Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun Lífræn Jurtablanda • Bætir meltinguna • Brýtur niður fitu í fæðunni • Hjálpar gegn brjóstsviða • Dregur úr uppþembu • Vatnslosandi • Virkar fljótt Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem léttir meltinguna Þetta átti að vera skáklega út-gáfan af Guðföðurnum:Michael Corleone (Al Pacino) gengur inn á sal- erni, nær í skammbyssu falda í vatns- kassa gengur síðan aftur inn í matsal- inn og sallar síðan niður borðnauta sína. Í skák-útgáfunni á stórmóti í Dubai fyrr í þessum mánuði hafði skákmeistari Georgíu, Gajos Niga- lidze, falið snjallsíma inni á salerni. Annað veifið gerði hann sér ferð þangað inn til að sækja upplýsingar úr skákforriti símans sem starfaði á ofurkrafti á meðan skákinni stóð. En upp komst um strákinn Tuma: And- stæðingur hans Armeninn Tigran Petrosjan bað skákstjórann um að fylgjast með tíðum ferðum Georgíu- mannsins á salernið og niðurstaðan liggur nú fyrir. Gajos Nigalidze var rekinn úr mótinu með skömm og hlýtur vonandi langt keppnisbann. Þetta mál er eitt fjölmargra sem komið hafa upp á seinni árum en þau frægustu eru svindl Frakkans Seb- astian Feller á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk 2010 og „Toilet- gate“-þrefið mikla vegna tíðra sal- ernisferða Vladmir Kramniks í heimsmeistaraeinvíginu við Topalov í Kalmykíu haustið 2006. Þó að FIDE hafi þegar samþykkt hertar reglur sem varðar allt það tæknidót sem menn og konur geta borið á sér hefur fræjum tortyggni verið sáð í skáksöl- um heims. Annað mál sem á sér sennilega skýringar í klaufaskap eða hugs- unarleysi kom upp á dögnum hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og varð- ar eina helstu vonarstjörnu skák- arinnar í dag, Filippseyinginn Wes- ley So sem er í 8. sæti á stigalista FIDE . Hann settist nýlega að í Bandaríkjunum og naut um skeið styrks frá Webster-háskólanum St. Louis, vann milljón dollara mótið í Las Vegas rétt fyrir jólin og varð í 2. sæti á stórmótinu í Wijk aan Zee í ársbyrjun. Sem sagt: allt í lagi hjá pilti eða allt þar til á útmánuðum að upp blossaði einhvers konar forræð- isdeila um þennan annálaða sóma- svein. Af fréttum að dæma virðast helstu aðilar þess máls auk So vera móðir hans, Leny So, sem þrátt fyrir blóðböndin var bönnuð á vettvangi síðasta móts sonarins, og fósturfor- eldrar hans frá Minnesota. Í miðri orrahríðinni settist So niður til að tefla í fyrsta sinn á meistaramóti í St Louis í Mississippi-ríki. Sér til hug- arhægðar var hann að krota einhver hvatningarorð á skorblað sitt og nýbúinn að leika sínum sjötta leik gegn Varuzhan Akobian í 9. umferð þegar dómarinn stöðvaði skyndilega skáklukkuna og dæmdi Akobian sig- ur. So hafði víst fengið viðvörun áður en fannst eins og ýmsum öðrum full langt gengið í refsigleðinni. Mál Wesey So dró athygli frá sig- urvegara bandaríska meistaramóts- ins í fjórða sinn, Hikaru Nakamura vann í fjórða sinn, So náði þrátt fyrir allt þriðja sæti. Í St. Louis tefldi Na- kamura af miklum krafti og vann glæsilega sigra sbr. eftirfarandi við- ureign: Kayden Troff – Hikaru Nakam- ura Benony-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 He8 10. He1 a6 11. a4 Rbd7 12. e4 Rg4 13. Rd2 Rge5 14. Bf1 g5 15. h3 Df6 16. Dh5 Bh6 17. Rd1 g4 18. Re3 Bxe3 19. Hxe3 Dg7 20. hxg4 Rxg4 21. Hc3 Rdf6 22. Dh1 He5 23. Df3 Bd7 24. Dd3 Dh6 25. Bg2 Dh2 26. Kf1 26. … Rxf2! 27. Kxf2 Bh3 28. Df1 Hxe4 29. Rxe4 Rxe4 30. Ke3 Bxg2 31. Df4 Rxc3 32. Dg5 Kf8 33. bxc3 He8 34. Kf2 Bh1 - og hvítur gafst upp. Snjallsímasvindl, Wesley So og Nakamura Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Flókin staða Wesley So að tafli í Wijk aan Zee fyrr á þessu ári. Samfélag sem gerir ráð fyrir að kraftar allra nýtist, að raddir allra heyrist og að fólk fái að blómstra á sín- um forsendum er sam- félag án aðgreiningar. Það er bjargföst trú mín að slíkt samfélag sé meira gefandi fyrir alla, ekki bara í félags- legum og andlegum skilningi heldur fjár- hagslegum einnig enda er fólk og fjölbreytileikinn auðlind í sjálfu sér og fólk sem ekki fær að taka þátt vegna aðstæðna, heilsufars, fötlunar eða aldurs er í raun vannýtt auðlind. Fatlað fólk hefur í dag ekki sömu réttindi eða möguleika og annað fólk en ekki er ástæða til annars en að gera ráð fyrir að úr því verði bætt. Markmið með yfirfærslu á þjón- ustu við fatlað fólk til sveitarfélag- anna var að samþætta faglega og fjárhagslega ábyrgð og samþætta nærþjónustu og fé- lagsþjónustu sveitarfé- laga. Frá undirbúningi og samhliða yfirfærslu hefur Alþingi sam- þykkt margar nýjar reglugerðir og lög sem auka rétt fatlaðs fólks til þjónustu og gera kröfur til þjónustuveit- enda skýrari. Þessu fagna ég mjög, en það er óhjákvæmilegt að Alþingi tryggi sveitarfélögum fjár- magn til að standa undir þessum auknu þjónustukröfum sem það hef- ur lagt þeim á herðar. Sveitarfélög eru vel til þess fallin að annast þessa þjónustu og flestar mælingar hafa sýnt að þjónusta við fatlað fólk hefur batnað við yfirfærsluna þrátt fyrir að málaflokkurinn hafi reynst sveit- arfélögum talsvert flóknari og um- fangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir. Framundan eru margskonar tækifæri til að bæta og breyta nær- þjónustu, auka sveigjanleika og ein- staklingsmiðun. Mjög mikilvægt er því að eyða þeirri óvissu sem fjár- mögnun þjónustu við fatlað fólk er í um þessar mundir svo hægt sé að halda áfram á þeirri vegferð að tryggja fötluðu fólki sjálfsögð mann- réttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. Samfélag án aðgreiningar Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur » Það er óhjákvæmi- legt að Alþingi tryggi sveitarfélögum fjármagn til að standa undir þessum auknu þjónustukröfum sem það hefur lagt þeim á herðar. Heiða Björg Hilmisdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Diego týndist 9. febrúar sl. frá Sólvallagötu, 101 Reykjavík. Hann er mjög gæfur og forvitinn, gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Diego er eins árs, svartur og hvítur með svart trýni. Allar vísbendingar vel þegnar í síma 864-6469 eða á netfangið kisamin@gmail.com. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Diego er týndur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.