Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 ✝ Þorgeir Sigur-geirsson fædd- ist 20. ágúst 1928 á Orrastöðum Torfa- lækjarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 9. apríl 2015. Þorgeir var son- ur hjónanna Sigur- geirs Björnssonar, f. 7. október 1885, d. 28. júní 1936, bónda á Orrastöðum, og Torfhildar Þorsteinsdóttur hús- freyju, f. 13. júlí 1897, d. 3. jan- úar 1991. Bræður Þorgeirs eru: Þorbjörn, f. 1917, d. 1988, kvæntur Þórdísi Þorvarðar- dóttur sem er látin og eiga þau fimm syni, Þormóður, f. 1919, d. 2012, kvæntur Magdalenu Sæ- mundsen sem er látin og eiga þau eina fósturdóttur, Þorsteinn Frímann, f. 1934, kvæntur Stef- aníu Guðmundsdóttur sem er látin og eiga þau 5 börn, og Sig- urgeir Þór Jónasson, Terry og Gunnar Bill. Sonur Þorgeirs og Sólveigar er Þor- geir Sigurður Þorgeirsson, f. 12. mars 1964. Maki Karina Chaika Þorgeirsson, f. 9. október 1970, og eiga þau tvo syni, Dymitri Daníel og Sergei Kristian. Þorgeir bjó á Blönduósi til ársins 1954 og starfaði þar að mestu við bifreiðaakstur. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur vann hann við bílaviðgerðir. Hann bjó síðan um tíma í Kefla- vík og Kópavogi en flutti til Hveragerðis árið 1966 og bjó þar eftir það. Hann rak um tíma saumastofu og veitingastað, en síðustu 10 árin var hann starfs- maður Hitaveitu Hveragerðis. Síðustu tvö ár ævi sinnar dvaldi Þorgeir á Heilbrigðisstofnun Blönduóss. Þorgeir unni landinu sínu og var mjög fróður um það. Hann stofnaði félagið FFH Ferðafélag Hveragerðis. Hálendisferðir voru í miklu uppáhaldi meðan heilsan leyfði og þá hvort sem var að vetri eða sumri. Hin síð- ari ár var hann oft einn á ferð með hundinn sinn og ferðaðist þá á sérstökum ferðabílum eða með lítið tjald. Útför Þorgeirs fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 18. apríl 2015, kl. 14. f. 1941, kvæntur Guðrúnu Páls- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þorgeir kvæntist árið 1951 Önnu Sig- urjónsdóttur, f. 21. janúar 1932, en þau slitu samvistum 1962. Börn Þor- geirs og Önnu eru: Torfhildur Sigrún Þorgeirsdóttir, f. 29. apríl 1951. Maki Leifur Brynjólfsson, f. 10. desember 1952, og eiga þau synina Loga Geir og Bergþór og 8 barna- börn. Jónas Þorgeirsson, f. 26. október 1952, maki Harpa Högnadóttir, f. 16. júlí 1965, og eiga þau tvö börn, Jórunni Lilju og Andra Geir, og eitt barna- barn. Þorgeir kvæntist árið 1964 seinni konu sinni Sólveigu Björnsdóttur, fædd 9. desember 1927, látin 26. mars 2013, en þau slitu samvistum árið 1982. Börn Sólveigar eru Lúðvík, Barbara, Þá hefur pabbi fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Pabbi var fæddur sem sveita- drengur en flutti til Reykjavíkur ungur maður með konu sína og tvö börn, mig og bróður minn. Foreldrar mínir skildu árið 1961 en við vorum svo lánsöm að alltaf hélst vinátta milli þeirra. Pabbi flutti til Keflavíkur og þá var samgangur eðlilega minni. Hann kvæntist aftur konu sem átti fjögur börn á svipuðu reki og við systkinin. Við hittumst því reglulega þegar hann var kominn með fjöl- skyldu og það var spennandi að eignast ný systkini sem hægt var að leika sér við. Þá eignuðumst við systkinin bróður 1964 sem tengdi okkur enn meira saman. Pabbi flutti með fjölskyldu sína til Hvera- gerðis 1966 og bjó þar þar til hann lést. Pabbi og seinni kona hans skildu árið 1982. Það fyrsta sem kemur í hug minn þegar ég hugsa til pabba er Ísland er land þitt, enda unni hann landi sínu og var fróður um nöfn fjalla og dala. Hann ferðað- ist mikið um landið og ekki síst um hálendið, hvort sem var að vetri eða sumri bæði með fjöl- skyldunni og vinum. Hann stofn- aði ferðafélagið FFH með nokkr- um vinum í Hveragerði og ferðaðist fjölskyldan mikið með þessum ferðafélögum sínum. Hann hafði yndi af söng og spilað oft á munnhörpu í góðra vina hópi og átti margar slíkar. Hann fór í tjaldferðalög fár- veikur síðustu árin og allt fram á síðasta dag talaði hann um úti- legur og spurði hvert við ættum nú að fara í útilegu í sumar. Hann var hundavinur mikill og oft hugsaði hann betur um þá Lappa og Mosa en sjálfan sig. Man ég þegar hann sagði mér að nú hefði hann keypt Nutrilenk handa Mosa sínum sem var orð- inn fótafúinn og hafði hann sam- band við dýralækni um hve mikið hann mætti gefa honum af lyfinu. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi og þar eins og annars staðar eignaðist hann góða vini, hundana Kát og Leó og ljómaði hann eins og sólin þegar þessir vinir hans komu í heimsókn. Þá spilaði hann aðeins á munnhörpu fyrir heimilisfólkið og hundana og átti þar eitt ágætt ár. Ég vil þakka starfsfólki HSB fyrir góða umönnun og góða við- kynningu. Góða ferð, pabbi minn, ég veit að fólkið þitt sem farið er á undan tekur vel á móti þér enda var það trú þín. Vonandi taka hundarnir þínir líka fagnandi á móti þér og að þú fáir að spila á munnhörpu eða annað hljóðfæri áfram. Innilegar samúðarkveðjur til systkina minna og fjölskyldna þeirra og föðurbræðra minna og fjölskyldna þeirra frá mér, Leifi og fjölskyldu. Þín dóttir, Torfhildur (Hildur). Ég kveð tengdaföður minn, Þorgeir Sigurgeirsson í dag, hinstu kveðju. Deidei eins og hann var oftast kallaður, fer í sitt hinsta ferðalag, hvíldinni feginn. Deidei var ekki langskóla- genginn, hann var heldur fámáll í margmenni, en að kynnast þekk- ingu hans á Íslandi, fjöllum, döl- um, vötnum og ám, var mikill skóli fyrir hvern þann sem á hann hlýddi. Hann var heimsmaður í umgengni sinni við landið og ég held ég geti með sanni sagt að Ísland hafi verið stóra ástin í lífi hans. Deidei kom margar ferðir austur til Hafnar þar sem við fjöl- skyldan bjuggum um árabil og aðstoðaði hann okkur við að byggja sumarhús okkar, hann átti þar ófá handtök unnin af gleði og áhuga. Hann var með ólíkindum kraftmikill, þá kominn hátt á áttræðisaldur. Hann gaf góð ráð, hvatti okkur áfram, var mikill uppfinningamaður og átti lausn við hverjum vanda. Honum fannst þó nauðsynlegt að taka hlé á smíðum, til þess að getað arkað með okkur um hóla og hæðir og skipulagt ferðalög þau sem hann ætlaði í um öræfi Austurlands, komandi misseri. Með kvöld- kaffinu nutum við frásagna hans og eitthvað svo sérstakt blik kom í augun hans þá, þegar hann sagði frá svaðilförum sínum um landið, ný saga á hverju kvöldi. Við fjölskyldan höfum rifjað upp þennan tíma síðastliðna daga og eru þetta okkar bestu minningar með honum. Deidei var ekki kröfuharður maður, hann var ósérhlífinn, nægjusamur og lítillátur og myndu margir telja það mikla mannkosti. Hann var örlátur en vildi aldrei láta aðra hafa fyrir sér. Hann gat virst hrjúfur í við- móti þeim sem ekki þekktu hann og á stundum þvældist þungt geðslag fyrir honum, en ég veit að í raun var hann tilfinningarík- ur maður sem mátti ekkert aumt sjá, hann vildi öllum vel. Hann var vinamargur og hans mestu og bestu vinir voru hundarnir hans, Lappi og Mosi. Þá var munn- harpan ávallt við höndina og greip hann oft í hana og spilaði eitthvað í léttum dúr eftir eyranu. Nú síðast í september síðastliðn- um þegar við hittumst fjölskyld- an saman á Blönduósi, hann þá orðinn fárveikur og máttfarinn, tók hann eitt lag fyrir okkur, svona rétt fyrir svefninn. Að kynnast Deidei var mikil gæfa og ég vil að lokum þakka honum alla þá velvild og hans ein- stöku hlýju sem hann sýndi mér alla tíð. Hann sagði mér eitt sinn frá Sumarlandinu þar sem hann myndi um síðir hitta fyrir alla horfna vini sína og ættingja, hans leið liggur þangað nú og óska ég honum góðrar heimkomu. Ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Harpa Högnadóttir. Þorgeir föðurbróðir minn, oft- ast nefndur Deidei, átti rætur að rekja norður í Húnavatnssýslu. Fæddur og uppalinn á Orra- stöðum, afkomandi Björns Ey- steinssonar. Björn var hörkukarl og bjó um árabil með fjölskyldu sinni frammi á Grímstunguheiði. Þorgeir fékk einnig drjúgan skammt af fjallafýsn í vöggugjöf. Tími jeppanna upp runninn og opnuðust þá möguleikar til allra átta. Er hann og Sólveig bjuggu í Hveragerði spruttu upp ná- grannar sem sannarlega höfðu sömu þrána, þ.e. sem fóru flestar helgar fram til fjalla. Ötulust voru þau Binna, Jón Guðmunds, Sigga og Sigurjón. Stundum slæddist með strákpjakkurinn Sigurgeir, þá unglingur að aldri. Trúlega hefur ýmsa undrað hve vel sá stutti plumaði sig með gamla settinu en landið okkar ástkæra bræddi okkur saman. Er Deidei átti Víponinn var næsta skref stigið, Ferðafélag Hveragerðis. Þá var heldur betur hlaðið inn í bílinn og upp á topp. Verulega fjölgaði fjallageitum er ýmsir frændur og vinir fengu bíl- prófið og var þá stutt í jeppann hjá sumum þeirra. Brátt varð til klúbbur sem kallast Samfó og þá var hægt að fara í lengri ferðir og djarfari á ýmsum árstíðum. Einn fastinn varð sá, að gista nótt í efsta skála í Tindfjöllum vetrar- daginn fyrsta. Tappi úr flösku tekinn og svo kyrjuðum við gjarnan þjóðlega slagara og sá gamli þandi munnhörpuna fram á rauða nótt. Hörku stuð og iðulega hörkubylur utan dyra. Þegar menn opnuðu hlerann að morgni dags hafði snjórinn oft hrannast upp meir en góðu hófi gegndi. Þá var eins gott að hafa vænan skammt af spottum og skóflum þótt vel hallaði undan fæti til byggða. Svo uppgötvuðu menn torfkofa í Lambhaga, kominn að fótum fram, allt nema gamla óbrjótandi Bretaglerið. Þá brettu félagarnir upp ermar og torfkof- inn fékk það ánægjulega hlut- verk að hýsa hópinn, jafnt í sól- ríkum sumarsmellum og í vetrarferðunum sem ýmsar hverjar tóku vel í. Og enn blés sá gamli í nikkuna og stjórnaði stuð- inu með Lappa hinn ferfætta sér við hlið. Hann var tryggasti félagi frænda þá er árin færðust yfir. Stundum eru dýrin bestu vinir þeirra sem einir búa. Í forstof- unni heima í Hveragerði var lengst af máluð mynd af farar- tækinu sem aldrei brást. Það var blendingurinn, Austin Gypsy ofanvert en undirvagninn var af Rússajeppa. Þessi eðalvagn skil- aði flestum fjallaferðum og jafn- framt þeim sem lengst í minn- ingu lifa. Undir myndinni var ferskeytla sem Deidei fékk eitt sinn í afmælisgjöf: Ekur bíl á björtum degi, ber ég þér mitt hrós. Þorgeir létt um þrönga vegi þræðir á Gypsyrós. Þá minnist ég þess er við vor- um á ferð upp með Markarfljóti vestanverðu og sem oftar hafði vegarslóðinn skolast burt að vetri. Allar skóflur út og frændi spólaði upp með herkjum. Kom þá ekki splunkunýr Bronkó og dúndraði upp brekkuna til hliðar við slóðina sem hafði kostað okk- ur svita og tár. Ekki þótti frænda það kurteisi að tæta svona fram- úr eðalvagninum orkulausa. Kveð þig með þakklæti og hlýhug fyrir allt og allt, einnig frostköldu nóttina í snjóhúsinu efst í Kömb- unum. Margt er það sem aldrei mun gleymast. Hafðu þökk, kæri frændi. Sigurgeir Þorbjörnsson. Hringt var til mín þegar ég var að klára skóladaginn minn 9. apr- íl sl. og mér sagðar þær sorgar- fréttir að baráttunni hjá Þorgeiri frænda væri lokið. Eftir langa og erfiða baráttu við veikindi fékkstu loksins hvíld eftir þessa baráttu þar sem þú barðist eins og sönn hetja allt til enda. Þó svo að ég hafi ekki hitt þig mikið á undanförnum árum eru margar minningar sem að sitja fastar í huganum á mér tengdar þér. Eins og til dæmis þegar þú komst ásamt Þormóði bróður þínum að heimsækja annan bróð- ur þinn, Þorstein afa minn, sum- arið 2010 þegar að ég var í heim- sókn hjá honum. Þið stoppuðuð kannski ekki lengi, en þið bræður skemmtuð ykkur konunglega saman og það var alveg frábært að sitja inni í stofu með ykkur og hlusta á ykkur rifja upp allskonar gamlar minningar sem að þið átt- uð saman, það var í seinasta skipti sem ég fékk þann heiður að hitta þig og verður þessi stund ætíð í minni mínu. Fleiri minningar tengjast gamla hundinum þínum honum Mosa, en hann var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, og ég var allt- af föst á því að ég ætlaði að fá mér hund, alveg eins og hann og skíra hann Mosa líka en hvort það ger- ist verður tíminn að leiða í ljós. Minningar mínar um þig muna halda minningu þinni á lofti hjá mér um ókomna tíð. Elsku Hildur, Logi, Bergþór, Jónas, Andri Geir, Þorgeir og aðrir ættingjar, ykkar missir er mikill og ég vona að guð gefi ykk- ur styrk til þess að takast á við þessa sorg. Megi minning um æð- islegan mann lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, frændi, þín verð- ur sárt saknað um ókomin ár. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir. Það er erfitt að kveðja góðan föðurbróður og vin en samtímis fer vel að minnast samfylgdar lið- inna áratuga. Samskipti okkar frændanna tengdust öðru fremur óbilandi áhuga á ferðalögum og þá skipti áratuga aldursmunur engu. Einlægari og skemmtilegri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Í ferðum var jafnan glatt á hjalla og kvöldin í fjallaskálum liðu með gamanmálum og söng. Þegar fólk tók á sig náðir átti frændi til að segja draugasögur, oft voru þær þó svo fyndnar að maður gat ekki orðið alvarlega skelkaður, fremur var að hlátur hamlaði svefni en ótti við drauga. Deidei fór jafnan fyrir í jeppa- ferðum, hann þótti glöggur að lesa ár en hann var líka grallari í sér. Eitt sinni á heimleið úr Tind- fjöllum hafði hann ekið yfir Fiská áður en næsta bíl bar að. Þá lagði hann jeppanum við ána þar sem árhylur var, til að svo liti út að þar hefði hann ekið yfir. Það leiddi næsta bíl náttúrlega beint í gildruna og frændi fékk ánægj- una af að draga okkur upp úr. Einu sinni ræddum við Deidei að fara í áramótaferð Ferða- félags Ísl. í Þórsmörk. Hann var hikandi, óttaðist að það væri svo gamalt lið á ferð með Ferðafélag- inu að það yrði bara ekkert stuð, enda sjálfur innan við sjötugt. Við slógum samt til og vorum ekki sviknir af góðum félagsskap. Deidei, aldursforsetinn í ferða- hópnum, lék á als oddi og blés munnhörpurnar sínar linnulítið alla nýársnóttina fyrir dansi og söng. Þegar við Deidei spjölluðum saman varð okkur tíðrætt um hundahald, sameiginlegt áhuga- mál. Hann var næmur fyrir vel- ferð og vellíðan þessara ferfæt- linga og hundurinn hans Mosi var jafnan með honum í för. Á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi er vistfólki stundum boðið að fá hunda í heimsókn. Það var frænda mikils virði að geta átt þar samvistir með þessum vinum. Ekki er annað hægt en að minnast Þórsmerkurferðar í febrúar 1989. Við vorum þar sam- an á nokkrum jeppum og á heim- leið brast á ofsahríð svo lækir og ár tepptust af krapa og snjó. Á sunnudagskvöldi vorum við ekki komin lengra en niður fyrir Lón og gáfumst þar upp með eitthvað af löskuðum jeppum og hröktu fólki og létum fyrirberast. Á mánudegi var veðrið gengið nið- ur en við áttum okkur ekki aðra björg en að óska aðstoðar Hjálp- arsveitar við að koma okkur til byggða. Sveitin brást skjótt við og selflutti okkur á vélsleðum niður að Merkurbæjum og ók okkur þaðan út á Hvolsvöll. Það- an komust svo allir til síns heima með áætlunarrútu. Eftirfarandi vísur eru hluti kvæðabálks sem Deidei orti um þessa eftirminni- legu ferð. Á heimleiðinni veður breytist ofsarok og snjórinn þeytist bílar skekjast til og frá einn þó dimmum rómi kallar: „Hérna nokkuð landi hallar, brekkuna takið bara á ská.“ Út í hríðina þá spranga á undan bílum ætla að ganga. „Ég óveðrið ei stoppa læt.“ Snjór í mitti Jón er tregur hinn þá eyrnasnepla dregur samt öslar áfram Geiri gæd. Hér skal láta fyrir berast þar sem krapalænur skerast mörgum var þá ekki rótt. „Hér verða allir sko að sofa við notum bílana sem kofa.“ Og Jón svo býður góða nótt. (Þ.S.) Þetta voru góðu stundir lífsins frændi, þakka þér fyrir allt. Meira: mbl.is/minningar Arinbjörn Þorbjörnsson. Þorgeir Sigurgeirsson HINSTA KVEÐJA Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt, sem hjarta hefur, er hörpu sína vorið slær. (Þorsteinn Erlingsson) Hvíl þú í friði, frændi sæll. Frímann Þorsteinsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, sem lést á heimili sínu Hrafnistu í Kópavogi sunnudaginn 12. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. . Ólöf Sigurðardóttir, Aðalsteinn Þórðarson, Sigríður Ebba Þórisdóttir, Guðlaugur Þórðarson, Brynja Þórðard. Mathisen, Leif-Christian Mathisen, Ásdís Þórðardóttir, Eyjólfur Ísfeld Eyjólfsson, Þórður Ólafur Þórðarson, Hörn Hrafnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.