Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 47
Gunnar Jónsson leikari, betur þekktur sem Gussi, setur þessa heimspeki sína í páskaeggið: Fátt er flestu betra. Svanhildur Hólm Valsdóttir lög- fræðingur er mikill málsháttasmiður og setti saman nokkra fyrir páskahátíðina: Oft reynast málshættir algjört rugl. Brennt barn þarf að fara á slysó. Stundum er seint fyrr en snemma. Á eftir lægð kemur lægð. Kalt er kattlaust hús. Ívar Páll Jónsson, leikskáld og sér- fræðingur á samskiptasviði Landsvirkjunar, stingur eftirfarandi málshætti í páskaeggið: Betur sjá augu en eistu. Bryndís Björgvinsdóttir rithöf- undur segir málsháttinn sinn vera fyrir þá sem vakna gjarnan súrir og kvíðnir fyrir deginum: Enginn er verri þ ótt hann vakni. 5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Þorsteinn Guðmundsson, grínisti með meiru vildi setja þrjá máls- hætti í páskaeggið: Að horfa upp á prófílmynd felur undirhökuna. Nærbuxur eru val, ekki skyld a. Betra er kynlíf en hrökkbrauð. Oft getur læk lýst upp dimman dag. Bergsteinn Sigurðsson útvarps- maður bjó til málshátt í kringum Facebook-tilveruna. Sigmar Vilhjálmsson, sem er betur þekktur sem Simmi, eigandi Hamborgara- fabrikkunnar, er höfundur svohljóðandi málsháttar: Þú færð aldrei annað tækifæri á fyrstu hughrif. Sigríður Arnardóttir, rithöfundur og útvarpskona, betur þekkt sem Sirrý, setti saman málshátt: Góð samskipti er u eins og borðten nis. Ping pong – gefa o g þiggja, spyrja og hlusta. Betri er kjúklingur í feiti en feitur kjúklingur. Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur samið málshætti og á einn eftirlætis úr eigin smiðju sem hann samdi fyrir hljómsveit sína Brim og þá sem Bibbi Barti: Edda Hermannsdóttir, aðstoðar- ritstjóri Viðskiptablaðsins, setti saman málsháttinn: Þær sletta brjóstunum sem hafa þau. Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, orðar máls- hátt sinn svo: Oft ber sú mesta skömm sem minnst hefur til hennar unnið. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari á þessa páskaeggjaspeki og þótt máls- hátturinn sé einkum ætlaður þeim sem eru á tónleikum má yfirfæra hann á fleira: Ef þú kannt textann, ekki syngja með. Þetta eru atvinnumenn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.