Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 23

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 23
Myndir frá barnaheimilinu: Efst: Hópur glaðra borgarbarna langt frá skarkala stórborgarinnar. / miðiö: Lífið cr leikur — Neðst: Enginn er vcrri þótt hann vökni. I rúmuðu 500 börn og gátu því tekið við tvö þúsund börnum yfir sumarmánuðina. I sumar heimsótti ég eitt heimilanna, sem er í 200 km. fjarlægð frá Helsinki. Þar voru saman komin 80 börn á aldrinum 7—14 ára. Heimilið er á fögrum stað, umkringt skógi á þrjá vegu, en stórt vatn framan við það. Börnin komu hlaupandi að bílnum, brún og hraustleg. Þau skildu mig ekki og ég ekki þau, en andlit þeirra geisluðu af ánægju og augun Ijómuðu: Þetta voru allt borgarbörn, sem nutu þarna lífsins frjáls og glöð, laus við áhyggjur og hættur stórbæjanna. Síðar um daginn kveiktu stjórnendurnir varðeld og börnin önnuðust sjálf skemmtiatr- iðin, sem voru mörg og vöktu kátínu allra, sem viðstaddir voru. Mér varð hugsað heim til íslands og mæðr- anna þar, sem allan ársins hring verða að vinna erfið heimilsstörf og enga möguleika hafa til að hvíla sig, þótt heilsan sé lítilfjör- leg. Hvílíkur munur það væri, ef S.I.B.S. eða félagsdeildir þess, gætu komið á fót slíkum heimilum og leyft börnunum að dvelja þar mánaðartíma að sumrinu, við svipuð skilyrði og þessi börn hafa í Finnlandi. Finnska berklavarnasambandið á við meiri erfiðleika að stríða en við, en hefir samt gefið sér tíma til að sinna mæðrunum, sem barizt hafa við heilsuleysi. Vissulega munum við reyna að feta í fótspor þeirra. G. Löve. Reykjalundur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.