Húnavaka - 01.05.1970, Side 17
HÚNAVAKA
15
hugur hennar dvaldi oft vestan fjalla. — Hún lýsti fyrir okkur Vatns-
dalnum, sinni heimabyggð, eins og ltverju öðru draumalandi. Þar
draup smjör af hverju strái — hvergi var fegurra — fjöllin tignar-
legri, né grasið grænna. Fólkið var líka svo skemmtilegt, djarft og
frjálsmannlegt. Menn þeystu á gæðingunum með tvo til reiðar jafnt
virka daga sem helga og flestir áttu sinn gæðing og gátu sprett úr
spori „þegar inni var þröngt.“ Það var talsvert öðruvísi fyrir norðan.
A Akureyri var Húnvetningafélag, þegar ég man fyrst eftir
mér. Ég held að það hafi verið eina félagið þar, sem mamma var
meðlimur í. — Vetur hvern voru svo haldin Húnvetningamót. Starf-
aði þessi félagsskapur í sama anda og slík átthagafélög starfa enn
í dag, þ. e. að halda tengslum við sveit sína, greiða götu sveitunga,
er koma til bæjarins, efla samvinnu sýslubúa — og sýna á þann hátt
ræktarsemi við æskustöðvarnar.
Húnvetningamótin voru haldin í samkomusal Boga Daníelsson-
ar, veitingamanns á Akureyri. Var Bogi ættaður frá Kolugili í Víði-
dal og bar mikla tryggð til sinnar sveitar. Kona hans var einnig
Húnvetningur. — Boga var mikið í mun að þessar samkomur færu
vel fram og var veitt af mikilli rausn — ræður fluttar yfir borðum —
lesin kvæði og mikið sungið, — að lokum stiginn dans fram undir
morgun. Ég hlakkaði mikið til þessara hátíðardaga, því enda þótt
við krakkarnir værum of ung til að taka þátt í gleðinni var öruggt
að Siggi litli Þorláksson, sem svo var nefndur, kæmi í heimsókn
daginn eftir, góðglaður á diplómat í 'hvitu vesti og með pípuhatt og
segði okkur krökkunum frá allri dýrðinni kvöldinu áður. — Sig-
urður Þorláksson var prestssonur frá Undirfelli í Vatnsdal og þóttist
mikill af. Honum var tíðrætt um ætt sína og uppruna og sagði þá í
lokin: „Það er ekki sama af hverjum maður er kominn.“ Sigurður
var 11. barn foreldra sinna og allra manna minnstur vexti. Hann
var hagleiksmaður og listfengur eins og margir í hans ætt. — Má
nefna Þórarin Þorláksson, listmálara, er var bróðir hans. Sigurður
stundaði söðlasmíði á Akureyri og þótti snillingur við starfið. —
En valt var veraldarlánið. — Iðulega kom hann heim, ef illa lá á
honum, hann vissi sem var, að hann átti víst athvarf hjá mömmu.
Rakti hann við hana raunir sínar og að endingu huggaði hann sig
við það, að hann væri þó Húnvetningur. — Það yrði ekki af honum
skafið — slíkt fannst honum eins konar aðalsmerki. Og áður en
hann fór söng hann við raust: „Ég elska yður þér íslands fjöll." Það