Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 31
og dómurum ekki vært í starfi hefðu þeir sýknað sakborningana. Hæsti- réttur er einkennilegt fyrirbrigði með „fjölskyldustemningu“ eins og Jón Steinar hefur bent á. Hæstarétt skipar 9 eða 10 manns en í reynd eru þeir allt að 16 virkir því alltaf er ver- ið að kalla inn fyrrverandi dómara á eftirlaunum vegna forfalla og jafnvel starfandi lögmenn eru skipaðir um stundarsakir. Þú veist aldrei hverjir skipa dóminn. Þetta er eins og hand- hafar forsetavalds, maður veit aldrei hverjir skipa þá grúppu í utanlands- ferðum forseta. Fimm af dómaraliði Hæstaréttar, þ.e. minnihluti dóm- stólsins, skipa dóm í hverju máli nema í svokölluðum minniháttar málum en þá eru þeir aðeins þrír. Svo er verið að ræða um á Alþingi að taka upp millidómstig en hvað er Hæstiréttur í reynd annað en milli- dómstig án áfrýjunarréttar til raun- verulegs Hæstaréttar. Afplánun dóma Það er vandlifað á Íslandi. Á sama tíma upplýsir fangelsismálastjóri að þeim fari sífellt fjölgandi sem þurfa aldrei að sitja af sér þá dóma sem þeir hafa hlotið. Ástæðan er pláss- leysi í fangelsum landsins. Alls fyrndust yfir 60 afplánunardómar á Íslandi sl. þrjú ár, þ.e. sextíu glæpa- menn sátu ekki af sér dóm og hver verður fjöldinn í ár? Engar konur verða boðaðar til afplánunar fyrr en Hólmsheiðarfangelsi verður opnað í apríl á næsta ári. Í dag bíða 430 manns eftir að sitja af sér dóma í 156 plássum. Hvað komast margir hjá því að sitja af sér dóma vegna þess að fjórmenningarnir vilja taka sinn óréttláta dóm út sem fyrst? Þegar litið er til skattsvikaumræðna síð- ustu daga, m.a. vegna eigna erlend- is, hvað haldið þið að margir skatt- svikarar sem flestir fá skilorðsbundna dóma sitji af sér sektir upp á tugi milljóna sem þeir borga aldrei fremur en skatta af skattstolnu fé. Þessir aðilar stela af almenningi. Gerðu fjórmenningarnir það? Hvenær má búast við að fjöl- miðlamenn leggist yfir dóma og framkvæmd refsinga skattsvikara sem eru óværur í þjóðfélagi okkar? Hvað hafa margir setið af sér slíka dóma á liðnum árum og greitt skatta af skattstolnu fé og fjársektir? Að lokum Þá vil ég að lokum geta þess að við foreldrar Magnúsar erum eftir sem áður stolt af honum. Hann stofnaði og kom á fót fjármálastofnun á er- lendri grundu sem varð á einum ára- tug meðal stærstu skattgreiðenda Lúxemborgar og síðar endurreisti hann bankann eftir að bankinn fór í greiðslustöðvun. Var það gert í góðri samvinnu við skiptastjórnina, fjár- málráðuneytið, seðlabanka, inni- stæðueigendur, kröfuhafa, nýja eig- endur og fjármáleftirlitið í Lúxemborg. Það hefur aldrei gerst í bankasögu Evrópu að banki í greiðslustöðvun taki aftur til starfa. Engum neyðarlögum var fyrir að fara til að einfalda endurreisn bank- ans líkt og á Íslandi og tók ferlið 9 mánuði þar til Skiptabú Kaupþings seldi dótturfélagið skaðlaust enskri fjölskyldu og Magnús tók við banka- stjórastarfinu á nýjan leik með sam- þykki fjármálaeftirlitsins í Lúxem- borg allt þar til hann var hnepptur í varðhald að kröfu Sérstaks vorið 2010. Lifir bankinn enn góðu lífi í dag á sömu kennitölu undir nafni Banque Havilland en greiðir senni- lega lægri skatta. Þessari grein vildi ég deila með ykkur, lesendur góðir, þannig að þið vitið hvernig fölskyldu líður sem sér á eftir syni sínum í fangelsi að ósekju og vegna óskilgreindrar reiði borgara þessa lands og bregst við kveðjunni: „Sæll, hvað segir þú gott?“ Vonandi ganga þau orð Jó- hönnu og Steingríms eftir sem vitn- að var til hér að framan: „Þetta róar þjóðina.“ Nýr kafli er hafinn í lífi okkar fjöl- skyldunnar og við erum staðráðin að gera það besta úr honum. Höfundur er faðir Al-Thani-fanga. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Fullbúnar íbúðir við Lindargötu 28 komnar í sölu – Hafðu samband við sölumenn Eignamiðlunar í síma 588 9090. Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Íbúð herb fm Söluverð 101 1 47,1 29.500.000 102 2 51,2 31.500.000 103 2 55,4 33.300.000 104 2 61,5 35.200.000 105 3 84,3 47.500.000 201 3 85,1 48.200.000 202 2 54,5 31.900.000 203 2 53,8 31.900.000 204 2 53,5 31.900.000 205 2 49,9 31.500.000 206 2 58,0 35.500.000 301 3 85,1 48.900.000 302 2 54,2 32.900.000 303 2 54,5 32.900.000 304 2 54,6 32.900.000 305 2 49,9 32.500.000 306 2 58,0 35.900.000 401 3 91,4 51.900.000 402 2 60,6 37.500.000 403 2 65,6 39.500.000 404 1 47,8 31.900.000 Vel skipulagðar íbúðir á frábærum stað á bilinu 45-55 fermetrar að stærð. Íbúðir sem henta vel fyrir þá sem kjósa nýjar minni íbúðir í miðborg Reykjavíkur þar sem stutt er í verslun, þjónustu og afþreyingu. Guðlaugur I. Guðlaugsson, sölumaður Brynjar Þ. Sumarliðason sölumaður gudlaugur@eignamidlun.is Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteingasali hilmar@eignamidlun.is brynjar@eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali. sverrir@eignamidlun.is Kæling ehf | Stapahrauni 6 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 7918 Ert þú karl/kona í krapinu? Kæling leitar að 2 starfsmönnum, öðrum í sumar- afleysingar og hinum til frambúðar. Kælimaður/Vélstjóri Starfssvið: - Reglubundið eftirlit kælikerfa - Uppsetning á kælikerfum - Viðhald og þjónusta - Nýsmíði Menntunar- og hæfniskröfur: - Menntun á sviði kælitækni og/eða vélstjórnar/járnsmíði/rafvirkjunar - Reynsla af vinnu við kælibúnað æskileg - Sjálfstæði í vinnubrögðum ATH: Við hvetjum laghenta og/eða reynslumikla til að sækja um, jafnvel þótt þá skorti menntun. Kæling sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum, auk þess að smíða kælikerfi og ískrapavélar. Um Kælingu: Umsóknir og fyrirspurnir sendist á info@cooling.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.