Húnavaka - 01.05.1970, Side 24
22
HÚNAVAKA
staðar. Má þar nefna Héraðshæli A.-Húnvetninga, skólahús, félags-
heimili og kaupfélagshús, svo að nokkuð sé nefnt. Mega allir Hún-
vetningar fagna því hve myndarlega hefur verið unnið að uppbygg-
ingu litla kauptúnsins, sem svo margir líta hornauga. Eins og ykkur
mun vera kunnugt er verið að byggja við Kvennaskólann. Miklar
umbætur hafa orðið þar hin síðari ár. Viðbót var byggð við gamla
skólahúsið og tveir kennarabústaðir eru fullgerðir utar á bakkanum
og kyndistöð ásamt geymslum og þurrkhúsi er lokið, en væntanleg
heimavist er óbyggð. Kvennaskólinn ætti að vera öllum Húnvetn-
ingum kær. Þeir hafa átt heiðurinn af því að eiga elzta framhalds-
skóla Norðanlands og elzta Kvennaskóla utan Kvennaskólans í
Reykjavík, sem var stofnaður 1874. A hallærisárum, við fátækt og
basl tókst þeim að halda skólastarfinu áfram, þegar aðrir gáfust upp.
Mér hefur ávallt fundizt fallegt á Blönduósi, þó að aðrir hafi ekki
komið auga á fegurðina. Því fagnaði ég, þegar ég las í Morgunblað-
inu vorið 1965 viðtal við magister Björn Bjarnason frá Steinnesi
sextugan, en þar segir hann, að enginn staður hafi hrifið sig eins
og Blönduós, þegar hann kom þar fyrst. — Magister Björn er þó
víðförull maður, sem hefur gist margar borgir áustan hafs og vestan.
— Eg varð frá mér numin og þakklát Birni frænda mínum, þegar
ég las ummæli hans um kauptúnið okkar við Blöndu. —
Þótt margt mætti fleira tína til, þegar hugsað er heim, læt ég hér
staðar numið. Lýk ég svo máli mínu með því að óska Húnvetninga-
félaginu alls góðs í framtíðinni — að ræktarsemi til heimabyggðar
verði þeim örvun til að halda til haga þeim menningararfi, sem for-
feðurnir hafa fengið þeirn í hendur, og þegar að þið hugsið heim
verði það styrkur þeim, er heima sitja. Væri ekki tilvalið að taka
orð þjóðskáldsins, Matthíasar, sem einkunnarorð:
„Græðum saman mein og mein,
metumst ei við grannann.
Fellum saman stein við stein,
styðjum hverir annan.
Plöntum, vökvum rein við rein
ræktin skapar framann.
Hvað má höndin ein og ein?
allir leggi saman.“