Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 56
54
HÚNAVAKA
vaknaði, tók ég eftir fjallagrösum, sem uxu allt í kring um okkur.
Mikið væri hægt að tína þarna af þessari dásamlegu jurt, sem telst
til fléttanna, og hefur áreiðanlega fyrr á öldum bjargað mörgum frá
hungurdauða. Fólk tók annars lífinu með ró fram eftir laugardeg-
inum. Margir gengu reyndar um og virtu fyrir sér umhverfið. Ég
skoðaði hreysi Eyvindar, sem er rétt sunnan við aðalhverasvæðið.
Annars sagði mér maður, sem var staddur þarna, Guðmundur Jósa-
fatsson frá Brandsstöðum, að sér þætti ólíklegt, að Eyvindur hefði
hafzt þarna við, heldur hefði hann verið lengra suður í hrauninu.
Mér þætti það heldur ekki ótrúlegt.
Líða tók á daginn. Enn dreif gesti að. Stór farþegabifreið kom að
norðan með söngflokkinn „Vökumenn." Þar þekkti ég aðeins einn
mann, Guðmann Hjálmarsson, trésmið frá Blönduósi, sem hefur í
tómstundum samið allmörg sönglög, sum allþekkt orðin. Mér sýnd-
ist honum lítið hafa farið aftur á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn
er síðan við sáumst síðast. Undir kvöld gat loks hafizt dagskrá sú,
sem áformuð var. Veður gerðist nokkuð hvasst og kalt, en úrkoma
var engin. Fyrst setti formaður Húnvetningafélags Reykjavikur,
Jakob Þorsteinsson frá Geitihömrum í Svínadal, skemmtunina eða
mótið. Mæltist honum vel, og ekki sá ég hann vera með neitt blað
í höndunum. Þar næst söng karlakórinn „Vökumenn", undir stjórn
Kristófers Kristjánssonar bónda í Köldukinn. Var að söngnum gerð-
ur góður rómur. Tvö af lögunum, sem kórinn söng, voru eftir Guð-
mann Hjálmarsson, annað við kvæði Páls V. G. Kolka, Húnabyggð,
en það hefst með þessum erindi:
Húnabyggð! Þinn hróður gjalli.
Heill í skaut þitt jafnan falli.
Búi sæld um bænda lönd,
Blanda meðan sjávar leitar.
Eygló sendir öldur heitar
yfir dali, fjörð og strönd.
Yrki máttug húnvetnsk hönd
haga fríðrar ættarsveitar.
Það þarf voldugt lag til að vera samboðið og falla vel að ljóði sem
þessu, en það tel ég, að Guðmanni hafi tekizt. — Næst flutti ég
kvæði, sem ég nefndi Á Hveravöllum. Hafði ég verið beðinn um