Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Leikskáldið og handritshöf-undurinn Jón Atli Jónas-son hefur löngum iðkaðtilraunakennda listsköpun sem oft hefur tekist vel. Hann hlaut t.a.m. mikið lof fyrir leikverk sitt Brim og handritin að Fölskum fugli og Djúpinu sem hann skrifaði í sam- vinnu við aðra. Handrit hans að Frosti féll hins vegar í nokkuð grýtt- an jarðveg og ætla má að nýjasta saga hans og fyrsta leikstjórnarverk hljóti litla náð hvort heldur sem er hjá lærðum eða leikum áhorfendum. Austur er innblásin af sönnum sakamálum úr íslenskum undir- heimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrverandi unn- ustu ofbeldisfulls glæpamanns. Gengi glæpamannsins vill í kjölfarið ná fram hefndum og tekur hann í gíslingu. Manninum er misþyrmt hrottalega og viðstöðulaust heila helgi og hann svo skilinn eftir til að deyja í köldum kjallara húss fyrir austan fjall. Húsráðandi þess er einnig sviptur frelsi sínu og hugarró á meðan innrás skúrkanna stendur yfir en hann er gamall samfangi höfuðpaursins. Hrottaskapur eins og myndin lýs- ir er aldrei réttlætanlegur en kannski væri hægt að skilja hvaðan hann sprettur með smá sálgreiningu eða ævisögulegri forsögu persóna en slíkt fylgir ekki í þessu tilviki. Hrott- arnir eru augljóslega skemmdir af eiturlyfjaneyslu og hafa hugsanlega verið olnbogabörn sem ólust upp án atlætis eða við kerfisbundið ofbeldi og hafa því endað á glapstigum. Þeir æða fyrirhyggjulaust af stað og spila öll sín voðaverk af fingrum fram í ógnvekjandi og taugatrekkjandi stundarbrjálæði. Myndin er vægast sagt ógeðsleg en óhugnaðurinn er með öllu til- gangslaus. Í öðrum myndum af sama meiði, eins og frásagnar- kvikmyndinni A Clockwork Orange og heimildarmyndinni Night Will Fall, hefur óhugnaðurinn tilgang þar sem beitt samfélagsrýni og markviss efnisúrvinnsla eru í fyrirrúmi. Í fyrri myndinni reynir söguhetjan og ribb- aldagengi hans að rjúfa voðaverk sín úr öllu orsakasamhengi sér til dægradvalar og til að reyna að flýja tómleika og firringu dystópísks veruleika síns. Síðari myndin er heimildarmynd um heimildarmynd frá 1945 sem nýlega kom í leitirnar. Í henni voru Hitchcock og Sidney Bernstein fengnir til að mynda eins mikið og hægt var til að sýna fram á hryllinginn í útrýmingarbúðum nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Titill þeirrar myndar og efnistökin eiga að vera víti til varnaðar og knýja á um að áhorfendur læri af óhugnaðinum svo að siðmenning okkar tortímist ekki í eilífu náttmyrkri og heitasta helvíti. Þótt óhugnaðurinn sé tilgangslaus þá ristir hann áhorfendur á hol! Þeir efast aldrei um sturlun gengisins eða angist gíslanna. Leikararnir eru feiknasterkir og verða því miður eitt með persónum! Vigfús Þormar hef- ur æðisglampa í augum og dýrslegt bros á vör. Persóna hans virðist stundum ætla að hlýða rödd skyn- seminnar en er þegar upp er staðið sú ófyrirsjáanlegasta og sjúklegur leikur hans með barnadót brenni- merkir sjónhimnur áhorfenda til lífstíðar. Persóna Arnars Dans er alltaf óhugnanlega hamslaus og tryllt á meðan Hjörtur Jóhann er þögla yfirvegaða týpan sem þó er ekkert minna ógnvekjandi. Gíslinn Björn er eins og fórnardýr í búri, sturlað af hræðslu, enda leiddur til slátrunar og Ólafur Darri á stórleik eins og vanalega í hlutverki óheppna húsráðandans og dæmds barnaníð- ings sem reynir að lifa í einangrun til að halda hvötum sínum í skefjum. Myndin hampar „fagurfræðilegu ofbeldi“ þar sem hefðbundnu raunsæi í tökum og klippingu er kastað fyrir róða til að skapa stór- brotið sjónarspil. Notast er við hráar tökur, snaggaralega og stuðandi klippingu með skökkum römmum og skerpulaust myndefni til að há- marka áhrif af hrottaskap og blóð- baði. Þessi tækni virkar að mestu en í fyrstu senunum er of mikil ferð á tökuvél og skerpuleysi ofnotað. Hljóðið er sömuleiðis afleitt í byrjun og erfitt að henda reiður á hver hvatinn að hefnadarþorsta aðal- skúrksins er. Leikmynd, búningar og leikmunir eru í alla staði an- kannalegir og ljótir. Tónlistin eykur einnig til muna hjartsláttartruflanir skelfdra áhorfenda. Þegar upp er staðið er alls ekki hægt að mæla með að nokkur sjái myndina. Segja má að hún geri út á svæsið blæti fyrir sönnum saka- málum og erfitt er að sjá hver ætl- aður markhópur hennar er. Hugsan- lega fengju óbetranlegir fangar á Litla-Hrauni sem teknir hafa verið úr umferð til að hlífa samfélaginu við glæpum þeirra einhverja hugar- hægð út úr áhorfinu en hægt er að fullyrða að öllum öðrum yrði haldið í gíslingu og þeir pyntaðir miskunnar- laust af áhorfinu líkt og fangar í Guantanamo-flóa. Réttast væri að bjóða vammlausum sýningargestum upp á áfallahjálp í stað popps og kóks. Aðstandendur axla enga ábyrgð á myndefninu sem gerir út á sem mestan líkamlegan miska og viðbjóð líkt og í örgustu „snuff“- mynd. Að hleypa þessari vá úr öskju Pandóru kemur til með að hafa geig- vænlegar afleiðingar og steypa áhorfendum í kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti. Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti Óhugnaður „Myndin er vægast sagt ógeðsleg en óhugnaðurinn er með öllu tilgangslaus,“ segir m.a. í gagnrýni um kvikmyndina Austur. Smárabíó, Laugarásbíó, Há- skólabíó og Borgarbíó Akureyri Austur bbnnn Leikstjórn og handrit: Jón Atli Jónas- son. Kvikmyndataka: Aske Alexander Foss. Klipping: Hákon Már Oddsson. Tónlist, sviðsmynd o.fl: Urður Hákonar- dóttir. Aðalhlutverk: Björn Stefánsson, Vigfús Þormar Gunnarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Ólafur Darri Ólafsson. 90 mín. Ísland, 2015. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Rithöfundarnir Halldór Guðmunds- son og Sjón segja frá starfsemi PEN International og PEN á Ís- landi í Borgarbókasafni, Grófinni, í dag kl. 15. Dagskráin er hluti af viðburðaröð PEN á Íslandi sem haldin er undir yfirskriftinni mál- frelsi og bókmenntir. Á fundinum í dag verður einnig saga þýska rit- höfundarins Alberts Daudistel, sem flúði frá Þýskalandi nasismans og fann skjólborg í Reykjavík, rifjuð upp og lesin verður eftir hann smá- saga. „PEN á Íslandi stendur fyrir við- burðaröð á vormisseri í samstarfi við Borgarbókasafnið. Yfirskrift þessara opnu funda er málfrelsi og bókmenntir og verður fjallað um efnið frá ýmsum hliðum. Jafnframt verður starfsemi PEN á Íslandi og PEN International kynnt. Kveikjan að viðburðaröðinni er árásin á ritstjórnarskrifstofu franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo fyrr á þessu ári og svo árásin á menningarhús í Kaup- mannahöfn fyrr í vetur. Þar fór ein- mitt fram málþing um listir og mál- frelsi og hvort listamönnum væru skorður settar í listsköpun sinni,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipu- leggjendum. Þar kemur fram að Reykjavík hafi síðan árið 2011 ver- ið hluti af alþjóðlegum samtökum skjólborga rithöfunda. „Samtökin, sem nefnast ICORN eða Inter- national Cities of Refuge Network, telja 38 borgir, þar af 22 á Norður- löndum, og eru með bækistöðvar að Stafangri í Noregi. Samtökin vinna náið með PEN Writers in Prison.“ Dagskráin í dag hefst kl. 15 og stendur til kl. 16. PEN fjallar um málfrelsið Morgunblaðið/Ómar Rithöfundur Sjón er annar tveggja framsögumanna á fundinum í dag. Nemendur Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar flytja lög tón- listarsnillingsins Stevie Won- der á tónleikum um helgina. Tónleikarnir fara fram í há- tíðarsal skólans í Rauðagerði 27. „Lög Stevie ættu að vera öllum kunn, smellir eins og „You are the Sunshine of my Life“, „Sir Duke“ og „Super- stition“ eru aðeins toppurinn af ísjakanum,“ segir m.a. í til- kynningu. Fyrri tónleikarnir voru í gærkvöldi en þeir seinni í dag laugardag kl. 17. Miða- sala fer fram við innganginn og miðaverð er 1.500 kr. Lög Stevie Wonder hljóma í Rauðagerði Smellakóngur Stevie Wonder. ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.