Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Frumleikhúsið iðar af lífiþessa dagana. Þar æfirhópur fólks af kappi ævin-týraleikrit eftir leikstjór- ana Guðnýju Kristjánsdóttur og Höllu Karen Guðjónsdóttur sem sýnt verður á listahátíðinni List án landamæra 25. og 26. apríl. Hópur- inn samanstendur af fötluðum full- orðnum einstaklingum og ófötluðum börnum og segja leikstjórarnir að einstaklega fallegt samband hafi skapast á milli þeirra. Hópurinn kallar sig Bestu vinir í bænum. Þetta er í 6. sinn sem Reykja- nesbær og nágrannasveitarfélögin taka þátt í List án landamæra en há- tíðin hófst á Evrópuári fatlaðra árið 2003. Á hátíðinni er lögð áhersla á fjölbreytileika mannlífsins með það að markmiði að auka skilning manna á milli og auðga samfélagið. Allir sem vilja geta tekið þátt og fólkið í hópnum sem blaðamaður heimsótti í Frumleikhúsið í vikunni er allt að taka þátt af því að það langar að taka þátt og finnst þetta verkefni svo skemmtilegt. Ný og kærkomin reynsla Þær Guðný og Halla Karen eru þekktar í leik- og sönglistarlífinu í Reykjanesbæ og stutt er síðan Guðný fékk Súluna, menningar- verðlaun Reykjanesbæjar, fyrir framlag sitt til listalífsins í aldar- fjórðung. Hún hefur í mörg ár haldið námskeiðin Gargandi snilld og alið þar upp sviðsvön börn. Þær stöllur koma að þessu verkefni vegna þeirr- ar miklu reynslu sem þær búa yfir, en segja hér á ferðinni alveg nýja en kærkomna reynslu. „Við erum að vinna með mjög Mjög fallegt sam- band hefur skapast Hópurinn Bestu vinir í bænum, samanstendur af fötluðum fullorðnum og ófötl- uðum börnum, sem leika í ævintýraleikriti eftir Guðnýju Kristjánsdóttur og Höllu Karen Guðjónsdóttur. Þær leikstýra jafnframt verkinu sem verður sýnt á listahá- tíðinni List án landamæra á Suðurnesjum. Margreyndir leikstjórar Halla Karen og Guðný eru margreyndar en fá hér alveg nýja reynslu. Hér búa þær Unni Hafstein Ævarsdóttur undir hlutverkið. Svakalega sæt Perunni fannst ekkert leiðinlegt að fá að spegla sig. Kvikmyndaáhugafólki þykir efalítið fengur að vefsíðunni letterboxd.com sem hvort tveggja er upplýsingaveita um kvikmyndir sem og samfélags- miðill þar sem skráðir notendur geta eignast vini, deilt upplýsingum og skrifað gagnrýni. Þeir geta líka búið sér til lista yfir allar bíómyndir sem þeir hafa séð, skráð hvenær þeir sáu hana og fleira. Skipulagið er algjör- lega eftir þeirra höfði. Þeir sem ekki eru skráðir notendur geta aflað sér upplýsinga, rétt eins og til að mynda á imdb.com sem efa- lítið er einn þekktasti kvikmyndavef- urinn. Það er þó ekki þrautalaust að skrá sig sem notanda á síðuna letter- boxd.com. Umsækjendur þurfa a.m.k. að vera þokkalega að sér um tilvitn- anir í bíómyndum. Dæmi um „inn- tökupróf“: „Come with me if you want to .......“ Gefnir eru upp fjórir svarmöguleikar: Se my etching, Live, Pump iron, Party. Svarið er Live og tilvitnunin er úr The Terminator. Vefsíðan www.letterboxd.com Morgunblaðið/Golli Bíó Vefsíðan letterboxd.com fjallar um kvikmyndir og flest sem að þeim lýtur. Inntökupróf á kvikmyndasíðu Flóamarkaður Konukots er troðfullur að fatnaði af öllum stærðum og gerð- um, fyrir konur, karla og börn. Laug- ardagur til lukku segja aðstandendur flóamarkaðarins sem er í sama húsi og Konukot, Eskihlíð 4, og hvetja fólk til að koma, skoða og máta; flíkurnar séu flottar og komi öllum í gott skap. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, samstarfsverk- efni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Allur ágóði rennur til Konukots. Markaðurinn er opinn frá klukkan 12 til 16 alla laugardaga. Alltaf kaffi á könnunni og fatagámurinn fyrir utan. Endilega … … styrkið Konukot Morgunblaðið/Ásdís Konukot Fatasala í dag laugardag. Á sýningunni Endurbókun í Bókasafni Reykjanesbæjar gefur að líta brot úr smiðju Arka, hópi tíu listakvenna sem stunda bókverkagerð. Öll verkin eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum, flestum úr Gerðu- bergssafni. Bókasöfn afskrifa árlega fjölda bóka sem lokið hafa hlutverki sínu og eru ekki lengur útlánshæfar. Slíkar bækur eru efniviðurinn í lista- verkum Arka. Listakonurnar hafa hist reglulega til að bera saman bækur sínar, en þær hafa allar hrifist af bókverkum og stundað bókverkagerð af ýmsum toga um margra ára skeið. Fjöl- breytni bókverka er mikil enda hug- myndaflug listamannsins eina tak- mörkunin. Þau geta verið fjölfölduð eða einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverks- ins eins og mörg verkanna á sýning- unni. Aðferðirnar í listsköpuninni eru m.a. pappírsbrot, klippitækni og skurður, textílaðferðir, málun, teikn- ing og þrykk. Sýningin verður opnuð í dag, 18. apríl, og stendur til 30. apríl. Endurbókun – sýning á bókverkum Gamlar bækur fá nýtt líf Samheiti Bókverk eru listaverk sem tengjast bókinni sem formi og hugtaki. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.