Húnavaka - 01.05.1970, Síða 30
28
HÚNAVAKA
Hví leitum vér Drottins svo langt vfir skammt?
Hans ljós er í veröldu hvarvetna jafnt
um eilífð Jrá aldirnar renna,
hver fyllir með tign sinni himin og haf?
Er hann ei sá Drottinn, er mannkyni gaf
sinn vilja og vísdóm að kenna?
Svo bið ég þann Drottin, sem al'ls staðar er,
að ómálga fjöðrin í hendinni á mér
hans nafn skuli mikla og mæra.
Ég veit, að af sjálfum mér ekkert ég er,
en allir þeir limir, sem skenkti hann mér,
hans lof skulu fagnandi færa.
Af þessu má ráða, að forseti vor, Kristján Eldjárn, er um marga
hluti, af lærdómi og hæfileikum, vel til forseta fallinn.
Einn áfanginn í sjálfstæðismálum þjóðar vorrar á fyrri hluta þess-
arar aldar, þótt mörgum muni nú gleymdur, var 10. júlí 1910, en
þá var fyrsti vígslubiskupinn vígður á Hólum í Hjaltadal. Var þar
á meðal annarra húnvetnsk höfðingskona. Hún sagði, að tvennt
hefði verið sér minnisstæðast frá þessari hátíð: söngurinn og tón sr.
Geirs Sæmundssonar og þrjár systur frá Urðum í Svarfaðardal, er
allar klæddust fögrum íslenzkum skautbúningum. Yfir þeim var
þjóðleg reisn. Ein þeirra systra var móðir forsetans.
Um föður forsetans, Þórarinn Eldjárn, var sagt sextugan: „Hann
hefur borið fram og fylgt til úrslita málefnum sveitar sinnar á sann-
gjarnan og virðulegan hátt. Hlýtt fyrirmælum landslaga, velsæmis
og drengskapar og leyst af hendi einhvern vanda í hverri för. Há-
vaða- og frekjulaust varð Þórarinn höfðingi héraðsins."
Yfirskrift þessara orða er:
„Engin mannshönd, eða ráð
erfðahlekkinn brýtur.“
Vér vonum að slíkt sé og verði sannmæli um forseta vorn.
Ég hef nýverið komið að Bessastöðum í flokki presta og var oss
þar vel fagnað, með virðuleik og hlýju. Áður en haldið var af staðn-
um, var gengið til kirkju, þar ljómiuðu í sólarljósinu hinir fögru
kirkjugluggar, með myndum af höfðingjum kristinnar kirkju. Þar
á meðal göfugra Húnvetninga hins sæla Guðbrandar biskups Þor-