstöðvun- um, til dæmis að fiskur sleppi ekki. Framleiðsla, sala og slátrun stöðv- ast í bili. Menn geta ef til vill útveg- að fisk í öðrum löndum til að bjarga sínum markaði. Ef verkfallið dregst hins vegar á langinn er hætt við að erlendir viðskiptavinir snúi sér annað. Það gæti reynst erfitt að skýra málið fyrir þeim,“ segir Guð- bergur. Krefst vottorðs dýralæknis Áætlanir gerðu ráð fyrir að um 5 þúsund tonnum af laxi yrði slátrað í ár. Laxinn er fyrst og fremst fluttur til Bandaríkjanna og krefst sá út- flutningur vottorðs frá dýralækni. Að auki er Félag íslenskra náttúrufræðinga og Stéttarfélag há- skólamanna á matvæla- og næring- arsviði hjá Matvælastofnun að fara í ótímabundið verkfall á mánudag. Verkfall fyrrnefnda félagsins mun meðal annars leiða til þess að inn- flutningur plantna, kartaflna, fræs, moldar og dýra sem nýtt eru í líf- rænni ræktun mun stöðvast. Afstaðin og fyrirhuguð verkföll sem og hugsanleg atburðarás í kjaradeilunni er sýnd á tímaási hér fyrir ofan. VR og Flóafélögin hafa samþykkt að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissátta- semjara. Að sögn Arnars Hjaltalín, formanns Drífanda í Vestmannaeyj- um, aðildarfélags Starfsgreinasam- bandsins, og Aðalsteins Baldursson- ar, formanns Framsýnar, sem einnig á aðild að Starfsgreinasambandinu, er öruggt að félagsmenn þeirra sam- þykki verkfallsaðgerðir í kosningu sem nú stendur yfir. Náist ekki að semja hefst verkfall SGS 30. apríl. Yfir 67 þúsund launþegar eru í VR, Flóafélögunum og Starfsgreina- sambandinu og hefðu verkföll hjá fé- lögunum öllum því mikil áhrif á fjöl- margar atvinnugreinar. BSRB skemmra á veg komið Því til viðbótar vísuðu Samtök at- vinnulífsins kjaradeilum við Rafiðn- aðarsambandið, MATVÍS, VM og Samiðn til ríkissáttasemjara í gær, en þangað er kjaradeila Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga komin. Ein fjölmennustu samtök laun- þega, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, eru þá eftir en innan vébanda þeirra eru 25 aðildarfélög með um 22 þúsund félagsmenn. Að sögn Elínar Bjargar Jónsdóttur, for- manns BSRB, eru kjaraviðræðurnar skemmra komnar hjá BSRB en á al- menna vinnumarkaðnum. Hún segir stærstu aðildarfélögin sem semja við ríkið hafa átt nokkra fundi með samninganefnd ríkisins. Þarna er um að ræða SFR, stéttarfélag í al- mannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Ís- lands og Landssamband lögreglu- manna. SFR er með um 3.500 starfsmenn, Landssamband lög- reglumanna með rúmlega 600 starfs- menn og Sjúkraliðafélag Íslands er með um 1.100 starfsmenn. Af öðrum aðildarfélögum BSRB má nefna starfsmenn hjá Isavia, þar sem gerður var lengri samningur, starfsmenn Fríhafnarinnar og Flug- freyjufélag Íslands. Samningur flug- freyja rennur út 31. desember nk. Fundi eins fljótt og auðið er Magnús Pétursson, ríkissátta- semjari, segir mikið annríki fram- undan hjá embættinu. „Það getur verið að í vissum félögum getum við átt sameiginlega fundi. Hér er hver deila tekin fyrir sig, óháð því hvort félögin eru fjölmenn eða fámenn. Verkefni helgarinnar er að skipu- leggja hvernig farið verður með þau mál sem er búið að vísa til okkar. Efna þarf til fundar með deiluaðilum eins fljótt og efni býður upp á.“ Helstu verkfallsaðgerðir vorið 2015 Afstaðin og fyrirhuguð verkföll Vika 15 (5.-11. apríl) Vika 19 (3.-9. maí) Vika 16 (12.-18. apríl) Vika 20 ( 10.-16. maí)Vika 17 (19.-25. apríl) Vika 21 ( 17.-23. maí) Vika 18 (19.-25. apríl) Vika 22 ( 24.-30. maí) 1.4 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísar kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. 7.4 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu byrjar ótímabundið verkfall. Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala byrjar ótímabundið verkfall. Félag geislafræðinga hefur ótímabundið verkfall. Það sama gerir Félag lífeindafræðinga nema að verkfallið er frá 8-12 virka daga. Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala byrjar ótímabundið verkfall þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. 9.4 Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur ótímabundið verkfall mánudaga og fimmtudaga frá og með 9. apríl. Öll félög heyra undir BHM. Allsherjarverkfall 17 aðildarfélaga hjá BHM klukkan 12-16. Starfsmannafélag Sinfóníunnar leggur niður störf um kvöldið. Alls leggja 2.333 niður störf hjá aðildarfélögunum 17. 13.4 Kosning um verkfallsboðun hjá Starfsgreinasam- bandinu (SGS) hefst. Aðgerðirnar myndu ná til 16 aðildarfélaga og um 10 þúsund félagsmanna. 14.4 Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum samþykkja nýjan kjarasamning. 16.4 Trúnaðarráð VR samþykkir að vísa kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um 30 þúsund félagsmenn eru í VR. Samninganefnd Flóafé- laga (Hlíf, VSFK og Efling) samþykkir líka að vísa kjaraviðræðum við SA til ríkissáttasemjara. Um 27 þúsund félagsmenn eru í Flóafélögunum. Því til viðbótar vísaði SA kjaradeilum við Rafiðnarsam- bandið, MATVÍS, VM og Samiðn til ríkissáttasem- jara. Verkfalli tæknimanna í Rafiðnaðarsambandinu hjá RÚV afstýrt með samningi. 20.4 Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnar- ráðsins (FHSS) hjá Fjársýslu ríkisins hefur tímabundið verkfall til 8. maí. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Matvælastofnun hefur ótímabundið verkfall. Dýralæknafélag Íslands (DÍ) hefur ótímabundið verkfall. Þá fer Stéttarfé- lag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN) á Matvælastofnun í ótímabundið verkfall. Alls fara 99 starfsmenn í verkfall hjá félögunum, sem heyra undir BHM. Kosningu hjá SGS um verkfallsboðun lýkur. 30.4 Ef verkfallsboðun SGS verður samþykkt verður allsherjarvinnu- stöðvun frá 12 til miðnættis. 30.4 Kjarasamningar hjá langflestum aðildarfélögum BSRB renna út. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga rennur út 30. apríl, að undanskildum samningi við sveitarfé- lög sem rennur út í lok ágúst. 19. og 20.maí Ef verkfallsboðun SGS verður samþykkt verður allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis. 26. maí Ef verkfallsboðun SGS verður samþykkt hefst ótímabundin vinnustöðvun á miðnætti. Ekkert ákveðið Heimild: Verkalýðsfélögin 6. og 7. maí Ef verkfallsboðun SGS verður samþykkt verður allsherjarvinnu- stöðvun frá miðnætti til miðnættis. Bylgja verkfalla í kortunum  Kjaradeila VR og Flóafélaga til ríkissáttasemjara  SA vísa deilu fjögurra verkalýðsfélaga þangað  Slátrun á eldislaxi stöðvast á mánudag  Formenn tveggja aðildarfélaga SGS segja verkfall nálgast Morgunblaðið/Styrmir Kári Útivinna í miðborginni Kjaradeilan fer harðnandi með hverjum deginum. Félagsmenn í Fé- lagi háskóla- menntaðra starfs- manna Stjórnar- ráðsins hjá Fjársýslu ríkisins fara í tímabundið verkfall frá 20. apríl til 8. maí. Gunnar H. Hall, fjársýslu- stjóri, segir að 28 af um 70 starfs- mönnum Fjársýslunnar muni leggja niður störf. Fimm félagsmenn í BHM séu undanþegnir verkfalli. Þegar rætt var við Gunnar í gær- kvöldi beið hann eftir endanlegu svari við beiðni Fjársýslunnar til undanþágunefndar BHM um að stofnunin fengi að afgreiða barna- bætur og aðrar bætur, t.d. vaxta- og húsaleigubætur, um mánaða- mótin. Svarið hafði ekki borist í gær og var jafnvel búist við því í dag. Fjármálaráðuneytið og Fjár- sýslan beittu þrýstingi í málinu. Lítil ástæða til bjartsýni Ingólfur H. Bender, forstöðu- maður Greiningar Íslandsbanka, segir verkföllin geta komið niður á hagvexti. „Ef þessi verkföll verða langvinn gæti það haft áhrif á hag- vöxt í ár. Það er þó ekki vitað hvert framhaldið verður. Óvissan er mik- il. Harkan í deilunni og hversu mik- ið ber í milli gefur hins vegar ekki vonir um að deilan leysist fljótt.“ Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, tekur í sama streng. „Svona verkföll eru eitt af því sem leiðandi hagvísir Analytica nær ekki yfir. Það má gera ráð fyrir því að verkföll geti bitnað á framleiðslu. Það er eðlileg ályktun. Það gæti þýtt minni hagvöxt og minni getu þjóðar- búsins til að greiða laun, a.m.k. til skemmri tíma,“ segir Yngvi. Gísli Jósep Hreggviðsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkurfræðinga- félags Íslands, segir félagið að ljúka við kröfugerð. „Við erum að bíða eft- ir að setjast niður með Samtökum atvinnulífsins,“ segir Gísli Jósep. Hafa enn ekki fengið undan- þágu til að greiða barnabætur  Fjársýslan bíður svara  Verkföll gætu skert hagvöxt Gunnar H. Hall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.