Húnavaka - 01.05.1970, Side 19
HÚNAVAKA
17
fólk átti sig á þessari upptalningu — en mér þykir hún merkileg og
víða er komið við. Lögin eru í 19 greinum og margt merkilegt kem-
ur þar fram, t. d. að veita félagskonum verðlaun fyrir „verkvendni".
Undir lögin skrifa: Ingiríður Pálmadóttir, Sólheimum; Salome
Þorleifsdóttir, Stóradal; Jóhanna Steingrímsdóttir, Svínavatni; Helga
Jónsdóttir, Tindum; Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tungunesi; Rósa
Kristjánsdóttir, Ásum; Sigurlaug Björnsdóttir, Löngumýri og Guð-
rún Sveinsdóttir, Tindum. Sagt var að flestallar konur í hreppnum
væru í félaginu, strax frá byrjun. —
Þetta félag studdi, að sögn, stofnun Kvennaskóla Húnvetninga,
sem settur var á Undirfelli í Vatnsdal haustið 1879, verður Kvenna-
skólinn 90 ára um veturnætur í haust. — Þessi menntastofnun Hún-
vetninga er að mínu áliti mjög merkileg og ef menn kynna sér sögu
skólans þá er dugnaður og þrautseigja sýslubúa í sínu skólamáli
aðdáunarverð.
Um þær mundir, er Húnvetningar byrja að undirbúa stofnun
Kvennaskólans var enginn framhaldsskóli til á Norðurlandi. Ey-
firðingar og Skagfirðingar urðu aðeins á undan Húnvetningum með
sína kvennaskóla að Laugalandi og Ási í Hegranesi, stofnaðir 1877.
En þeir urðu ekki langlífir. Kvennaskóli Húnvetninga stóð af sér
öll hret og hrakninga. —
Þótt Húnvetningar hafi margir hverjir verið taldir alvörumenn,
þá eru þeir líka gleðimenn og gaman að skemmta sér með þeim. —
Er það ekki ný bóla. — Fyrir nokkru var ég að fletta í dagbókarblöð-
um föður míns, rakst ég þar á skemmtilegar frásagnir, er hann lýsir
félagslífinu í Vatnsdal veturinn 1883—’84. — Þann vetur var hann
á Helgavatni í Vatnsdal og ætlaði að lesa utanskóla undir stúdents-
próf. — Amma mín hafði um sumarið látið byggja stofu á Helga-
vatni, svo að tilvonandi tengdasonur hennar gæti lesið þar í næði
um veturinn. — Þótti stofan mjög merkileg bygging, björt og hlý,
því að ofn var settur í hana, slík ofrausn þekktist óvíða á bæjum í
þá daga. En næðið varð ekki eins mikið og æt)lazt var til. Vatnsdælir
kynntust fljótt skólapiltinum á Helgavatni og komust brátt að raun
um, að hann var léttur í lund og gaman að skemmta sér með honum.
Þeir kepptust því um að bjóða honum heim. Og ég las í dagbókinni:
„Hestur var sendur frá Kornsá og ég beðinn að koma frameftir.
Þar var spilað og sungið langt fram á nótt og drukkið púns. Vel var
veitt og mikill gleðskapur. Sýslumaðurinn óvenju skemmtilegur og
2