Reykjalundur - 01.06.1958, Page 16

Reykjalundur - 01.06.1958, Page 16
— hún sat inni aö lesa, en pabbi hennar svaf á legubekknum. Allt i einu þýturhann œpandi upp--- Ég óskaði þess heitt, að ég væri orðinn að ofurlitlum kanarífugli — og meira að segja datt mér hálft í hvoru í hug, að telja þeim trú um að svo væri. Það er ótrúlegt, hvað ég get stundum talið fólki trú um. „Ekki skrúfum — heldur vatnspípum!“ sagði ég. „Vatnspípum?“ „Já, það eru þessar bölvaðar vatnsleiðslur — og svo öll líkin. Mig hlýtur að hafa verið að dreyrna!11 „Já, já“, svaraði hreppstjórinn vingjarn- lega, „Það hlýtur að vera svo!“ Hann hélt upp með kassann undir hend- inni. Við komum á eftir honum. Þarna beið konan mín. Hreppstjórinn leit alvarlega á hana. „Hafið þér tekið eftir nokkru sérstöku í fari mannsins yðar í dag?“ „Nei!“ svaraði hún ákveðin. „Hefur hann ekki verið neitt — ja, neitt undarlegur í framkomu?" „Jú, auðvitað! En ekkert venju fremur“. „En hvað þér hljótið að lifa skemmtilegu lífi! — Ég veit fjárann ekki, hvað ég á að gera í sambandi við þennan „mesta glæp í norskri sakamálasögu". — Hefur hann nokk- uð minnst á lík?“ „Ekki einu orði!“ Ég starði agndofa á hana. Hún getur ekki sagt ósatt. Henni var semsagt ókunnugt um þessi lík — sem raunar fyrirfundust hvergi. „Heyrðu“, sagði ég vandræðalega, „líkin þú veizt, líkin, sem ég minntist á við þig“. „Vitleysa!“ hrópaði hún. „Hvaða lík?“ „Það er víst von þú spyrjir“, stundi ég, „ég veit ekki meira en þið um þessi lík!“ „Ég skil hvorki upp né niður“, sagði hún. „Ég var á rjátli úti við, þegar dóttir okkar kemur hlaupandi og segir að pabbi sé að hringja í hreppstjórann — hún sat inni að lesa, en pabbi hennar svaf á legubekknum. Allt í einu þýtur hann æpandi upp og hleyp- ur að símanum. — Nú, þegar ég kom inn, voruð þið allir niðri í kjallara í hávaðasam- ræðum um einhvern kassa. Hvað er athuga- vert við hann? — Mér sýnist þetta vera ó- sköp venjulegur kassi!“ Ég settist varfærnislega á umræddan kassa. Mig hafði þá dreymt þetta allt saman! Það var eins og ég hefði fengið byssukúlu í haus- inn og hann sprungið með heljargný. Aug- un kastast út úr augnatóftunum og svifu eins og stjörnur úti í geimnum.... En það sem ég vildi semsé sagt hafa er þetta: „Það er hægt að komast hjá öllum slíkum ósköpum, bara með því að verða sér úti um skóflu og ganga úr skugga um, hve djúpt vatnsleiðslan er grafin — áður en mað- ur tekur hús á leigu!“ (Lauslega þýtt). 14 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.