Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Courtney Barnett vakti fyrstathygli þegar platan TheDouble EP: A Sea Of Split Peas, kom út 2013. Um var að ræða tvær stuttskífur sem höfðu komið út nokkru áður í heimalandi henn- ar Ástralíu en með því að sam- ræma þær í eina breiðskífu ef svo má segja fóru miðlarnir loksins í gang, breiðskífumiðaðir sem þeir eru jafnan. Ekki spillti fyrir að Barnett hélt um það leyti umtalaða tónleika á CMJ og SXSW- tónlistarhátíðunum í Bandaríkj- unum og boltinn fór að rúlla fyrir alvöru eftir það. Barnett, sem hafði aldrei ferðast út fyrir Ástr- alíu, var allt í einu farin að troða upp í London, gefa viðtöl við The New York Times og syngja með Billy Bragg. Heillandi En hvað er það sem heillar? Hvað er það sem er að æsa brans- ann svona? Barnett er laun- sjarmerandi getum við sagt, kem- ur til dyranna eins og hún er klædd, á uppstilltum myndum horfir hún út í loftið og togar feimnislega í hárið á sér, í galla- buxum og hvítum bol. Það er yfir henni hangsara-ára, hugurinn leit- ar ósjálfrátt að upphafi tíunda ára- tugarins, kannski svipað og með Söngur um lífið Umyrðalaust Tónlistarkonan Courtney Barnett yrkir einlæglega um ósköp venjulega hluti. vinsælar andhetjur samtímans eins og Kurt Vile og Mac DeMarco. Það er nákvæmlega ekkert glys í kringum þetta fólk, það lítur út eins og ráðvilltir fyrsta árs há- skólanemar. Tónlist Barnett er þó öllu hrárri en þeirra sem ég nefni hér og það er fyrst og fremst hún sem hefur verið að hreyfa við fólki. Einkanlega þá textarnir. Tónlistin eru rafmagnaðar söngvaskálda- smíðar, jú minna á lágfitslegt (e. „lo-fi“) hjakk misþekktra nýrokks- sveita frá hangsara-áratugnum en þær mynda fyrst og síðast ramma utan um hversdagsskáldskap Bar- nett sem er oft og tíðum snilldar- lega ígrundaður. Hér er tengt við upplifanir sem allir þekkja og geta tengt við, eitt lagið fjallar um sjón- varpið hennar sem hefur verið bil- að í fjögur ár þar sem hún hefur aldrei nennt að gera við það, annað um húsrölt ásamt ýkjuhneigðum fasteignasala og í einu þeirra seg- ir: „The paramedic thinks I’m cle- ver cos I play guitar/ I think she’s clever cos she stops people dying.“ Mér varð hugsað til Daniel Jo- hnston í þessu samhengi og ein- hvers sem hægt væri að kalla ægi- hreinskilni. Jonathan Richman hefur þá verið nefndur og einnig Stephen Malkmus. Sjálf hefur hún talað um Lemonheads. Allt á þetta við. Stokkið Rolling Stone, The Independ- ent, Guardian … að ekki sé minnst á smærri og sérhæfðari tónlistar- miðla. Allir eru þessir aðilar að stökkva á Barnett og fleiri til. Það hljómar klisjulega, en mögulega er æsingurinn vegna þessa jarð- bundna – en um leið skáldlega – viðhorfs til umheimsins sem Bar- nett býr yfir. Hún er að fjalla um eitthvað, er að reyna að skilja at- ganginn í kringum sig, er að nota tónlistina til að tengjast einhverju raunverulegu. Fyrsta „alvöru“ breiðskífa Barnett, Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit, kom út í endaðan mars og hefur verið ausin lofi linnulaust síðan. Barnett er, eðlilega og sam- kvæmt því sem hún boðar, fremur ódramatísk þegar hún er spurð hvernig hún fari að þessu. Þetta sagði hún við Skinny, menningar- götublað sem kemur út í Glasgow og Edinborg: „Ef eitthvað kemur upp í hugann og dvelur þar lengur en í tvær sekúndur … þá geri ég ráð fyrir því að það hafi einhverja þýðingu …“ Lítið gefið upp, og það ærir eðlilega mannskapinn! »Mögulega er æs-ingurinn vegna þessa jarðbundna – en um leið skáldlega – við- horfs til umheimsins sem Barnett býr yfir.  Tónlistarkonan Courtney Barnett vekur athygli  Glúrið og ofureinlægt götuskáld frá Ástralíu Jónborg – Eld- borg nefnist mál- verkasýning sem Jónborg Sigurð- ardóttir, betur þekkt sem Jonna, í Mjólkur- búðinni á Akur- eyri, opnar í dag kl. 14. „Að þessu sinni tjáir Jonna kraft eldsins og lífsorkunnar í eigin tilfinningum í málverkum sem hún vinnur með akríl á striga,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Jonna útskrifaðist úr mál- unardeild Myndlistarskólans á Ak- ureyri vorið 1995, lærði fata- hönnun í Danmörku og útskrifaðist þaðan 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur til 26. apríl og er opin laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Jónborg sýnir í Mjólkurbúðinni Jonna Billy Elliot (Stóra sviðið) Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 15/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Mið 22/4 kl. 20:00 frums. Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 17/5 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:00 2.k Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Fim 21/5 kl. 20:00 Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Sun 10/5 kl. 20:00 Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Segulsvið – ★★★★ „Mikill galdur“ – AV, DV HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas. Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas. Allra síðustu sýningar! Segulsvið (Kassinn) Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 26/4 kl. 19:30 12.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 19/4 kl. 13:30 Þri 26/5 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 15:00 Þri 26/5 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Sápuópera um hundadagakonung Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Macho Man Saving History (Salurinn) Sun 3/5 kl. 20:00 Sviðslistahátíð Assitej (Salurinn) Þri 21/4 kl. 17:00 Fim 23/4 kl. 12:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Mið 22/4 kl. 9:30 Fim 23/4 kl. 15:00 Lau 25/4 kl. 16:00 Mið 22/4 kl. 17:00 Fös 24/4 kl. 9:00 Lau 25/4 kl. 18:00 Síðbúin rannsókn (Aðalsalur) Mán 11/5 kl. 20:00 Þri 12/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn) Lau 30/5 kl. 20:00 The Border (Salurinn) Mán 18/5 kl. 20:00 Þri 19/5 kl. 20:00 Endatafl (Salurinn) Fös 1/5 kl. 20:00 Fim 14/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 7/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Sun 24/5 kl. 20:00 Hávamál (Salurinn) Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Boðið verður upp á söngleikja- námskeið á Kex Hostel á morgun kl. 13, en námskeiðið er hluti af „Heim- ilislegum sunnudögum“. „Sigríður Eyrún Friðriksdóttir stýrir stuttu söngleikjanámskeiði fyrir káta krakka á öllum aldri þar sem verður farið yfir grunnatriði í leik og söng. Hún mun meðal annars taka fyrir at- riði úr Mary Poppins,“ segir m.a. í tilkynningu. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Söngleikjanámskeið á Kex Hostel Söngdífa Sigríður Eyrún Friðriksdóttir lék í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.