Húnavaka - 01.05.1970, Síða 20
18
HÚNAVAKA
heillandi maður. — Svo liðu nokkrir dagar. — Maður kom með hest
frá Eyjólfsstöðum og sótti mig, spilaður „Lomber“ fram undir morg-
un, og ég, sem lítið kann að spila, skemmti mér konunglega — karl-
arnir voru svo skemmtilegir — drukkið púns.“ Og rétt á eftir:
„Magnús í Hnausum sendi mann með hest í gærkvöldi og ég var
beðinn að koma samstundis út í Hnausa. — Nokkrir bændur úr
sveitinni voru þar saman komnir. Byrjað var að spila, en brátt sner-
ist spilamennskan upp í umræður um landsins gagn og nauðsynjar.
Rökrætt var af miklu kappi — því að ekki voru allir á sama máli. —
Mikið fjör var í körlunum, vel veitt — og drukkið púns. Sendimaður
frá Sveinsstöðum kom í gærkvöldi“ o. s. frv. —
Svona liðu dagar og vikur. — Þegar kom fram um áramót sá skóla-
pilturinn að ekki mátti við svo búið standa — félagslífið í Vatnsdal
mundi kollvarpa öllum áformum hans. Hann afréð því að flvja út
að Hofi á Skagaströnd og koma sér fyrir hjá vinafólki foreldra sinna,
séra Jóni Magnússyni og konu hans, frú Steinunni Þorsteindóttur.
Þetta tókst. Á Hofi fór hann huldu höfði. Hann fékk ágætis næði
og las af kappi. — Vafalaust hafa menn þó getað drukkið púns á
Skagaströnd, ef því var að skipta. — Ég hef orðið vör við að enn
geta menn spilað, sungið, rökrætt og drukkið púns í Vatnsdal og
skemmt sér vel. — Vonandi verður framhald á því. —
Gamansamir og glettnir geta Húnvetningar verið og þeir finna
oft hvað feitt er á stykkinu. Margir eiga hægt með að herma eftir,
svo unun er að, söngur er þeim einnig í blóð borinn. — Stuðlar þetta
að því að oft er gaman að vera með þeim á mannamótum og í glöð-
um hópi. — Skopleg er sagan um lóminn, sem ég heyrði stuttu eftir
að ég kom áð Þingeyrum, en hún gerðist löngu áður. Kaupstaðar-
drengur, sem var í sumardvöl frammi í Vatnsdal, kom eina helgi
út að Þingeyrum, til þess að finna bróður sinn, sem var þar létta-
drengur um sumarið. Kvöldið, sem hann kom út að Þingeyrum,
fékk hann að fara með piltunum niður að Kvísl til að taka upp
laxanetin. Lómur hafði fest sig í einu netinu og langaði strák til að
eignast lóminn, þetta var svo fallegur fugl. Þegar heim kom spurði
hann bónda, hvort hann mætti eiga lóminn, og var honum veitt
sú bón. — Á sunnudagskvöldið reið strákur úr hlaði með lóminn
bundinn fyrir aftan sig. En í „Hólunum" mætti hann manni, sem
spurði hvaðan hann kæmi, strákur segir sem var. „Jæja,“ segir mað-
urinn. „Nú skaltu segja við húsbónda þinn þegar þú kemur heim,