Húnavaka - 01.05.1970, Page 15
HUNAVAKA
13
amtmanni Þórarinssyni, einkum í rökkrinu á kvöldin. Þar var líka
nóg af söngmönnum. En þar var þó einn sá, er af öllum bar í söng-
listinni, það var ráðsmaðurinn, Ólafur, er seinna bjó á Undirfelli.
Hann tók heyið handa kúnum og var þá stundum mygla í barkan-
um fyrstu versin, sem liann söng, en hún fór við hvert erindi, og
hans hljóð tóku yfir allt, bæði að hæð og fegurð. — Voru þessir
frændur orðlagðir söngmenn þegar vestur kom.
HULDA A. STEFANSDOTTiR
er fædd 1. jan. 1897 á Möðru-
völlum x Hörgárdal. Foreldrar
hennar voru Stefán Stefánsson,
síðar skólameistari á Akureyri
og kona hans, Steinunn Frí-
mannsdóttir. Hulda tók gagn-
fræðapróf á Akureyri 1912, fór
til Danmerkur og stundaði þar
nám við húsntæðraskóla og tón-
listarskóla á árunum 1916—20
og nam auk þess tungumál og
bókfærslu. Kennari við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri var
hixn árin 1921—23.
Hulda giftist 15. júní 1923 Jóni S. Pálmasyni, bónda á Þingeyrum, og
fluttist þá í Húnaþing. Var hún síðan um 20 ára skeið húsfreyja á Þing-
eyrum, en samhliða því kenndi hún flesta vetur unglingum á heimili sínu.
A árunum 1932—37 var hún skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi. Árið
1941 varð hún forstöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur og gegndi því
starfi til ársins 1953. Þá var hún beðin að taka að sér stjórn Kvennaskólans
á Blönduósi og var hún síðan forstöðukona hans til ársins 1967.
Hulda er prýðilega ritfær kona og henni er létt um ræðuflutning. Eru
margar ræður hennar merkar og bera vott um djúpa innsýn í mannlegt
eðli og raungóða þekkingu á skóla og uppeldismálum.
Hulda hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum kvenna, bæði heima í liér-
aði og á stærri vettvangi. — Hún sat lengi í stjórn Sambands norðlenzkra
kvenna og var formaður þess um tíma.
Hulda er nú búsett í Reykjavík.