Húnavaka - 01.05.1970, Side 48
HÚNAVAKA
4f>
vetninga og Skagfirðinga. Framiboðið var að verða það mikið að
menn voru farnir að bjóða niður hver fyrir öðrum. Hrossasölusam-
lagið hafði starfað ei'tt ár, þegar ég var kjörinn formaður þess. Það
var mín skoðun og raunar margra fleiri, er þekktu þessi mál, að
starfsemi þess væri stórlega til bóta fyrir framleiðendur þessarar
búgreinar í báðum sýslunum. Við höfðum aðstöðu á Akureyri bæði
fyrir verkun kjötsins og útsölu, sem var vinsæl. K.E.A. var okkur
vinveitt innan vissra takmarka. Hafði þó aliltaf nokkurn augastað
á þessu, en treysti sér ekki til að fara inn á þennan rekstur meðan
við höfðum hann. Við höfðum þetta heldur ekki viðamikið, enda
var það fyrst og fremst alþýðufólkið, sem skipti við okkur.
Svo komu breytt viðhorf, þegar meiri eftirspurn skapaðist í
Reykjavík og ekki þurfti að beita svona ströngum aðgerðum til þess
að koma þessari vöru í verð.
— Þú varst einu sinni í fasteignamatsneftid og munt hafa ferðazt
um sýsluna og kynnzt lienni vel?
— Já, ég var það. Það var einn af stjórnmálalegum bitlingum, að
Bjarni á Mýrum var skipaður formaður fasteignamatsnefndar A.-
Hún. 1940.
Til samstarfs við mig voru kosnir af sýslunefndinni: Jón á Kagað-
arhóli og Eggert á Haukagili. Þetta var gríðarlega mikið starf og eitt
með fleiri störfum mínum, sem sönnuðu mér það að ég gat ekki
verið mannlaus hér heima. Yfirleitt var þetta ánægjulegt starf. Það
var þó nok'kur fræðsla og skemmtun fyrir mann eins og mig, sem
hef eþki verið langförull um dagana, að eiga þess kost að kynnast
héraðinu með því að fara heim á flest býli.
Við ferðuðumst á bílum og hestum. Við Jón áttum þá báðir prýði-
lega hesta. Ekki gáfum við okkur út sem neina sérstaka hestamenn,
en óg man þó að það var álit annarra að Jón væri bráðlaginn með
hesta og vildi eiga góða hesta.
Ég á ýmsar prýðilegar endurminningar af því ferðalagi og þeirri
samvinnu. Þarna voru þrír karlar að verki, sem enginn var öðrum
lfkur að skapgerð eða tiltektum. Ég örgerður, hálfgerður flautaþyr-
ill, Jón íbygginn og gætinn með afbrigðum og Eggert vel greindur,
brot af vísindamanni.
— Hvernig voru samgöngurnar þd og húsakynnin?
— Þeir voru víða, torfbæirnir. Það var ekki alls staðar hægt
að komast á bílum, fjarri því. Þegar kom út á Skagann og fram í