Húnavaka - 01.05.1970, Side 52
50
HÚNAVAKA
þverfóta vegna manngrúa og undir hælinn lagt að hægt sé að fá borð
til að hvolfa í sig þeim veigum, sem til sölu eru á hverjum stað, lög-
lega eða ólöglega. Þetta læt ég nú á þrykk út ganga, tek það fram,
að þetta er algjörlega min skoðun. Er líka kominn á miðjan aldur,
læt klippa hár mitt reglulega, greiði upp en ekki niður í augu.
Kann þó sæmilega stuttu tízkunni, því að karlmenn eru alltaf karl-
menn, hvað sem aldrinum líður. Það skal svo tekið fram, að ekki
er ég enn tekinn að safna skeggi, læt ungu mennina um það. — Með
þessu rabbi læt ég lokið formála að þeirri frásögn, sem yfirskriftin
gefur til kynna að koma muni einhvern tíma.
Það mun hafa verið fyrir einum áratug, að átthagafélag Hún-
vetninga í Reykjavík gerði för til Hveravalla á Kili til að halda þar
mannfagnað undir berum himni. Voru þar og mættir margir að
norðan, sem tóku þátt í gleðskap sunnanmanna og gagnkvæmt. Ræð-
ur voru fluttar, sungið og dansað. Gamlir bændur burtfluttir til
þéttbýlisins við Faxaflóa blönduðu geði við þá, sem enn sátu að
- búum sínum nyrðra, en létu nú kýr og annan búsmala eiga sig um
stund. Hér voru menn á heimaslóðum svo að segja, því að Húna-
vatnssýsla nær nokkuð inn fyrir Hveravelli — og náði þó miklu
lengra fyrr. Já, stórt er Húnaþing, það má nú segja. Og mikil auð-
æfi geta verið fólgin í hinum mikla jarðhita á Hveravöllum. Mætti
segja mér, að síðar ættu eftir að rísa hér vegleg hús vermd jarðhit-
anum, þar sem innlendir og erlendir ferðamenn ættu eftir að dvelja
um sumartímann. Þá væri sjálfsagt að nota jarðhitann til hitunar
gróðurhúsa og síðast en ekki sízt til sundlaugar. Veiði er í nærliggj-
andi ám. í ræðu, sem Steingrímur Davíðsson fyrrum skólastjóri á
Blönduósi, hélt fyrir tíu árum á Hveravöllum, benti hann á þessa
möguleika staðarins. Hlýddi ég á ræðu þessa í útvarpinu og hreifst
af hrífandi mælsku og hugsjónaeldi hins aldna og reynda skóla-
manns. Og hvort sem hann lifir það, að Hveravellir verði eftirsóttur
ferðamannastaður eða ekki, þykist ég vita, að þeir eigi mikla framtíð
fyrir sér, þegar ísland er orðið ferðamannaland og einn af aðalat-
vinnuvegum landsmanna móttaka og fyrirgreiðsla við ferðamenn.
Þá verður ekki spurt um það, hvort síldin veiðist, enda þá trúlega
öll uppurin úr höfunum, heldur hvað margir ferðamenn komi til
landsins, hver aukningin hafi orðið frá fyrra ári. Þetta er fraimtíðin.
Nú, — í sumar var boðað til ferðar inn á Hveravelli að sunnan
og norðan. Skyldi lagt af stað úr Reykjavík föstudaginn 18. júlí, kl.