Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 34
Stjáni blái hámaði sem kunnugt er í sig spínat til að örva krafta sína og styrk. Mögulega hefur kapp- inn skerpt á andlegu atgervi sínu í leiðinni en ný bandarísk rannsókn bendir til þess að dulítill skammtur af þessu græna góðgæti geti haft góð áhrif á heilastarfsemina. Vísindamenn við háskólann í Chicago hafa komist að því að fólk sem borðar lítið eitt af spínati eða káli einu sinni eða tvisvar á dag heldur fullum vitsmunum lengur en þeir sem gera þetta ekki. Aðrir þætt- ir eins og menntun, hreyfing og sjúkrasaga fjölskyldunnar hafa engin áhrif í þessu sambandi. Niðurstöðurnar voru kynntar á mikilli líffræðiráðstefnu í Boston á dögunum og tóku 950 manns þátt í rannsókninni. Meðalaldur þátt- takenda var 81 ár og undirgeng- ust þeir hvorki fleiri né færri en nítján ólík próf. Meðalútkoman var sú að þátt- takendur sem borðuðu spínat eða kál einu sinni eða tvisvar á dag hægðu á andlegri hnignun sinni um ellefu ár. Það munar um minna. Martha Clare Morris, sem fór fyrir rannsókninni, segir K- vítamínið í spínatinu að öllum líkindum ráða mestu um árang- urinn. Sem kunnugt er hverfist Alzheimers-sjúkdómurinn um rýrnun vitsmuna og Morris veltir fyrir sér hvort spínatið geti komið þar að gagni. „Einföld og ódýr leið án íhlutunar sem getur verndað í okkur heilann,“ segir hún. Það skyldi þá ekki vera? Alltént fékk Stjáni blái ekki Alz- heimers. Eða hvað? NÝ BANDARÍSK RANNSÓKN Spínat dregur úr hnignun andans Stjáni blái er ekkert blávatn. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 Matur og drykkir Fólk fer á fætur á ýmsum tímum sólarhringsins. Þess vegna hefur það um langan aldur verið brot á mannréttindum margra að geta ekki pantað sér morgunverð hjá skyndibitakeðjunni McDonald’s eftir klukkan 10:30 á morgnana. Nú er þetta vandamál úr sögunni. Frá og með þessum mánuði mun keðjan bjóða upp á morgunverð allan sólarhringinn. Byrjað verður á McDonald’s í San Diego í Bandaríkjunum en að öllum lík- indum víðar fljótlega. Vilji maður pönnukökur, Mcmúffur eða hvaðeina síðdegis eða á kvöldin verður það sjálfsagt mál. Í yfirlýsingu frá McDonald’s kemur fram að þetta sé gert til að bregðast við eindregnum vilja við- skiptavina keðjunnar. Ekki verður þó sagt að McDonald’s hafi brugð- ist fljótt við en eins og áhugamenn um kvikmyndir muna var það 10:30-lokunin sem varð til þess að persóna Michaels Douglas í Fall- ing Down gekk af göflunum – og sú ágæta ræma er frá árinu 1993. Raunar hefur forsvarsmönnum McDonald’s snúist mjög hratt hugur en í febrúar síðastliðnum var upplýst á samskiptamiðlinum Twitter að grillin á útsölustöð- unum rúmuðu hreinlega ekki morgunverð og hádegisverð á sama tíma. Mögulega hefur þetta eitthvað með versnandi afkomu risans að gera. Talsmaður McDonald’s sagði í vikunni að grannt verði fylgst með tilrauninni í San Diego og gefist hún vel sé ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á þessa þjónustu á heimsvísu fljótlega. SKYNDIBITAKEÐJA BREGST VIÐ VILJA VIÐSKIPTAVINA Mcmorgunverður allan sólarhringinn Mcmúffa: Girnileg í morgunsárið. Michael gamli Douglas tapar áttum í Falling Down um árið. Robert Parker, einn virtasti vín- smakkari heims, upplýsir í viðtali við breska blaðið The Independent að hann hafi smakkað um 350 þúsund víntegundir um dagana – að lág- marki. „Ég stend enn uppréttur og lifrin virkar ljómandi vel,“ segir hann létt- ur í bragði. „Ég tek mjólkurþistil út af lifrinni og reyni líka að drekka þrisvar sinnum meira vatn en vín. Hafi ég verið að smakka drekk ég yfirleitt ekki vín um kvöldið.“ Spurður hvort hann muni eftir öll- um vínunum sem hann hafi smakkað um dagana svarar Parker því til að svo sé ekki, hann gleymi öllum sem séu í meðallagi. Í samtalinu kemur einnig fram að Parker heldur sig fjarri öllum vín- framleiðendum til að draga ekki úr trúverðugleika sínum. Hann við- urkennir þó að þekkjast einstaka matarboð lærdómsgildisins vegna. Því hefur verið haldið fram að sumir vínframleiðendur hafi lagað vín sín að smekk Parkers til að fá hærri einkunn. Sjálfur á hann bágt með að trúa þessu. „Það væri að selja sál sína, ég hef engar vísbend- ingar um þetta. Smekkur minn er alls ekki eins svarthvítur og sumir vilja vera láta.“ Þurfa að eldast vel Parker er mest gefinn fyrir vín sem eldast vel og segir það taka áratugi fyrir merki að sanna sig. Mörg yngri vín geti bragðast vel en gæðin verði þó aldrei dæmd fyrr en fram líða stundir. Að lokum blæs Parker á vanga- veltur þess efnis að hann sé farinn að huga að því að setjast í helgan stein. Hann hefur að vísu þurft að hægja aðeins á sér undanfarið vegna bakveiki, þurfti meira að segja að gangast undir aðgerð, en fullyrðir að ástríðan fyrir vínsmökkuninni sé enn sú sama. „Ekki er hægt að hugsa sér neitt verra en að missa bragð- og lyktarskynið og geta ekki lengur neytt áfengis.“ Morgunblaðið/Heiddi VÍNSMAKKARINN ROBERT PARKER Hefur smakkað 350 þúsund víntegundir Vínsmakkarinn rómaði, Robert Parker. AFP Vín er ekki sama og vín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.