Húnavaka - 01.05.1970, Page 12
10
HÚNAVAKA
bókum sínum. Það er ekki mikið safn, en verðmætt vegna nokkurra
fágætra íslenzkra bóka. Bækur þær, sem hann ánafnaði Þingeyra-
kirkju, murtu eingöngu hafa verið erlendar, nema að því leyti sem
þar hafa verið hækur þær um íslenzk efni, sem Guðbrandur sjálfur
hafði átt hlut að (Orðabókin, Sturlunga, Corpus poeticum Boreale).
Þetta bókasafn var því lítt til þess fallið að koma heimafólki á staðn-
um eða sóknarmönnum að verulegum notum. Ekki var það heldur
til prýði sem kirkjugripir og vafasamt, hvort nokkur sæmileg geymsla
hefur verið til fyrir það. Þess vegna má telja afsakanlegra að farga
því en sumu öðru, sem selt var úr kirkjunni, einkanlega fyrst and-
virðinu var að mestu varið til þess að hæta henni missi stóru klukk-
unnar.
III.
Mér er fyrsta koma mín að Þingeyrum, sumarið 1895, harla minn-
isstæð, enda var munur Þingeyrakirkju og þeirra húsa, sem eg hafði
áður séð, furðulega mikill. Síðan hefur mér aldrei verið sársauka-
laust að sjá, að líkneski Krists og postulanna tólf, sem prýddu kirkj-
una, skuli vera horfin af sínum stað. Þau lentu reyndar loks í Þjóð-
minjasafni og eru þar vel geymd, þótt undarlegt sé að horfa á þau
sem hluta af nýsmíðuðum skáp. Eg hef stundum látið mér til hugar
koma, hvort ekki væri verjandi að afhenda þau kirkjunni aftur,
þótt ekki væri til eignar (þar sem þau eru gefin safninu með erfða-
skrá), heldur einungis til geymslu. Vitanlega yrði þá um leið að
gera strangar kröfur til þess, að tryggilega væri að þeim búið, bæði
að því er tekur til eldvarna og vörzlu kirkjunnar, sem nú er nokkuð
ábótavant. Sá flutningur mundi ekki gera tilfinnanlegt skarð í
Þjóðminjasafn, svo auðugt sem það er að dýrmætum kirkjugripum.
En Þingeyrakirkja mundi við það fá sinn fyrri svip og myndirnar
njóta sín betur en í safninu.
Á Þingeyrum var stofnað fyrsta klaustur á íslandi, og þar var um
tíma eitt helzta lærdómssetur landsins og gróðrarreitur íslenzkra
fornmennta. Síðan hafa örlög þessa staðar verið allmisjöfn, því að
stundum hefur hann verið svo setinn sem slíku höfuðbóli var sam-
boðið og stundum komizt í sorglega niðurníðslu. Hefur þar á síðari
tímum miklu meira rask verið gert en vel sæmir, t. a. m. er sléttað
var yfir hinn geysistóra kirkjugarð, sem enn var óraskaður 1895. En