Húnavaka - 01.05.1970, Page 9
HÚNAVAKA
7
SIGURÐUR NORDAL er fædd-
ur 14. sept. 1886 að Eyjólfsstöð-
um í Vatnsdal. Foreldrar lians
voru Jóhannes Nordal, síðar ís-
hússtjóri í Reykjavík og Björg
Jósefina Sigurðardóttir.
Sigurður lauk stúdentsprófi í
Reykjavík 1906, mag. art. prófi
frá Kaupmannahafnarháskóla
1912 og doktorsprófi í heim-
speki frá sama skóla 1914. Enn-
fremur stundaði hann fram-
haldsnám í heimspeki í Berlín
1916 og Oxford 1917—18.
Sigurður varð prófessor í íslenzkri málfræði og menningarsögu við Há-
skóla íslands 1918 og gegndi rektorsembætti 1922—23. Hann varð sendi-
herra íslands í Kaupmannahöfn 1951—57.
Sigurður hefur haldið fjölda fyrirlestra í ýmsum háskólum á Norður-
löndum, í Bretlandi og Ameríku, allt frá árinu 1925.
Hann var formaður Menntamálaráðs 1928—31 og í byggingarnefnd Há-
skóla íslands 1936—40, auk fleiri trúnaðarstarfa, sem ekki verða talin hér.
Sigurður er heiðursdoktor a. m. k. 5 erlendra háskóla og Háskóla íslands;
þá er hann lieiðursfélagi í fjölda mörgum félögum, m. a. Húnvetningafé-
laginu í Reykjavík. Hann hefur hlotið fjölda heiðursmerkja, innlendra og
útlendra, m. a. stórriddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu með stjörnu.
Sigurður hefur skrifað mikið og séð um útgáfu margra rita og ritverka.
Fornar ástir, sögur eftir hann komu út 1914 (2. útg. 1949). Líf og dauði, 6
útvarpserindi, flutt 15. febr. til 17. marz 1940, sem vöktu mikla athygli,
komu út sama ár (2. útg. 1966). íslenzk menning I, kom út 1942, Áfangar
I—II 1943; Uppstigning, sjónleikur, 1946; Skottið á skugganum, vísur og
kvæði (prentað sem handrit), 1950. Er hér aðeins nokkuð af frumsömdum
ritum hans nefnt, en það sýnir ljóst fjölhæfni á mörgum sviðum íslenzks
máls.
Seinni kona hans (20. maí 1922) er Ólöf Jónsdóttir yfirdómara í Reykja-
vik Jenssonar.