Húnavaka - 01.05.1970, Side 54
52
HÚNAVAKA
yrðings, sem á 1 jóð í Húnvetningaljóðum og gaf út ljóðabók skömmu
fyrir andlát sitt á s.l. sumri. Bjarni er og ágætlega hagmæltur. Vísur
hans um vorið og náttúruna eru lipurt kveðnar. Hefur Bjarni flutt
vísur og kvæði á samkomum þeim, sem nýlega stofnað Húnvetn-
ingafélag Suðurlands hefur efnt til. Hagmælskan gengur í ættir. Fað-
ir Bjarna, Kristinn, var fjórði maður frá Bólu-Hjálmari. Kristinn
ólst upp í Ási í Vatnsdal til tvítugsaldurs hjá Guðmundi Ólafssyni
alþm. og Sigurlaugu Guðmundsdóttur, konu hans. Þetta læt ég
nægja til' ættfærslu á Bjarna Kristinssyni. Við tókum þegar upp
samræður. Höfðum líka áður hitzt og ræðzt við á samkomum Hún-
vetningafélags Suðurlands á liðnum vetri. Haldið var upp Flóa,
Skeið og Hreppa. Komið við á Plúðum og rétt úr sér. Þaðan síðan
ekið í einum grænum að Gullfossi. Þar var nesti etið úti undir ber-
um himni í dásemdarveðri. Ég hélt mig gjarnan nálægt Bjarna og
fólki hans. Fjöldi ferðamanna var þarna á stjái, margir fóru út að
fossi og tóku myndir, flest útlendingar búnir fullkomnustn ljós-
myndavélum. Mikið vatnsmagn er það, sem þarna fellur fram af
hengiflugi, og afl þess mikið. Vonandi verður þó aldrei gripið til
þess úrræðis að virkja Gullfoss til rafmagnsframieiðslu og eyðileggja
þá um leið eitt mesta náttúruundur landsins. Ætli hann afli ekki líka
með fegurð sinni og tign, landinu mestra tekna í dýrmætum gjald-
eyri? Bezt gæti ég trúað því.
Frá Gullifossi var haldið eftir um klukkustundar dvöl. Mátti
segja, að nú væri fyrst haldið á mannauðar slóðir. Tóku menn nú
fram vasasöngbækur sínar og hófst mikill söngur, og ekki sakaði,
að í bílnum var gítar, sem katil og kona iéku á til skiptis. Jók það
á fjörið. Sungin voru létt lög, þar á meðal nýjustu dægurlögin. í
hinum bílnum var okkur sagt, að lrtið hefði verið sungið, hvað sem
valdið hefur. Ekið var að Hvítá, þar sem hún kemur úr Hvítárvatni.
Við urðum að ganga yfir brúna, sem þarna er, og orðin er æði léleg,
svo ekki sé meira sagt. Voru bílarnir óratíma að mjaka sér yfir brúna,
því að hún er mjög þröng fyrir nútíma langferðabíla. Myndast hafa
á henni beygjur, sem reynt var að rétta með járnum og handafli.
Sýnist anðsætt, að þarna þarf að koma betri brú og það ekki innan
langs tíma. Brú þessi var upphaflega á Soginu, en flutt hingað um
1940; hún er því komin ntíkkuð til ára. Ég gleymdi að geta þess
áðan, að við námum aðeins um stund staðar við vörðuna milklu efst
á Bláfellshálsi, skömmu áður en við komum að Hvítárvatni. Var