Húnavaka - 01.05.1970, Side 36
34
HÚNAVAKA
og var hún notuð í hans búskapartíð og lengstum eitthvað meðan
Jónas bjó þar. Jónas setti upp hverfistein, sem knúinn var með vatns-
afli úr Gilánni. Það kom sér vel að hafa fljótvirkan hverfistein, því
að oft þurfti að brýna ýmis konar verkfæri á Marðarnúpi. Jónas mun
hafa aðstoðað við að setja upp annan slíkan hverfistein hjá nágranna
sínum í Þórormstungu og eru þetta einu hverfisteinarnir, sem ég hef
séð snúið með vatnsafli.
Eins og áður segir sat Jónas jörð sína af frábærri snyrtimennsku,
enda alinn upp við þrifnað og hirðusemi frá barnæsku. Faðir hans
var annálaður á sinni tíð fyrir þrifnað og hirðusemi í búskap. Jónas
gerði jörð sinni talsvert til góða. Hann byggði vönduð fjárhús, fjós
og hlöðu, leiddi vatn í fjós og bæ, byggði stóra og góða fjárrétt o. m.
fl. Byggingar þessar voru allar byggðar úr torfi og grjóti, samkvæmt
gamalli venju, traustar að viðum og allri gerð. Mjög lítið var á þess
um árum farið að byggja gripahús úr steinsteypu hér á landi og vafi
getur leikið á þvf enn í dag, hvort slíkar byggingar henta vel ís-
lenzkum aðstæðum.
Ekki sóttist Jónas eftir mannaforráðum í sveitinni. Hann var
óáleitinn um annarra hagi og ekki hneigður fyrir félagsmáladútl
og fundasetur. Þó komst hann ekki hjá því að starfa að ýmsum opin-
berum málum fyrir sveitarfélag sitt. T. d. var hann í hreppsnefnd
Áshrepps í nokkur ár og í sóknarnefnd Undirfellssóknar og formað-
ur hennar um árabil. Þegar skattalögin frá 1921 komu til fram-
kvæmda, var Jónas kosinn í skattanefnd ÁShrepps og sat í henni
í nokkur ár. Oll þessi störf rækti Jónas af trúmennsku og var vin-
sæll í störfum, en vildi sjálfur sem minnst gefa sig að opinberum
störfum og losaði sig við þau eftir því, sem hann gat komið því við.
Búskapurinn og þó einkum byggingar voru hans áhugamál.
Flest íbúðarhús, sem byggð voru í tíð Jónasar hér í dalnum, voru
að einhverju leyti unnin af honum. T. d. smíðaði hann hurðir og
glugga í nokkur ihús, sem byggð voru á þessum árum, þó að hann
stæði ekki að ölilu leyti að byggingu þeirra. Sum af þessum húsum
voru algjörlega byggð undir umsjón hans og margvíslega fyrir-
greiðslu lét Jónas í té mönnum þeim, sem í byggingum þessum
stóðu.
Lengst af sínum búskapartíma á Marðarnúpi var Jónas leiguliði,
því að þá var jörðin eign Vindlhælishrepps ásamt fjórum öðrum
jörðum í Vatnsdal. Árið 1926 voru allar þessar jarðir seldar ábúend-