Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Kristján fann engin merki um óyggjandi mannvistarlög í eða við Kverkarhelli sem má aldursgreina til um 800 eða fyrr, né krossa sem má aldursgreina með neinni vissu. Niðurstaða mín er því sú að rannsóknir hans sýni ekki að mannvist hafi hafist þar svona snemma.“ Þetta sagði dr. Guðrún Sveinbjarnar- dóttir fornleifa- fræðingur þegar Morgunblaðið leitaði eftir áliti hennar á kenningu vestur-íslenska fornleifafræðingsins dr. Kristjáns Ahronsonar um aldur hins mann- gerða Kverkarhellis á Suðurlandi, sem sagt var frá í blaðinu á fimmtudaginn. Kristján kynnti rannsóknir sínar á Kverkarhelli fyrir fullu húsi í Há- skóla Íslands í fyrradag. Skiptar skoðanir eru um kenningar hans meðal fræðimanna. Guðrún hefur kynnt sér rannsóknir Kristjáns og hefur ekki sannfærst um að þær sýni fram á mun eldra landnám en talið hefur verið. Í sama streng tekur dr. Bjarni Einarsson forn- leifafræðingur sem segir að „krossatýpólógia“ Kristjáns sé marklaus og segi ekkert um aldur hellanna. Aldur „útmoksturins“ „Kristján telur sig hafa fundið efni utan við Kverkarhelli undir Eyjafjöllum sem liggi undir land- námslaginu, sem nú er tímasett til um 870, og hafi verið mokað út úr honum þegar hann var tekinn í notkun. Þetta eru smásteinar sem bera þess öll merki að hafa hrunið úr berginu vegna veðrunar eða frostverkunar. Allavega fundust engin merki um að þetta efni hafi verið höggvið úr hellisveggnum. Og ekki er heldur nefnt að slík merki hafi fundist í berginu inni í hell- inum sjálfum. Rökin fyrir því að þetta hljóti að vera útmokstur úr hellinum af því að kornastærð sé öðruvísi en í hruni á öðrum stað ut- an við hellinn eru ekki nægjanleg í þessu samhengi,“ segir Guðrún Sveinbjarnardóttir. Hún segir að aldursákvörðun þessa útmoksturs til um. 800 eða fyrr og þar með notkunar hellisins byggist á því að reikna út hversu langan tíma 10-25 cm jarðvegsþykknun milli hans og landnámslagsins hafi tekið. „Þó að þetta skipti kannski ekki máli í ljósi þess sem áður segir, sýnir þessi mismunur, 10-25 cm innan sama „útmokstursins“ hversu mismikil jarðvegsþykknunin getur verið eft- ir stöðum, jafnvel á svona litlu svæði, og þar með ákaflega erfitt að alhæfa um hana,“ segir Guðrún. „Til stuðnings þessari gömlu mannvist í hellinum notar Kristján umhverfisrannsóknir sem hafa ver- ið gerðar annars staðar undir Eyja- fjöllum. Vísbendingar um breyt- ingar taldar geta verið af manna- völdum, áður en landnámslagið féll, hafa fundist í jarðlögum. Þetta er svo sem ekkert nýtt – svona vís- bendingar finnast annars staðar á landinu. Spurningin er bara hversu löngu fyrr en um 870, en það þarf ekki að vera mikið,“ bætir hún við. „Varðandi krossana í hellunum þá má vel vera að sumir þeirra lík- ist krossum sem finnast á írskum menningarsvæðum. Ég er ekki sér- fræðingur í þessum fræðum, en mér skilst að það sé svo til óger- legt að aldursgreina svona krossa með neinni vissu nema þeir finnist í aldurs- greinanlegu samhengi, og sú er ekki raunin í um- ræddum hellum,“ sagði Guðrún. Telja gögn Kristjáns ekki sýna mannvist frá um 800  Íslenskir fornleifafræðingar efast um nýja kenningu um aldur Kverkarhellis Morgunblaðið/Sverrir Fyrir landnám? Fjöldi manngerðra hella er á Suðurlandi. Deilt er um það hvort einhverjir þeirra hafi verið gerðir fyrir hefðbundið landnám Íslands. Íslandsmótið í skák fer fram í Háu- loftum í Hörpu dagana 14.-24. maí næstkomandi. Mótið nú er það sterkasta frá upphafi. Alls taka átta stórmeistarar þátt og hafa aldrei verið fleiri. Jóhann Hjartarson tekur þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti í 18 ár en hann tók síðast þátt árið 1997 og vann þá sigur. Enn lengra er síðan Jón L. Árnason tók þátt eða 24 ár en Jón tefldi síðast árið 1991. Síð- asta kappskákmót Jóns, að liða- keppnum undanskyldum, var Af- mælismót Friðriks Ólafssonar árið 1995 eða fyrir 20 árum, segir í fréttabréfi Skáksambandsins. Af tólf keppendum hafa sjö hamp- að Íslandsmeistaratitlinum. Fulltrúi kvenfólksins er margfaldur Íslands- meistari kvenna. Keppendalistinn er sem hér seg- ir: Hannes Hlífar Stefánsson (2.590 Elo-stig), Jóhann Hjartarson (2.566), Hjörvar Steinn Grétarsson (2.560), Héðinn Steingrímsson (2.532), Henrik Danielsen (2.520), Jón L. Árnason (2.499), Stefán Kristjánsson (2.489), Guðmundur Kjartansson (2.471), Bragi Þorfinns- son (2.416), Þröstur Þórhallsson (2.415), Sigurður Daði Sigfússon (2.319) og Lenka Ptácníková (2.270). Sterkasta Íslands- mótið frá upphafi Jóhann Hjartarson Jón L. Árnason  Stórmeistararnir tefla eftir áratuga fjarveru „Kenning Kristjáns stendur og fell- ur með því hvort hann hafi greint svokallað útkast úr hellinum rétt. Útkast þetta mun vera undir land- námslaginu. Ég dreg mjög í efa að hið meinta útkast sé í raun útkast en ekki náttúrlegt lag úr klett- unum eða fjallinu ofan við,“ segir dr. Bjarni Einarsson fornleifafræð- ingur. Hann efast um kenninguna. „Kristján taldi að hellirinn hefði verið klappaður á nokkuð löngum tíma og sjá megi þrjár kynslóðir í honum enn í dag. Ef útkastið úr elstu kynslóðinni er þar sem hann telur að það sé, hvar er þá útkastið úr hinum kynslóðunum tveimur, en báðar eru þær nokkuð stærri en hin meinta elsta kyn- slóð og ættu að vera að minnsta kosti jafn sýni- legar. Af hverju sáust þau ekki fyrir ofan út- kastið úr elsta fas- anum, sem hann taldi að lægi undir land- námslaginu?“ spyr Bjarni Ein- arsson. Telur útkastið vera náttúrulegt EFAST UM NÝJA KENNINGU UM KVERKARHELLI Bjarni Einarsson Guðrún Sveinbjarnardóttir Á morgun sunnudag kl. 14.00 verður hin árlega Akureyrarmessa haldin í Bústaðakirkju í Reykjavík. „Þá koma Akureyringar saman og njóta samfélags og norðlenskra veitinga, því eftir messu er boðið upp á Lindukonfekt, Bragakaffi, mix og ástarpunga frá Kristjáni,“ segir í tilkynningu frá undirbún- ingsnefndinni. Ræðumaður verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og af tónlistar- fólki sem kemur fram í messunni má nefna; Kristján Jóhannsson, Grím Sigurðsson, Ragnheiði Söru Grímsdóttur, Jónas Þóri, Magnús Ingólfsson, Ingólf Magnússon, Helgu Maggý Magnúsdóttur og Matthías Stefánsson. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar í messunni. „Þetta er tilvalið tækifæri fyrir brott flutta Akureyringa til að eiga saman góða stund,“ segir í tilkynningunni. Allir eru velkomn- ir. Akureyringar hittast í Bústaðakirkju Jóna Hrönn Bolladóttir Kristján Jóhannsson Auður Inga Þor- steinsdóttir hef- ur verið ráðin nýr fram- kvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og tekur við starfinu frá og með 1. júní n.k. Auður Inga er fædd árið 1978 og hefur undanfarin níu ár verið framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Auður Inga lauk B.Ed-gráðu frá KÍ árið 2002 og útskrifast í júní með MBA-gráðu frá HR. Hún var valin úr hópi ríf- lega sjötíu umsækjenda. Nýr framkvæmda- stjóri UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.