Húnavaka - 01.05.1970, Síða 23
HÚNAVAKA
21
Þegar minnzt var á að koma upp byggðasafni í Húnavatnssýslu
fannst mér enginn staður jafnsjálfsagður og Þingeyrastaður, gamla
höfuðbólið með útsýn til allra átta. Þaðan sést út yfir Húnavatn,
jaar sem Ingimundur gamli sigldi inn skipi sínu, Stíganda. Og Stíg-
andahróf er hægt að greina á tanga, sem gengur út í vatnið, milli
Geirastaða og Þingeyra. Þar var Stígandi settur á land, — fyrsta skip,
sem vitað er um að hafi siglt inn Húnavatn. — Svo rís Þingeyra-
kirkja efst á hólnum fyrir vestan bæinn og minnir á stórbóndann
og öðlinginn Ásgeir Einarsson, sem í 13 ár barðist við að koma upp
þessu Guðs musteri, er ber vott um stórhug hans og einlæga trú. —
Þetta og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja, fannst mér
mæla með því að þessi staður yrði fyrir valinu. En slí'kt kom víst
aldrei til mála hjá þeim, sem völdin höfðu, og ég tek ósigrinum og
gleðst yfir því hve vel hefur tekizt með Byggðasafnið á Reykjum í
Hrútafirði; er það fallegt og margir merkilegir munir eru jrar sam-
an komnir. — Hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík stutt þá stofn-
un vel og rækilega. Mega allir, sem unna húnvetnskri og íslenzkri
menningu vera þakklátir fyrir drengilegt framtak. Húnvetninga-
félagið hefur komið víðar við. Þórdísarlundur er orðinn til fyrir
framtak félagsmanna og endurbygging Borgarvirkis er þeirra verk,
svo að nokkuð sé nefnt. Og þá má ekki gleyma útgáfustarfseminni
um húnvetnsk fræði, sem félagið hefur stutt og sýnt áhuga á. Það
átti uppástunguna að því að Páll V. G. Kolka samdi Föðurtún. Oft
gríp ég þá bók, ef mér leiðist og rjátlast þá af mér leiðindin. —
Ekki get ég slitið þessu rabbi mínu, er ég hugsa heim, að ég minn-
ist ekki Kvennaskólans á Blönduósi og kauptúnsins. Það er ekki
óalgengt, að fólk hristi -höfuðið með hálfgerðum vandlætingarsvip,
þegar minnzt er á Blönduós, svo að oft er engu líkara, en að það sé
orðin þjóðtrú, að hvergi sé ljótari staður á landinu. — Þessu verður
að breyta. — Hver sem lítur heilum augum á útsýnið frá Blönduósi,
á björtum vordegi, hlýtur að viðurkenna að þar er mikil náttúru-
fegurð. Húnaflóinn blasir við breiður og blár með Strandafjöfl á
aðra hönd, sem rísa eins og risavaxnar bæjarburstir úr hafi og svo
Skagastrandarfjöll til hinnar handar, fögur og tilkomumikil, og þá
ekki að gleyma Blöndu, sem setur sinn svip á staðinn. Á bökkum
Blöndu var Kvennaskóli Húnvetninga reistur rétt eftir aldamótin
og hefur fram að þessu verið með reisulegustu húsum á Blönduósi,
en á seinni árum hefur stórbyggingum fjölgað þar sem víða annars