Húnavaka - 01.05.1970, Side 26
SR. PÉTUR I>. INGJALDSSON:
við komu forseta íslands, Kristjáns Eldjárns, og forsetafrúar, Hall-
dóru Eldjárn, lil Blönduóss, 16. ágúst 1969.
Göfugu forsetahjón, herra Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eld-
járn.
Góðir Húnvetningar.
Það mun að líkindum, meðal komandi kynslóða, að mestur ljómi
á þessari öld, muni leika um 17. júní 1944, er ísland varð sjálfstætt
ríki og kosinn var forseti á Þingvöllum. í þessum háa hamrasal, er
íslenzkt frelsi hefur borið hæst og lotið lægst. Þar sem drottinn í
árdag gaf feðrum vorum helgan stað til laga- og kristnihalds.
Á þessum tímamótum vildu þjóðhollir menn gefa þjóð vorri þá
gjöf, er mætti verða tákn öldnum og óbornum, um líf feðra vorra
í baráttu daglegs lífs, frelsi vort og áþján erlends valds. Því var
samþykkt á Alþingi, 16. júní 1944, að reisa hús yfir Þjóðminjasafn
vort. Þetta skyldi vera gjöf til minningar um þá, er með striti
sínu og hugsjónum grundvölluðu frelsi vort. En eins og fjarri fyrr
á öldum var frelsi vort, var líka sú hugsun að safna þjóðlegum verð-
mætum, er -voru sundurdreifðar. Því segir hinn mikli höfðingi,
Bjarni Halldórsson á Þingeyrum, 16. maí 1648: „Engar sýnilegar
fornminjar, eða fornleifar eru í Húnaþingi, utan sögur á gömlum
handritum, sem varðveitt eru meðal bændafólks.“ Þó var á Þing-
eyrum mesti svipur liðins tíma og kirkjan þar sem veglegt safnhús.
En lengi vel var íslenzk menning skoðuð í ljósi sagnaritunar, því féll
margur gripurinn til herraþjóðarinnar, er þótti þar hin mesta ger-
semi. En þeir sem tóku sér fyrir hendur að safna því sundurdreifða,
var í mun að eiga sýnilegt tákn eða muni úr lífi og starfi fólksins.
Og hafa þá fyrir augum gripi úr eigu þekktustu manna. Má þess
minnast, að á safninu eru þráðarleggur, er Jón Sigurðsson, forseti,
hafði skreytt í æsku, hnífapör Guðbrandar biskups Þorlákssonar, eða