Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 svo sterkt í dag hvað því fylgir mikill af- sláttur af lífsgæðum að vera opinber persóna og hvað ég gaf mikinn afslátt af lífsgæðum mínum þennan langa tíma sem ég tók þátt í stjórnmálunum.“ Það er snúið að orða það nákvæmlega hvað bjátar á í íslenskum stjórnmálum. Ingi- björg tekur undir að mikil fylgisaukning Pí- rata upp á síðkastið stafi kannski ekki síst af því að flokkurinn hefur ekki enn látið mótast af íslensku pólitísku átakahefðinni, heldur nær að standa fyrir utan hana. Ingibjörg heldur því fram að engin „um- ræða“ eigi sér lengur stað um hugmyndir og hugsjónir og flokkarnir hafi ekki nægilega skýra sýn á hvað þeir standa fyrir. „Þeir sem eru í forystu í íslenskum stjórnmálum – og þá á ég við alla þá sem sitja á Alþingi – ættu að leggja sig fram um að standa fyrir upplýstri pólitískri umræðu og reyna að koma hugsjónum sínum og hugmyndum á framfæri við umbjóðendur sína. Þeir skulda kjósendum sínum það.“ Hinn gamli flokkur Ingibjargar er ekki undanþeginn gagnrýninni. Í tengslum við ný- afstaðinn landsfund Samfylkingarinnar lét Ingibjörg í ljós þá skoðun sína að framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni hefði verið misráðið og kom það ýmsum á óvart. „Ábending mín, sem var sett fram eftir að kosning hafði farið fram, byggðist á því að flokkurinn hefur mótað sér aðferð um hvernig flokksformaður skuli kos- inn lýðræðislega af flokksfólki og framboð Sigríðar Ingibjargar var á skjön við þá að- ferð. Þetta var eiginlega að stytta sér leið að formannsframboði, sem mér finnst ekki til fyrirmyndar. Ef Sigríður hefði unnið for- mannskjörið með einu atkvæði, en ekki Árni, hefðu bæði hún sjálf og flokkurinn verið í miklum vanda. Það er líka mikil einföldun að halda að vandi Samfylkingarinnar liggi í for- manninum. Vandinn er talsvert dýpri og út- heimtir heiðarlega greiningu en ekki upp- hrópanir og aftökur.“ Glötuð tækifæri sátta og sannleiks Kannski landsdómsmálið lýsi vel þeim vanda sem hrjáir íslenska stjórnmálamenningu og hvernig átökin eru með þeim hætti að allir virðast tapa. Landsdómsmálið setti mark sitt á endalok stjórnmálaferils Ingibjargar og á tímabili var mögulegt að Ingibjörg yrði jafnvel sjálf dregin fyrir dómstóla. Á endanum var Geir H. Haarde einn ákærður. Ingibjörg segir það hafa verið alvarleg mistök að kæra forsætisráðherra til Lands- dóms. Það hafi engu skilað en kynt undir pólitískri heift og átökum. „Ýmsum finnst að ég hefði líka átt að fara fyrir Landsdóm, þrátt fyrir niðurstöðu rannsóknarnefnd- arinnar um að ég hefði ekki brotið af mér í starfi, en það hefði ekki gert málið neitt betra. Þessi ákæra var byggð á mjög veikum lagagrunni og þess vegna var þetta dómsmál réttarfarslega og siðferðilega rangt. Að auki var þetta pólitískt rangt vegna þess að tæki- færinu til að gera upp við þá pólitík sem leiddi til hruns var glutrað niður af fólki sem sást ekki fyrir,“ segir hún. „Málið varð að pólitískri aðför að einstaklingi. Í stað þess að við gerðum upp við hrunið, og þá fjölmörgu aðila sem áttu þátt í að móta þá pólitík og það kerfi sem á endanum hrundi, var allur fókusinn settur á þá einstaklinga sem voru í ríkisstjórn síðustu mánuðina fyrir hrunið.“ Að mati Ingibjargar hefði verið réttast að setja á laggirnar einhvers konar sannleiks- og sáttanefnd. „Að sækja mál fyrir Lands- dómi var til mikilla óheilla og situr eins og fleinn í holdi margra þeirra sem þar áttu hlut að máli. Þar eru allir meiddir, ekki síður þeir sem stóðu að kærunni en hinir sem voru settir á sakamannabekkinn. Nú er tækifærið glatað og orðið of seint að gera upp við hrunið á réttan hátt.“ Hugmyndafræði þriggja áratuga Ingibjörg fagnaði á dögunum sextugsafmæli sínu og af því tilefni gaf Samfylkingin út bókina Mín eigin orð. Þar hefur verið safnað saman úrvali blaðagreina, ritgerða og ræða Ingibjargar frá síðustu tveimur áratugum. Kannski má líta á bókina sem lokatiltekt, þar sem hún leyfir hugmyndum sínum að birtast eins og þær voru settar fram, án þess að pólitísk samtímamál liti hvernig orð henn- ar eru túlkuð. Í bókinni er t.d. Borg- arnesræðan fræga endurbirt í heild, en Ingi- björg segir margar einkennilegar sögur hafa verið lengi á kreiki um um hvað ræðan fjallaði í raun. „Með þessari bók vildi ég reyna að koma á framfæri þeim pólitísku hugmyndum sem ég setti fram um samfélagið á þessum tuttugu árum, greina frá sýn minni á stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu, hvernig við eigum að nota lýðræðið, hvaða máli skiptir að leggja áherslu á jafnrétti kynjanna og standa vörð um jafnaðarstefnuna. Þetta eru orð mín eins og þau voru á hverjum tíma en ekki eft- iráskýringar.“ Bókinni er hins vegar ekki ætlað að greiða leiðina aftur inn í íslenskt stjórnmálalíf. Ingi- björg segist „búin með sinn skammt“. Á dögunum fór af stað hópur á Facebook þar sem skorað var á Ingibjörgu að bjóða sig fram til embættis forseta í kosningunum 2016. Ingibjörg segir þetta undarlegt uppá- tæki, segist ekki taka þetta í mál og sig langi ekki til að lifa lífinu aftur sem opinber persóna. Hún fæst heldur ekki til að nefna möguleg forsetaefni. „Vandamálið er að við erum með stjórnarskrárferli í upplausn og starfslýs- ingin liggur ekki skýrt fyrir. Við eigum marga frambærilega einstaklinga en það er ekki hægt að segja hver hentar best í emb- ættið því að mjög ólíkar hugmyndir eru meðal fólks um hvert eigi að vera hlutverk forseta Íslands. Ef aðalatriðið er að tala er- lend tungumál og koma vel fyrir eru ófáir sem koma til greina, en það hangir meira á spýtunni þó að ekki sé alveg ljóst á þessum tímapunkti hvað það er nákvæmlega. Ég held að það sé ekki hægt að slá því á frest að ræða inntak forsetaembættisins en því miður virðist engin sátt ríkja um það emb- ætti frekar en aðrar stofnanir samfélagsins.“ Aðspurð hvað stendur uppúr úr starfinu í Kabúl nefnir Ingibjörg þegar tókst að koma í veg fyrir að lög um ofbeldi gegn konum yrðu felld úr gildi. Hér er hún með Abdul Rauf Ibrahimi þingforseta. Ingibjörg tekur þátt í að opna markaðinn í Kauphöllinni í Istanbúl 6. mars. Þennan dag tóku kaup- hallir víða um heim höndum saman með UN Women að minna á mikilvægi jafnréttis. Starfinu fylgja margar opnunarathafnir. Hér klippir Husn Banu Ghazanfar, ráðherra kvennamála í Afganistan, á borða og Ingibjörg fylgist með. „Við konurnar sem störfuðum þarna á vegum alþjóðastofnana vorum svolítið stofnanagerðar í aug- um heimamanna, fyrst og fremst séðar sem fulltrúar okkar samtaka og varla sem konur,“ segir Ingi- björg um viðmót karlmanna í Afganistan. Klippt á borða í Parwan-héraði. „Einn ágætur indverskur kunningi minn sagði að hann héldi að svona væri vistin í skandinavísku fangelsi,“ segir Ingibjörg um dvölina í Kabúl. Hér er hún á skrifstofu sinni þar, með vinalegan gest.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.