Húnavaka - 01.05.1970, Side 45
HÚNAVAKA
43
— Ég hef heyrt að þú hafi verið góður fjdrmaður og fjdrglöggur i
þeim skilningi þess orðs?
— Þessi heimagangsbragur á mér í Hvammi stafaði meðfram af
eðlishneigðinni. Ég var afar hneigður fyrir kindur og það hefur
alltaf fylgt mér síðan. Það hefði vel mátt kalla mig mikið sauðar-
höfuð. E'kki vil ég nú neitt vera að sneiða að því að ég sé heimskur,
enda þýðir ekki að reyna það. Ég þótti sæmilegur fjármaður meðan
ég hafði tímann til, en svo varð félagsmálaframvindan það ör og
ásælni samfélagsins að hafa mig í einhverju snobbi við þessi félags-
mál, að ég hafði ekki tíma til fjárgæzlunnar. Lengi vel gekk þetta
vel, þótt ég væri öðrum störfum hlaðinn. Ég hafði úrvalsmenn og
ágæta konu, bæði að áhuga og hæfni til þess að stjórna búinu, meðan
hún hafði þrek og getu til. Svo breyttust tímarnir og í seinni tíð
hefur verið miklum erfiðleikum bundið að geta sinnt þessu hvort-
tveggja samtímis, svo að járnin vildu ekki brenna í eldinum. Nú
er ég búinn að negla mig svo fast hérna, í búskaparlegu tilliti, bæði
með skuldaþunga og hitt þó miklu fremur að mér er orðinn dvalar-
staðurinn kær. AlLt sem ég hef verið að „brasa“ við hér á Mýrum
er eiginlega orðið eins og hluti af sjálfum mér.
— Þú ferð oft í göngur?
— Já, það tillheyrir. Þessi búpeningur er ef svo má segja hluti af
fjölskyldunni, þar sem samlífið er bezt og innileikinn mestur. Það
er því einn þáttur, sem ég hef stundað sérstaklega mikið og hefur
farið saman við félagsmálaönnina. Það er fjallskilaþátturinn. Þeir
eru að reyna að stríða mér á því að ég gefi mig upp sem eins konar
fjallskilafræðing. Það geta verið fræði eins og hvað annað. Fjall-
skilakerfi þjóðarinnar eru einhver elztu samtök, sem íslendingar
hafa spurnir af og jjað er með þennan félagsskap eins og annan
að hann hefur verið að þróast í aldaraðir eftir aðstæðum, og ber
að láta hann gera það.
Nú er þetta komið svo í minni sveit og undir minni stjórn að
nokkru leyti, svo að ég fari að verða hress með mig, að þetta er
rekið hjá okkur sem eins konar tryggingaifélag. Við sleppum fénu
á sameiginlegan afrétt með sameiginlegri ábyrgð og samvinnu eig-
endanna til þess að smala því heim að hausti. Áður var þetta þannig,
að þessi kvöð lá mikið á heimalöndum og lögðu jarðeigendur og
notendur vinnu í það að hreinsa hver sitt heimaland. Hér í sveit
er geigvænlega mikið af því, sem áður voru heimalönd, orðin hrein