Húnavaka - 01.05.1970, Side 32
BJARNI JÓNASSON, Eyjólfsstöðum:
ur Og
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
StephaJi G. Stephanssson.
Þannig lýsir Klettafjallaskáldið sjálfsbjargarviðleitni landa sinna,
og um leið segir hann sögu sína, sem bóndi og landnemi, vestur í
Ameríku. Löngurn var það talið eitt helzta bjargráð íslenzkra bænda
að vera að mestu óháðir öðrum og jrurfa sem minnst til annarra að
sækja. Areiðanlega hafa lífsviðhorf, bæði karla og kvenna, miðazt
við þetta sjónarmið, þó að árangur af þessari viðleitni yrði stundum
annar en til var ætlazt.
Að hjálpa sér sjálfur, var af flestum talið til höfuðdyggða og jafn-
vel trúarbrögðin viðurkenna þá viðleitni, — því að gamalt, íslenzkt
máltæki segir: „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur.“
Til þess að menn og konur gætu sem mest leyst úr sínum eigin
vandamálum, var nauðsynlegt að þroska með sér hæfileika, til þess
að geta innt af hendi sem allra fjölbreyttust störf. A þeim tímum,
þegar skólamenntun almennings var mjög lítil og í flestum tilfellum
alls engin, varð fólkið að vera sinn eigin kennari og byggja upp
þekkingu sína á reynslu sinni og annarra og jafnframt nýta það, sem
gaf bezta raun í hverju tilfelli.
Margir íslenzkir bændur hafa komizt furðu langt í því að verða
sjálfum sér nógir — eins og það er kallað. Það var æði margt, sem
bóndinn þurfti að kunna, til þess að heimili hans gæti í sem flestum
tilfellum fullnægt þörfum sínum. T. d. var það nauðsynlegt að bónd-
inn væri búhagur, en það var að hann gæti smíðað og gert við flest
þau margvíslegu verkfæri og áhöld, sem notuð voru við búskapinn,
bæði utan bæjar og innan. Það sem reið jafnvel mest á og var ef til
vill stærsta fjárhagsatriðið fyrir bóndann var að hann kynni vel til