Reykjalundur - 01.06.1958, Page 23

Reykjalundur - 01.06.1958, Page 23
Myndir frá barnaheimilinu: Efst: Hópur glaðra borgarbarna langt frá skarkala stórborgarinnar. / miðiö: Lífið cr leikur — Neðst: Enginn er vcrri þótt hann vökni. I rúmuðu 500 börn og gátu því tekið við tvö þúsund börnum yfir sumarmánuðina. I sumar heimsótti ég eitt heimilanna, sem er í 200 km. fjarlægð frá Helsinki. Þar voru saman komin 80 börn á aldrinum 7—14 ára. Heimilið er á fögrum stað, umkringt skógi á þrjá vegu, en stórt vatn framan við það. Börnin komu hlaupandi að bílnum, brún og hraustleg. Þau skildu mig ekki og ég ekki þau, en andlit þeirra geisluðu af ánægju og augun Ijómuðu: Þetta voru allt borgarbörn, sem nutu þarna lífsins frjáls og glöð, laus við áhyggjur og hættur stórbæjanna. Síðar um daginn kveiktu stjórnendurnir varðeld og börnin önnuðust sjálf skemmtiatr- iðin, sem voru mörg og vöktu kátínu allra, sem viðstaddir voru. Mér varð hugsað heim til íslands og mæðr- anna þar, sem allan ársins hring verða að vinna erfið heimilsstörf og enga möguleika hafa til að hvíla sig, þótt heilsan sé lítilfjör- leg. Hvílíkur munur það væri, ef S.I.B.S. eða félagsdeildir þess, gætu komið á fót slíkum heimilum og leyft börnunum að dvelja þar mánaðartíma að sumrinu, við svipuð skilyrði og þessi börn hafa í Finnlandi. Finnska berklavarnasambandið á við meiri erfiðleika að stríða en við, en hefir samt gefið sér tíma til að sinna mæðrunum, sem barizt hafa við heilsuleysi. Vissulega munum við reyna að feta í fótspor þeirra. G. Löve. Reykjalundur 21

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.