Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 Í dag býr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Istanbúl. Hún og Hjörleifur, maðurinn hennar, leigja huggulega íbúð mið- svæðis í borginni. Út um stofuglugg- ana má sjá mínarettur Ægisifjar og stöðugan straum skipa upp og niður Bospó- russund. Ingibjörg unir sér vel hjá Tyrkjunum og það má greinilega heyra á henni að hún saknar þess ekki að vera í sviðsljósinu á Ís- landi. Hún kvaddi stjórnmálin í janúar 2009, þá utanríkisráðherra og leiðtogi Samfylking- arinnar. Brotthvarf Ingibjargar skrifaðist bæði á það pólitíska fárviðri sem geisaði á landinu í kjölfar hrunsins margumtalaða og alvarleg veikindi en hún hafði einnig greinst með æxli í heila og þurfti að gangast undir erfiðar skurðaðgerðir. „Fyrsta árið var ég í rauninni bara að safna kröftum og á árunum 2010 og 2011 var ég ósköp lítið annað að gera en að spá og spekúlera. Það var svo sem ágætur tími en ég þurfti að hafa fyrir salti í grautinn og svo þegar ég sá auglýst starf fulltrúa UN Wo- men í Afganistan sótti ég um og hreppti starfið. Ég hefði kannski ekki þurft að sækja svona langt en eftir það sem á undan var gengið hafði ég þörf fyrir að láta á það reyna hvers ég væri megnug ein og óstudd.“ Kabúl: Eins og skand- inavískt fangelsi Í nóvember 2011 lendir Ingibjörg í Kabúl og stýrði þar starfi UN Women í tvö ár. Ingi- björg lýsir vistinni þannig að hún hafi hvorki verið auðveld né erfið. „Allar alþjóðastofn- anir og starfsmenn þeirra voru í húsaþyrp- ingu á víggirtu svæði. Þetta var eins og her- stöð og minnti mig helst á herstöðina í Keflavík meðan hún var og hét. Þarna býr fólk og starfar og það er séð fyrir flestum hlutum, en ekki í myndinni að fara út fyrir þetta svæði nema í brynvörðum bíl. Einn ágætur indverskur kunningi minn sagði að hann héldi að svona væri vistin í skandinav- ísku fangelsi. Það fór ágætlega um fólk, allir með sínar prívat vistarverur en það fór eng- inn út fyrir svæðið að tilefnislausu.“ Ingibjörg dvaldi þarna ein, en á sex vikna fresti fékk hún ferðafrí og notaði þá tæki- færið til að heimsækja Hjörleif og ferðast. Hún lét fjarbúðina ekki mikið á sig fá. „Fólk gerir þetta nú og það er ekkert mál að sætta sig við þetta í ákveðinn tíma. Mér varð hugs- að til íslensku sjómannanna sem þurfa sumir að vera í burtu frá ástvinum sínum í lengri tíma. Þetta er í raun ekkert öðruvísi þó að aðstæður séu aðrar.“ Ingibjörg ber Afgönum vel söguna. Hún segir þá yndislegt fólk, gestrisið og hjálp- legt. „Hins vegar er ákveðinn vandi að vinna í svona umhverfi þar sem mjög margir hafa í farteskinu reynslu af stríðsátökum, ýmist sjálfir eða gegnum einhverja sem eru þeim nákomnir. Þeir sem hafa upplifað svona miklar hörmungar eru yfirleitt með ör á sál- inni og það þarf ekki mikið til að rífa upp sárið á ný. Það er mikilvægt að umgangast slíkt fólk af virðingu og skilningi.“ Hugrakkar konur stíga fram Eins og í svo mörgum öðrum löndum í þess- um heimshluta er hlutur afganskra kvenna bágborinn og karlarnir sem ráða. Ingibjörg segist aldrei hafa fundið fyrir því að afg- anskir ráðamenn kæmu öðruvísi fram við hana vegna kynferðisins. „Við konurnar sem störfuðum þarna á vegum alþjóðastofnana vorum svolítið stofnanagerðar í augum heimamanna, fyrst og fremst séðar sem fulltrúar okkar samtaka og varla sem konur. Afganskar konur eru í mun verri og hættu- legri stöðu en við erlendu kvenstarfsmenn- irnir nokkurn tímann og ég dáðist mjög að hugrekki og þreki afganskra kvenna sem stíga fram og eru boðberar hugmynda kven- frelsis og jafnréttis.“ Aðspurð hvað standi upp úr frá Kabúl- dvölinni nefnir Ingibjörg þegar hún fékk for- seta þingsins á sveif með sér. „Árið 2009 setti Hamid Kharzai bráðabirgðalög um of- beldi gegn konum. Þessi lög höfðu veitt afg- önskum konum ákveðna vernd en þau kveða á um skyldur hins opinbera til að taka á málaflokknum og veita konum ákveðna þjón- ustu og vernd. Vitaskuld er mikið bil á milli texta laganna og framkvæmdarinnar, en lög- in engu að síður mikilvægt tæki,“ útskýrir Ingibjörg. „Auðvitað eiga bráðabirgðalög á endanum að fara inn á þingið til afgreiðslu. Þegar sá dagur rann upp var hins vegar óljóst hvort lögin yrðu samþykkt eða hreinlega felld úr gildi af íhaldssömum öflum á þinginu. Ég fór á fund þingforsetans og fór þess á leit við hann að ef hann mæti það svo að líklegt yrði að lögin yrðu felld þá myndi hann draga frumvarpið til baka og senda aftur til þing- nefndar. Sem hann svo gerði þegar á hólm- inn var komið því þegar málið var tekið til umræðu stóð þar upp hver íhaldsmaðurinn á fætur öðrum og andmælti þessum lögum sem þeir töldu í andstöðu við íslam. Þarna held ég að það hafi haft tölvuert að segja að ég hafði þennan pólitíska bakgrunn, og gat því nálgast þingforsetann á þeirri forsendu en ekki bara sem starfsmaður SÞ.“ Istanbúl: Hlutverk kvenna í uppbyggingu samfélagsins Ingibjörg hefur verið í Istanbúl í hálft annað ár og eru tvö ár til viðbótar eftir af ráðning- arsamningnum. Þar stýrir hún umdæm- isskrifstofu UN Women fyrir Evrópu og Mið-Asíu. Beinist starfið einkum að hlut kvenna í Mið-Asíulöndum, „stan-löndunum“ Vegferð Ingibjargar LIÐIN ERU SEX ÁR SÍÐAN INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR KVADDI ÍSLENSKA PÓLITÍK. ÞAR MEÐ LAUK RÖSKLEGA ÞRIGGJA ÁRATUGA DVÖL Í ELDLÍNU STJÓRNMÁLANNA, VEGFERÐ SEM HÓFST ÁRIÐ 1977 ÞEGAR INGIBJÖRG VARÐ FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS. SEM BORGARSTJÓRI, ALÞINGISMAÐUR OG RÁÐHERRA ÁTTI HÚN BÆÐI ANDSTÆÐINGA OG AÐDÁENDUR OG Í VIÐTALI SEGIR HÚN AÐ ÞAÐ HAFI TEKIÐ SINN TOLL AÐ VERA OPINBER PERSÓNA Í SVONA LANGAN TÍMA. HÚN RÆÐIR UM NÝJA KAFLANN Í LÍFINU, SEM STARFSMAÐUR UN WOMEN, DVÖLINA Í KABÚL OG ISTANBÚL, ANDLITSBLÆJUBANN, OG HVERS VEGNA HÚN HEFUR ENGAN HUG Á AÐ SNÚA AFTUR Í STJÓRNMÁLIN. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ingibjörg Sólrún hefur skoðanir bæði á byggingu mosku og banni á andlitsblæjum. „Við eigum að virða þann rétt og ekki gera trúariðkun fólks tortryggilega, en við eigum ekki heldur að samþykkja það að fram fari neins konar hatursáróður í nafni trúarinnar, eða að á Íslandi taki sér bólfestu skoðanahópar sem ala á andúð í garð þeirra sem ekki samsinna þeim. Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.