Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bestu vinir í bænum Hópurinn samanstendur af litríkum og ólíkum persónum með sína kosti og galla. stóran hóp sem samanstendur af ófötluðum börnum, sem eru auk þess í meirihluta, og fötluðum ein- staklingum sem flestir eru á ung- lings- og fullorðinsaldri. Það hefur verið þrælerfitt að stýra þessu en líka mjög gefandi,“ sagði Guðný. Halla Karen bætti við að auk þess að vera þroskandi fyrir þær væri þetta verkefni svo þroskandi fyrir börnin. „Það hefur verið alveg yndislegt að fylgjast með því sambandi sem hefur myndast á milli hópanna, það er svo fallegt. Við erum ekkert búnar að leggja áherslu á að samskiptin séu svona og hinsegin, annað en að setja skýrar og hnitmiðaðar reglur í upp- hafi, svo þetta er eitthvað sem hefur komið af sjálfu sér, hvað þau finna. Hér eru allir á þeim forsendum að við erum öll misjöfn og að allir hafa sína kosti og galla.“ Rauðhetta ekki lengur föst í sínum eigin heimi Leikritið ber heitið Árshátíð í ævintýraskógi og hefst á kröftug- legu og kunnuglegu lagi, sem allir taka undir og fjallar um margbreyti- leika lífsins og hvernig við eigum að virða hvert annað nákvæmlega eins og við erum. Þá stígur Rauðhetta á svið og fylgifiskar hennar, tvær kan- ínur. Þó margt sé kunnuglegt við þessa Rauðhettu þá er hún ekki lengur föst í sínum heimi, eins og Halla Karen bendir á, heldur þarf hún að kljást við ýmis vandamál úr öðrum ævintýrum. Þetta finnist þátttakendum skemmtilegt og ekki síst að standa á sviði og syngja eins og mikið er gert af. „Við notum mik- ið af lögum en færri setningar og styttri því þátttakendur eiga mis- auðvelt með að muna texta og flytja. Þessi staðreynd hefur krafist meira af okkur en við erum duglegar að krydda söguþráðinn og munum gera það alveg fram á síðustu stundu. Leikritið er í raun enn í mótun og verður fram að sýningu,“ sagði Guðný. Halla Karen sagði leikverkið hafa verið hannað utan um þennan fjölmenna hóp og þá litríku búninga sem Leikfélag Keflavíkur á í fórum sínum, þó víðar sé leitað fanga. Auk Rauðhettu bregður Línu langsokk fyrir, Soffíu frænku og ræningj- unum þremur, ávöxtum úr Ávaxta- körfunni og persónum úr Latabæ. Ekki má gleyma Karíusi og Baktusi og Hérastubbi bakara. Hjá honum hefur Rauðhetta fengið of mikið af sætum kökum með skelfilegum af- leiðingum. Mest hissa er hún þó á vináttu Lilla klifurmúsar og Mikka refs. Hvernig skyldi þetta enda allt saman? Guðný sagði mikinn feng í sviðsvönum krökkum úr Gargandi snilld og börnum sem tóku þátt í samskonar sviðsverki á listahátíð- inni í fyrra, þar sem fatlaðir og ófatl- aðir unnu saman. Hún sagðist von- ast til þess að börnin myndu halda áfram og koma seinna meir til liðs við Leikfélag Keflavíkur, sem hefur verið mjög öflugt á undanförnum ár- um með ungt fólk í fararbroddi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Baskavinafélagið á Íslandi stendur að dagskrá í tilefni af 400 ára minningu Sjánverjavíganna, en árið 1615 voru allmargir baskneskir skipsbrotsmenn drepnir á Vestfjörðum í átökum við Íslendinga. Dagskráin hefst með stórtónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 19.30 á morgun sunnudag. Þar kemur fram Baltneska þjóðlagasveitin Oreka TX ásamt Steindóri Andersen, Hilmari Erni Hilmarssyni, Páli Guð- mundssyni og strengjasveit. Dagana 20. og 21. apríl verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Þjóðar- bókhlöðunni í samstarfi Baskavina- félagsins við ýmsar stofnanir og há- skóla. Fjöldi erlendra og innlendra fræðimann halda erindi. Miðvikudaginn 22. apríl verður af- hjúpaður minningarskjöldur á Hólma- vík að viðstöddum menningarstjóra og héraðsstjóra Gipuzkoa, Illuga Gunnarssyni, menningarmálaráð- herra, og Jónasi Guðmundssyni sýslumanni Vestfjarða. Teikningar eftir Guillermo Zubiaga verða á farandsýningu um Spánverja- vígin sem hefst í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í lok maí og lýkur í Þjóðar- bókhlöðunni í október. Sýningin er á fjórum tungumálum; íslensku, bask- nesku, ensku og spænsku. Einn merkasti viðburður afmælis- ársins er þó útgáfa Spánverjavíganna 1615 (Sannrar frásögu Jóns lærða), einnig á fjórum tungumálum, í sam- starfi við Center for Basque Studies og Forlagið. Már Jónsson, sagnfræð- ingur, skrifar inngang og bjó íslensku textanna til útgáfu. Baskavinafélagið á Íslandi Þjóðlagasveit Baskneska sveitin Oreka TX kemur fram á stórtónleikum. Í minningu Spánverjavíganna Eitthvað illt á leiðinni er afrakstur vinnu nítján ungra rithöfunda sem í vetur hafa legið yfir drauga- og hryll- ingssögum. Höfundarnir hafa horfst í augu við sinn mesta ótta og hræði- legustu martraðir til að skapa hroll- vekjur, sem fá hárin til að rísa. Eitthvað illt á upptök sín í rit- smiðjum á frístundaheimilum Kamps við Austurbæjar-, Háteigs-, og Hlíða- skóla, þar sem Markús Már Efraím, kennari og bókavörður, leiðbeindi börnunum við verkið. Á hverju heimili var haldið sex vikna námskeið fyrir nemendur í 3. og 4. bekk þar sem far- ið var yfir helstu reglur ritunar, sagð- ar sögur og hver nemandi aðstoðaður við að þróa eigin sögu. Magnús Már hefur haft forgöngu um að hrollvekjur barnanna verði gefnar út í bók. Í því skyni hafa rit- höfundarnir ungu hafið söfnun á Kar- olina Fund. Með aðstoð ritstjóra, um- brotsmanns og sjö þekktra íslenskra teiknara er ætlunin að gefa út glæsi- lega og hrollvekjandi bók í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík í þessum mánuði. Á hátíðinni verður lesið upp úr bókinni auk þess sem hún verður seld í bóksölu barnanna í Iðnó/Ævintýrahöllinni, en fer síðan í almenna dreifingu. Á Karolina Fund var í gær búið að safna 70% þar af 50% til fullnustu. Draugasöguþyrstir lesendur eiga þess nú kost að styðja verkefni þess- ara upprennandi hrollvekjumeistara. Hrollvekjur eftir börn Upphafið Gerður Kristný rithöfundur skrifar formála hrollvekjubókarinnar. Horfðust í augu við sinn mesta ótta » List án landamæra á Suður- nesjum hefst á sumardaginn fyrsta með sýningu á teikningum Lúðvíks Ágústssonar nemanda í Akurskóla í Kaffitári og kaffihúsi geðræktarmiðstöðvarinnar Bjarg- ar í Hvammi við Suðurgötu. » Setningarathöfnin fer fram í Frumleikhúsinu 25. apríl og í fram- haldi munu Bestu vinir í bænum flytja leikritið Árshátíð í ævintýra- skógi. Tvær sýningar verða einnig 26. apríl í Frumleikhúsinu. » Ýmsir listamenn munu sýna verk sín í anddyri Frumleikhússins og notendur Hæfingarstöðvar- innar flytja grínssketcha við setn- ingarathöfnina þar sem þeir gera grín að lífinu, sjálfum sér og öðr- um. List án landamæra SUÐURNES Rauðage rði 25 · 108 Rey kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali • Hillukælar • Tunnukælar • Kæli- & frystikistur • Afgreiðslukælar • Kæli- & frystiskápar • Hitaskápar ofl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.