Húnavaka - 01.05.1970, Síða 38
36
HÚNAVAKA
ingar. Þessi réttarbygging var síðasta stórátakið, sem Jónas lagði
hönd að hér í Ashreppi, en oft og mörgum sinnum rétti hann
gömlu sveitungunum hjálparhönd hér eftir sem áður.
A Stóru-Giljá undi Jónas vel hag sínum, en þó munu umskiptin
ekki hafa verið aiveg sársaukalaus í fyrstu, bæði fyrir hann og fjöi-
skyldu hans. Þó má telja nokkurn vafa á, hvort eftirsjá Jónasar og
fólks hans hefur verið meiri en fólksins í dalnum yfir að missa þessa
fjölskyldu úr samfélagi sínu. Fáir munu þeir Vatnsdælingar, sem leið
áttu um hjá Stóru-Giljá og gátu komið því við að hitta Jónas Berg-
mann, sem ekki gerðu það. Plestir virtust eiga við hann erindi og
öllum var tekið af sömu góðvildinni eins og var, á meðan þessi hjón
bjuggu hér í Vatnsdalnum.
Ég, sem þessar lu'nur skrifa, flutti að Marðarnúpi og fór að búa
þar vorið, sem þau Jónas og Kristín fóru þaðan, þó að vera mín
Joar yrði aðeins eitt ár. Mér er Jrað alveg sérstaklega minnisstætt,
hvað Jónas lagði mikla alúð við að leiðbeina mér um ýmis atriði í
sambandi við búskap á jörðinni. Skýrði hann mér frá því, sem hann
taldi að varast bæri og eins hinu, sem hann áleit að til bóta rnætti
telja og fann ég það glöggt að umihyggja hans fyrir jörðinni og þeim,
sem þar byggju var heil og óskipt. Reyndist Jónas mér alla tíð hinn
ágætasti maður og greiddi götu mína margsinnis.
Jónas vann alilmörg ár á smíðaverkstæði sínu á Stóru-Giljá og
unnu þá synir hans oft með honum. Margt var smíðað þar; má nefna
amboð, líkkistur, kerrulhjól, vefstóla, spunavélar og yfirleitt flest
það, sem beðið var um og venjulega er smíðað á trésmíðaverkstæð-
um. Oft var gestkvæmt hjá Jónasi bæði á verkstæðinu og í íbúðinni
og fáir munu hafa farið þaðan út bónleiðir.
Jónas Bergmann var fæddur á Marðarnúpi 26. okt. 1876 og var
sonur hjónanna Þorbjargar Helgadóttur Vigfússonar frá Gröf í
Víðidal og Björns Leví Guðmundssonar frá Síðu í Víðidal. Stóðu
því að honum húnvetnskar bændaættir í báða ættliði. Jónas var
hraustmenni frá fyrstu gerð og með afbrigðum fjölihæfur til allra
starfa. Kapp hans og vinnuþol var mikið til æviloka.
Jónas andaðist 21, des. 1952, fullra 76 ára.
Kristín Bergmann, kona Jónasar var fædd 10. júlí 1877 og var
dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bróður Björns á Marðarnúpí.
Þau hjónin voru Jrví bræðrabörn. Kristín andaðist 24. nóv. 1943.
Börn þeirra, sem upp komust voru þessi: