Húnavaka - 01.05.1970, Side 55
HÚNAVAKA
53
okkur sagt að venja væri að ferðamenn Legðu stein í vörðu þessa,
og gerðu það víst flestir. Annars er orðið Lítið um grjót í nágrenni
vörðunnar. Tvær vísur voru ortar þarna og hripaðar niður, en að
því búnu settar í flösku. Vísnahöfundar: Bjarni Kristinsson og und-
irritaður.
Frá Hvítárvatni var ekið stanzlaust í Hvítárnes. Þar drukkið mið-
dagskaffi utan við sæluhúsið. Fólk skrifaði nöfn sín í gestabók sælu-
hússins. Liðin voru nú nærri 24 ár síðan ég hafði komið í þetta
hús. Var það haustið 1945, þegar ég var að byrja nám í Kennara-
skólanum. Ætlunin hafði verið að fara inn í Kerlingarfjöll, en þeg-
ar komið var inn í Hvítárnes var komið hríðarveður og ekki haldið
lengra til fjalla. Snúið var þá til baka til byggða og komizt niður
að Laugarvatni um kvöldið seint, þar sem við lágum um nóttina
í svefnpokum á gólfinu í kennslustofunum. Fararstjóri okkar 1945
var hinn kunni ferðamaður og útvarpsfyrirlesari, Hallgrímur Jónas-
son, þá kennari við Kennaraskóla íslands. Síðan þetta var, hafði ég
ekki haldið lengra inn til landsins. Nú var sá draumur að rætast,
þótt seint væri.
Enn var haldið áfram og ekki numið staðar fyrr en við minnis-
merkið um Geir G. Zoéga vegamálastjóra, sem var formaður Ferða-
félags Íslands í 22 ár. Stendur minnismerkið þar sem Kjalvegur er
hæstur, 672 m yfir sjávarmál. Er það stuðlabergsdrangur á steyptum
grunni. Heitir Geirsalda, þar sem minnismerkið stendur. Skammt
frá minnismerkinu er útsýnisskífa, sem Ferðafélag íslands hefur sett
upp. Vísar hún til helztu fjalla og kennileita, sem sjást frá þessum
stað. Nú var eftir skammur áfangi til Hveravalla. Var kl. tæplega 7,
er þangað var komið. Þá var veður orðið nokkuð svalt. Gengið var
strax að því, eftir að komið var á staðinn, að reisa tjöld. Ég aðstoð-
aði Bjarna og fólk hans við að koma tjaldi þeirra upp, en fékk í stað-
inn húsaskjól. Hafði ekki tjald með mér og hef ekki átt, síðan ég
vann suður í Silfurtúni í Steinaverksmiðjunni sumarið 1945 og bjó
í tjaldi sællar minningar. Alltaf kann ég vel við mig í tjaldi, og svo
var nú. Ekkert sérstakt stóð til þetta kvöld, en hver skemmti sér
eins og kostur var. Var söngur í mörgum tjöldum langt fram á nótt.
Húnvetningar að norðan voru að smátínast að fram yfir miðnætti,
og þá þurfti að fagna þeim, eins og vera bar. Ég hef sjaldan lifað
ánægjulegra kvöld og nótt en þarna.
Laugardagurinn 19. júlí rann upp, heiður og fagur. Þegar ég