Húnavaka - 01.05.1970, Page 46
44
HÚNAVAKA
afréttarlönd, við það að býlin hafa farið í eyði. Nú er þetta smalað
á félagslegan hátt ograunar heimalöndin líka, með samvinnu. Gamla
kerfið, að hver sé að smala sína svuntu, þvert ofan á bæina, reyndist
miklu vinnufrekara og erfiðara viðfangs.
— Hefur ekki alltaf verið viss gleði fólgin í því að fara d fjall og
sjá féð koma heim aftur?
Það er einmitt sá ævintýraljómi, sem er yfir þessum gangnaþætti
og sú „stemming", er hann skapar, sem hjálpar mikið til við fram-
kvæmdina. Þegar Marka-Hjörleifur var áttræður, fyrir allmörgum
árum, héldu fjallskilastjórarnir milli Blöndu og Héraðsvatna hon-
um samsæti í Varmahlíð. Þá kom það í minn hlut að halda svokall-
aða afmælisræðu, auk þess sem Sigurður sýslumaður ávarpaði hann
prýðilega. Jafnihliða því að heiðra Hjörleif, notaði ég tækifærið til
þess að ræða þessi mál almennt og kom rækilega inn á það, að eitt,
sem mér þætti líklegt að væri tiltækt til hjálpar í þessum málum,
væri að gera göngur að eins konar íþrótt — sporti —. Ef við gætum
komið þeirri hugsun almennt inn, ntyndi okkur ekki skorta menn
í árvekni í að sinna leitum, undir stjórn kunnugra heimamanna.
— Manstu eftir nokkurri sérstakri ferð d fjall?
— Jú, í sjálfu sér man ég eftir mörgum, þótt engin af þeim hafi
verið stórhrotin. Eg man löngunina, þegar fyrst var ákveðið að ég
færi í smalamennsku frá Hvammi, sem var að fara í svokallað
Hvammsskarð eða Brunnárdal. Þá áttum við Hvammsmenn að vera
í fyrirstöðu á Seltagli í Skarðsskarðinu og biðum þar í hálfgerðu
ofvæni eftir gangnaliðinu, sem kom austan af Laxárdal. Við gættum
þess að féð rynni ekki fram á Brunnárdalinn heldur ofan Skarðs-
skarðið. Ég man enn hvað ég hafði yndi af að sjá fjárrennslið austan
Skarðið og þégar það hafði liðið hjá á tjaldinu, ef svo mætti að orði
komast, varð mér litið austur Skarðið. Þá fannst mér eins og þarna
væri húið að gera landið hreint, slík hughrif gagntóku mig. Mér
finnst það hafa vakað fyrir mér í öllum göngum, að vandlega þyrfti
að leita og hreinsmala, ef þess væri kostur veðurs vegna.
Ég minntist áðan á Markadíjörleif. Hann var sérstakur trúnaðar-
maður í fjallskilamálum, bæði eðlisgreiðvikinn og frábærlega mark-
glöggur. Hann var lifandi markaskrá. Hann hafði raunar sín sérein-
kenni sá karl. Hann var ekkert blíður við okkur fjallskilastjórana, ef
við vorum tómlátir og vanrækslufullir að honum fannst, með að
greiða fyrir fénaðinum. Hann var reiðubúinn að leggja á sig mikið