Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 18
16
HÚNAVAKA
var hans uppáhaldslag. — Margir þeirra bræðra voru miklir söng-
menn.
Húnvetningar hafa jafnan verið miklir búhöldar og athafnamenn
— einnig hafa komið frá Húnavatnssýslu miklir námsmenn, sem
hafa gert garðinn frægan, sömuleiðis skáld og listamenn. — Of langt
yrði upp að telja alla jsá, er unnið hafa afrek á sviði lærdóms og lista
og alls ekki á mínu færi. —
Þá var félagslíf snemma blómlegra í sýslunni en víða annars
staðar. Bólhlíðingar og Svínvetningar stofnuðu fyrsta sveitarbún-
aðarfélag landsins 1842 og gáfu út búnaðarritið Húnvetning 1857.
Annar merkilegur félagsskapur tók einnig til starfa fyrir forgöngu
Svínvetninga og jrað var kvenfélagið í Svínavatnshreppi. Árið 1870
stofnuðu konur í Svínavatnshreppi með sér félagsskap, „til að bæta
heimilishagi sína,“ stendur þar. Komu konurnar saman í Sólheimum
og var Ingiríður Pálrnad., húsfreyja í Sólheimum, aðalhvatamaður
jsess og fyrsti formaður, eftir því sem ég bezt veit. Að líkindum var
þetta eitt fyrsta kvenfélag, sem stofnað var í sveit á íslandi. Það hefir
þótt eftirtektarvert að konur í afskekktri sveit norðanlands skyldu
mynda með sér samtök til að hjálpa til að bera hver annarrar byrðar.
Enda var þess getið við og við í fréttabálki í Þjóðvinafélagsalmanak-
inu á árunum 1870—1880. — Fyrsta framtak félagsins var að kaupa
prjónavél og saumavél, en jrá voru slíkar vélar nær óþekktar — og
hélt félagið uppi kennslu fyrir ungar stúlkur í sveitinni. — Lög fé-
lagsins bera vott um að þarna voru myndarkonur á ferð, sem ekki
einungis stjórnuðu heimilum sínum með ráðdeild og dugnaði, held-
ur höfðu líka til að bera félagslyndi, göfugt og gott hugarfar, sem
þarf til þess að geta látið aðra verða aðnjótandi reynslu sinnar og
þekkingar. Til gamans langar mig til að lesa fyrstu greinina í lög-
um félagsins:
„Það er tilgangur félagsins að efla alls konar framför kvenna í
Svínavatnshreppi með skrift, reikningi, þrifnaði, reglusemi í hús-
stjórn, barnameðferð, allri ullarvinnu, vefnaði, saumaskap, mjólkur-
meðferð og matartilbúningi yfirleitt, einnig hagfræðilegrar meðferð-
ar á öllum heimilisföngum.“ —
Eftirtektarvert er það, að lestur er ekki nefndur. Reynt var að
kenna öllum að lesa og þótti ekkert tiltökumál, en skrift urðu stúlku-
börn að stelast til að læra og því er hún talin fyrst í samtökum
kvenna í Svínavatnshreppi árið 1870. Það er ekki von að nútíma-