Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 44
42
HÚNAVAKA
fæddist og sagði okkur síðar að hann hefði haft áhyggjur af því,
hvernig hann gæti eiginlega borið ábyrgð á svona ungum myndar-
strák, sem honum fannst hann nú vera — þessi strákur. Það varð svo
verkaskiptingin að hinir bræðurnir fara á skóla, en við Hilmar verð-
um heima. Aldrei þvingaði það okkur, svo að ég yrði var við, en ég
sé það núna, hvað eitt og annað hefði verið léttara fyrir mig, ef ég
hefði lært. Samt veit ég ekki, hvort það hefði orðið nokkuð meira
eða merkilegra úr mér, þótt ég hefði farið til langskólanáms. Þeir
segja nú sumir að ég sé dálítið „veill í tauinu,“ Verið gæti að mér
hefði orðið háit á þeirri braut eins og ýmsurn, sem þó hafa haft
meiri hæfileika en ég. Þetta veit maður ekki. Það verður ekki úr því
skorið, því að aldrei var á það reynt.
— Hver voru þín fyrstu störf fyrir samvinnufélögin?
Faðir minn hafði verið einn af stofnendum kaupfélagsins og var
í mörg ár deildarstjóri Enghlíðinga. Einu sinni þegar hann kom
heim af deildarfundi sagðist hann hafa sagt af sér deildarstjórninni
og þá hefði verið stungið upp á mér í staðinn. Viðbrögð mín urðu
þau að þetta hly.ti að verða töluverður vandi, en hafði þó gaman af
því, svo að ég segi frá í einlægni. Þetta var mitt fyrsta félagsmála-
starf og svo kom hvert af öðru. Ég held það hafi ekki verið af fram-
hleypni eða fíkn í störf, heldur af því að fólki hafi geðjazt að því, er
ég lagði til málanna. Ég vil láta það bera eins mikla ábyrgð á því og
mig — ekki síður — að ég var kvaddur til eins og annars. Hitt er
svo önnur saga að því hefur oft og einatt mislíkað mínar aðgerðir,
en það verður nú líklega svo með flesta.
— Hvað um fleiri störf á sviði samvinnumála. Þú hefur oft setið
aðalfundi kaupfélagsins?
Já, ég hef setið þá flesta eða alla frá því ég byrja sem deildarstjóri.
I stjórn Kaupfélagsins var ég kosinn, þegar Guðmundur Ólafsson í
Ási hætti og var í henni allt til ársins 1943. Þá var ég kosinn endur-
skoðandi og hef verið það síðan.
— Þú hefur þá getað fylgzt með hœkkandi tölum?
Það er ekki vafi á því, og ég er undrandi á því að við, sem erum
komnir á efri aldur, skulum ekki hafa orðið meira viðskila við
framvinduna, en raun ber vitni, heldur vitandi og óafvitandi lagað
ökkur eftir þeirri byltingu, er orðið hefur á mörgum sviðum.
Auðvi-tað er fjölda margt til stórra bóta og léttis, en sumt hefur
verið neikvætt að okkar smekk og áliti ýmsra, sem eðlilegt er.