Húnavaka - 01.05.1970, Síða 50
48
HÚNAVAKA
E° hef stundum sagt að é° hafi í raun o° veru verið að hætta að
búa í 15 ár og frá hagkvæmnis sjónarmiði hefði ég átt að gera það.
Því að þá hefði ég sennilega getað komizt í það, sem kölluð eru
létt störf. Komið svona nokkurn veginn starfhæfur til að láta loka
mig inni á skrifstofu. Það er það skrítna við það að þrátt fyrir allt
„skriferíið" hefur mig aldrei langað til að vera þannig innilokaður,
heldur vera í sjálfsmennsku „með sjálfan mig.“ Þessi störf mín hafa
verið þannig, að ég hef getað unnið þau sjálfstætt — þótt dálítið
ráðríkur stundum, en það er ekki ráðríki heldur hefur framvindan
verið þannig að mér hefur notazt bezt af mínum vinnukrafti með
því. Úr þessu hasla ég mér hvergi athafnavöll á nýju sviði.
Ef ég mætti senda yngri mönnum einlhvern boðskap gegnum
svona tal, þá væri það, að þeir skyldu athuga sinn gang áður en þeir
selja jörðina sína eða staðfestu í sveitinni og flytja í flaustri. Þótt
margt steðji að og erfiðleikar séu, eru þeir alls staðar og það af
ýmsu tagi.
Það er minn draumur, og ég held að hann hljóti að rætast, að
færri en vilja fá að flytja sig út úr múgmennskuaðstöðu þéttbýlisins.
Við heyrum talað um í blöðunum — að vísu blekkja þau marga
og ljúga sjálfsagt mörgu og einhverjir aðrir hafa logið að þeim —
að þeir í Bandaríkjunum, sem hafa alsæluna á veraldlega vísu, hafi
ekki getað andað að sér fersku, ómenguðu lofti í 6 ár. Það finnist
ekki yfir gjörvöllum Bandaríkjunum heilnæmt loft og framvindan
sé svo ör á þessu mengunarsviði, að hreinn háski og lífshætta sé á
ferðum innan örfárra ára. Við skulum bara hugsa okkur, íslending-
ar, að við erum fátækir, en við eigum þó ómengað, heilnæmt loft og
jörðina. Vanda skyldum við umgengni ökkar við hvortveggja.
Það var maður að spyrja nágrannakonu mína fyrir alllöngu síðan,
hvernig stæði á því að þær systur væru að reyna búskap áfram við
erfið skilyrði. Þessari nágrannakonu minni vafðist tunga um tönn.
Þá skaut ég þeirri setningu yfir borðið, að það skyldi þó ekki vera
af því að sjórinn í Nauthólsvíkinni er farinn að mengast.