Húnavaka - 01.05.1970, Síða 14
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR:
HUGSAÐ HEIM
Erindi flutt á árshátíð Húnvetningafélagsins i Reykjavik,
7. marz 1969.
Góðir Húnvetningar! Ég tel mér það til inntekta að formaður
Húnvetningafélagsins skyldi fara fram á það við mig að segja hér
nokkur orð, þegar þið Húnvetningar komið saman til að gera ykkur
dagamun og minnast átthaganna.
Ekki er því til að dreifa, að ég sé innfæddur Húnvetningur, en
ef lengra er skyggnzt liggja rætur mínar í Húnaþing. — Ég minnist
þess, þegar Sigurður skólameistari Guðmundsson kom fyrst til Ak-
ureyrar og tók við stjórn Gagnfræðaskólans á Akureyri, er síðar
varð Menntaskólinn á Akureyri, hafði hann orð um það hve ein-
kennileg örlögin væru. Nú væri hann kominn á Eyrarlandstún með
konu og börn, en frá Eyrarlandi hefði einn forfaðir sinn og nafni
flutt vestur í Húnavatnssýslu snemma á öldinni sem leið. — Sigurð-
ur, forfaðir Sigurðar skólameistara, settist fyrst að á Kaldrana á
Skaga. Rróðir hans, Ólafur, flutti einnig vestur og tók sér bólfestu
á bverá í Hallárdal. Báðar eru jarðir þessar harðbýlar og ekki taldar
til góðjarða héraðsins. Mikil hafa viðbrigðin verið, að koma frá
skjólsælum Eyjafirði á þessar gustjarðir. Sonur Sigurðar á Kaldrana
var Sigurður á Reykjum, afi Sigurðar skólameistara. Ólafur bjó
víða í sýslunni; flutti frá Þverá í Hallárdal eftir tvö ár að Þverá í
Norðurárdal, þar sem hann bjó einnig í tvö ár. Þá flytur hann inn
að Leysingjastöðum og svo að Brekku í Þingi árið 1818. Því næst
lá leiðin fram að Undirfelli í Vatnsdal og svo upp í Svínadal. Bjó
hann á Auðkúlu í tvö ár og Grund í eitt ár, unz hann fer aftur í
Vatnsdalinn og sezt þá að á Gilsstöðum og býr þar til dauðadags,
árið 1858. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona Ólafs var Sigríður Guð-
mundsdóttir, systir Vatnsenda-Rósu, en sú síðari var Steinunn Páls-
dóttir prests á Undirfelli. — Áður en Ólafur fluttist vestur var hann
ráðsmaður hjá Stefáni amtmanni á Möðruvöllum.
Páll Melsteð hefur það eftir foreldrum sínum að mjög oft hafi
verið farið í tvísöngá Möðruvöllum í Hörgárdal hjá afa hans, Stefáni