Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Side 64
SUNNUDAGUR 5. APRÍL 2015 Ferðamálayfirvöld í Tyrklandi eru greinilega vandlát en á dögunum var upplýst að þau hefðu sagt upp samningi við leikkonuna Julianne Moore, þar sem frammistaða hennar í kynningarmyndbandi fyrir land og þjóð þótti ekki boðleg. Moore hlaut sem kunnugt er Óskars- verðlaunin fyrr í vor fyrir frammistöðu sína í kvikmynd- inni Still Alice. Forsaga málsins er sú að Moore var ráðin til að taka þátt í auglýsingaherferðinni en þegar ferðamálayfirvöld í Tyrklandi sáu útkomuna kröfðust þau þess að leik- konan kæmi aftur í upptökur, þar sem leikur hennar væri alls ekki nógu góður, að því er fram kemur í The Hurriyet Daily News. Þar sem Moore tók þetta ekki í mál var samningi rift og hætt við herferðina. Hlutverk Moore mun hafa verið að sitja í flugvél og rifja upp fyrri kynni af Tyrklandi. Meiningin mun hafa verið að höfða til enskumælandi ferðamanna. Auglýsing- arnar voru teknar upp í Los Angeles. Moore hreppti Óskarsverðlaunin í fyrsta sinn á þessu ári sem besta leikkona í aðalhlutverki. Það var varla til- viljun en hún hafði verið tilnefnd fjórum sinnum áður. Mögulega eru ferðaauglýsingar ekki hennar tebolli. Julianne Moore hlýtur að vera súr! AFP FERÐAMÁLAYFIRVÖLD Í TYRKLANDI Þótti leikur Julianne Moore ekki boðlegur Páskarnir 1950 voru draumur fyrir útivistarfólk en þá fór saman mikill snjór í fjöllum og hlýindi. „Nú er far- ið að lengja daginn,“ sagði í frétt Morgunblaðsins, „og þegar sólin skín er heitt á fjöllum. Það má því gera ráð fyrir að hundruð og jafnvel þús- undir Reykvíkinga taki sjer þessar ungu stúlkur til fyrirmyndar og leiti til fjallanna á sunnudögum og öðrum frídögum á meðan nokkurn snjó er að finna.“ Í annarri frétt á sömu blaðsíðu kom raunar fram að skíðaunnendur þyrftu ekki að kvarta undan snjóleysi í nágrenni höfuðstaðarins. „Jafnvel hefur snjóað svo mikið að suma skíðaskálana hefur nær fennt í kaf.“ Skíðamót Íslands fór fram á Siglufirði páskahelgina 1950 og af- takaveður á laugardeginum setti strik í reikninginn. Var þó komið vel fram í apríl. Sem betur fer tókst að ljúka mótinu á páskadag. GAMLA FRÉTTIN Notið snjóinn! Þessar stöllur nutu veðurblíð- unnar í skíða- brekkunni fyrir 65 árum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Rose Byrne leikkona Karítas Sveinsdóttir hönnuður Sharon Tate leikkona 79.900 kr. Svefnsófimeð legubekk. Dökk- eða ljósgrátt áklæði. L 225 xD151cm. Svefnflötur 140 x197cm.Hægt er aðhafa legubekkinnhægra eða vinstramegin. 79.900kr. Savona-svefnsófi Svart skilti með hvítum texta. 30 x 20 x 6 cm. 3.995 kr. Think outside-skilti 3.995 kr. Allt fyrir FERMINGUNA 24.995 kr. Sæng135 x 200 cm. 85% fjaðrir og 15% dúnn. 900g 24.995 kr. Dream-sæng MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM SÆNGUM 16.900 kr. Svartur stóll með textílleðri. 16.900 kr. Bello-skrifborðsstóll 9.995 kr. 18.900 kr. Fjólublár hnöttur. 20 cm. 9.995 kr. Globe-hnöttur 140x200/60x63 cm. Bómull. 6.995 kr. Black tree-rúmföt Skemill með geymslu. 9.995 kr. Woodie-skemill Fjögur herðatré í pk. Ýmsir litir. 795 kr./pk. Coathanger-herðatré Hillameð5 hillum. Hvítur eikarspónn. H182 cm. 18.900 kr. Writex-hilla 9.995 kr. 6.995 kr. 795 kr. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Breyttur afgreiðslutími um páskana: Laugardagur 10 - 18, Páskadagur. LOKAÐ, Annar í páskum. 12 - 18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.