Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 16

Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 16
— hún sat inni aö lesa, en pabbi hennar svaf á legubekknum. Allt i einu þýturhann œpandi upp--- Ég óskaði þess heitt, að ég væri orðinn að ofurlitlum kanarífugli — og meira að segja datt mér hálft í hvoru í hug, að telja þeim trú um að svo væri. Það er ótrúlegt, hvað ég get stundum talið fólki trú um. „Ekki skrúfum — heldur vatnspípum!“ sagði ég. „Vatnspípum?“ „Já, það eru þessar bölvaðar vatnsleiðslur — og svo öll líkin. Mig hlýtur að hafa verið að dreyrna!11 „Já, já“, svaraði hreppstjórinn vingjarn- lega, „Það hlýtur að vera svo!“ Hann hélt upp með kassann undir hend- inni. Við komum á eftir honum. Þarna beið konan mín. Hreppstjórinn leit alvarlega á hana. „Hafið þér tekið eftir nokkru sérstöku í fari mannsins yðar í dag?“ „Nei!“ svaraði hún ákveðin. „Hefur hann ekki verið neitt — ja, neitt undarlegur í framkomu?" „Jú, auðvitað! En ekkert venju fremur“. „En hvað þér hljótið að lifa skemmtilegu lífi! — Ég veit fjárann ekki, hvað ég á að gera í sambandi við þennan „mesta glæp í norskri sakamálasögu". — Hefur hann nokk- uð minnst á lík?“ „Ekki einu orði!“ Ég starði agndofa á hana. Hún getur ekki sagt ósatt. Henni var semsagt ókunnugt um þessi lík — sem raunar fyrirfundust hvergi. „Heyrðu“, sagði ég vandræðalega, „líkin þú veizt, líkin, sem ég minntist á við þig“. „Vitleysa!“ hrópaði hún. „Hvaða lík?“ „Það er víst von þú spyrjir“, stundi ég, „ég veit ekki meira en þið um þessi lík!“ „Ég skil hvorki upp né niður“, sagði hún. „Ég var á rjátli úti við, þegar dóttir okkar kemur hlaupandi og segir að pabbi sé að hringja í hreppstjórann — hún sat inni að lesa, en pabbi hennar svaf á legubekknum. Allt í einu þýtur hann æpandi upp og hleyp- ur að símanum. — Nú, þegar ég kom inn, voruð þið allir niðri í kjallara í hávaðasam- ræðum um einhvern kassa. Hvað er athuga- vert við hann? — Mér sýnist þetta vera ó- sköp venjulegur kassi!“ Ég settist varfærnislega á umræddan kassa. Mig hafði þá dreymt þetta allt saman! Það var eins og ég hefði fengið byssukúlu í haus- inn og hann sprungið með heljargný. Aug- un kastast út úr augnatóftunum og svifu eins og stjörnur úti í geimnum.... En það sem ég vildi semsé sagt hafa er þetta: „Það er hægt að komast hjá öllum slíkum ósköpum, bara með því að verða sér úti um skóflu og ganga úr skugga um, hve djúpt vatnsleiðslan er grafin — áður en mað- ur tekur hús á leigu!“ (Lauslega þýtt). 14 Reykjalundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.