Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2015 Að stika sér spönn á kvennaslóðum er yfirskrift málþings sem haldið verður í Hafnarborg í dag kl. 14 í tengslum við sýninguna Menn sem þar stendur yfir. Rannsóknar- stofnun í jafnréttisfræðum við Há- skóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafn- réttisfræða. Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru þeir Ingólfur V. Gíslason, Jón Ingvar Kjaran og Árni Matthíasson, en Haukur Ingvarsson stýrir mál- þinginu. Málþingið hefst með því að Ólöf K. Sigurðardóttir, for- stöðumaður Hafnarborgar og sýn- ingarstjóri sýningarinnar Menn, gerir grein fyrir sýningunni. Að framsögum loknum taka listamenn- irnir sem eiga verk á sýningunni, þátt í pallborðsumræðum, en þeir eru Curver Thoroddsen, Finn Arn- ar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Í verkunum takast þeir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu, hug- myndir um þátttöku þeirra í heim- ilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Aðgangur er ókeypis. Málþing um Menn í Hafnarborg Þvottur Kung Fu þvottahú nefnist þetta verk eftir Curver Thoroddsen frá 2015. Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Tímamót í Evrópusögu: Horft til áranna 1814 og 1815 í Þjóðarbókhlöðu í dag milli klukk- an 13.30 og 16.15. Þar flytja erindi þau Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði, Margrét Gunnarsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði, Gro-Tove Sandsmark, lektor í norsku, og Guðmundur J. Guðmundsson sagn- fræðingur. Fundarstjóri er Kristín Braga- dóttir, doktorsnemi í sagnfræði. Út- drættir úr erindum liggja frammi á málþinginu, en þeir verða síðar að- gengilegir á vefnum: www.fraedi.is/18.oldin Aðgangur er ókeypis. Tímamót í Evrópu- sögu 1814-15 Anna Agnarsdóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn verður haldin í annað sinn á Eyrar- bakka 23.-25. apríl nk. Á hátíðinni í ár koma fram Bjartmar Guðlaugs- son, Lay Low, Valgeir Guðjónsson, Ragga Gröndal, Hafdís Huld, Skúli Mennski, Halli Reynis, UniJon og Sveitasynir. Tónleikar verða haldnir á fjórum stöðum, í Gónhóli, Eyrar- bakkakirkju, Húsinu og Bakkastofu. Aðgangur er ókeypis en frjáls fram- lög vel þegin. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru sem fyrr músíkalska parið Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi Unn- arsson. Unnur og Jón hafa starfað saman sem dúettinn UniJon frá árinu 2009 og bjuggu lengi vel í Merkigili á Eyrarbakka og stóðu fyrir tónleikahaldi í stofunni heima hjá sér. Nú eru þau flutt yfir á Stokkseyri en ætla að halda áfram menningarstarfsemi á Eyrarbakka, að sögn Unnar. Tónlistarhátiðin Bakkinn var haldin fyrst 2013 en ekki í fyrra vegna tónleikaferðar UniJon. „Okk- ur fannst vanta vettvang fyrir svona akústík þjóðlaga-alþýðutónlist sem er dálítið okkar tónlistargrein,“ seg- ir Unnur. „Það eru fylliríshátíðir út um allt og okkur finnst þær ekkert rosalega skemmtilegar. Okkur lang- aði að hafa tónlistarhátíð sem væri notalegt fyrir tónlistarmenn að spila á, svolítið sveitó og notalegt og aðal- áherslan er lögð á að listamanninum líði vel, að hafa þetta svolítið kósí,“ segir Unnur. Minni í sniðum – Hvernig veljið þið listamenn á hátíðina, hafið þið samband við fólk sem þið viljið fá á hana? „Já, seinast fórum við svolítið fram úr okkur, vorum með yfir 30 at- riði og buðum eiginlega öllum sem höfðu áhuga og höfðum samband við fólk sem hafði verið að spila með okkur í Merkigili. Við ákváðum að hafa þetta aðeins minna í sniðum í ár og nota styrktarpeningana aðallega í að borga listamönnunum fyrir vinnu sína í stað þess að leigja einhverjar rosalegar græjur og hljóðkerfi eins og við gerðum síðast. Að gera betur við listamennina, fá færri og hafa þetta aðeins meira djúsí,“ segir Unnur. Á fyrstu hátíðinni voru tónleika- staðir fleiri en í ár og segir Unnur að þau Jón hafi viljað vekja athygli á því hversu frábær staður Eyrar- bakki væri og hversu marga yndis- lega tónleikastaði þar væri að finna. „Núna verðum við með tónleika á föstudagskvöldinu í kirkjunni, ætl- um að hafa kósí tónleika í Eyrar- bakkakirkju. Svo eru tónleikar í Húsinu sem er frábært safn á Eyrarbakka og við erum svo heppin að vera búin að fá Valgeir Guðjóns- son og frú á Eyrarbakka. Þau eru búin að opna Bakkastofu á heimili sínu, bjóða fólki heim á menningar- viðburði, spila tónlist og segja sögur. Valgeir ætlar að bjóða heim í stofu á laugardaginn og svo verðum við í gamla frystihúsinu á laugardags- kvöldinu þar sem er kaffihúsið Gón- hóll. Við ætlum að bjóða upp á kósí sveitatónleika þar. Okkur langaði að hafa nokkra kósí staði í staðinn fyrir að hafa þetta allt á einum stað,“ seg- ir Unnur að lokum. Upplýsingar um hátíðina og dag- skrá má finna á www.bakkinn.org. UniJon Unnur, kölluð Úní, og Jón Tryggvi eru músíkalskt par. Tónlistarhátíð sem notalegt er að spila á  Alþýðutónlistarhátíð haldin á Eyrarbakka í annað sinn Ljósmynd/Móa Hjartardóttir UniJon Unnur, kölluð Úní, og Jón Tryggvi eru músíkalskt par. Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 19. apríl: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þriðjudagur 21. apríl: Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Safnahúsið við Hverfisgötu ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Jóns KBK Ransu myndlistarmanns BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 21.-26. apríl í söfn num þremur, sjá www.listasafn.is SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 SEQUENCES 13.-19. apríl, verk eftir David Kefford og Dagrúnu Aðalsteinsdóttur SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 15 um sýningarnar Opið sunnudaga kl. 14-17. MENN Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson Málþing Laugardag 18. apríl kl. 14 Að stika sér spönn á kvennaslóðum Vörður Jónína Guðnadóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Laugardagur 18. apríl: Opnun sýningarinnar Sjónarhorn og enduropnun Safnahússins kl. 11, opnunarathöfn hefst kl. 14. Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Fræðslurými fyrir alla fjölskylduna, Safnbúð og veitingastofan Kapers Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Safnahúsið, Hverfisgata 15, s. 530 2210 Opið frá 10-17 alla daga nema mánudaga www.safnahusid.is. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands. ÁMUNDI: Grafísk hönnun Opnað verður fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð 18.apríl Myndlistarsjóður Veittir verða Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningar verkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningar- verkefna, útgáfu/rannsóknar- styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Umsóknarfrestur er 1.júní 2015 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar- reglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs www.myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.