Húnavaka - 01.05.1970, Page 60
58
HÚNAVAKA
söngstarfi sem þessu. Söngfélagar dreifðir vitt og breitt um héraðið.
Það þarf dugnað hjá öllum, sem að þessu standa, og náttúrlega ekki
sízt hjá söngstjóranum. Jakob Þorsteinsson flutti kvæði eftir Þórhildi
Sveinsdóttur frá Hóli í Svartárdal. Er hún systir Torfa frá Hóli, sem
einnig er vel skáldmæltur. Var að kveðskap Þórhildar gerður góður
rómur.
Guðmundur Jósafatsson flutti erindi sögulegs- og staðfræðilegs
efnis, sem átti vel við á móti sem þessu. Guðmundur er sjófróður
maður, eins og alþjóð er kunnugt af blaðagreinum og útvarps-
erindum. — Þar næst söng ég smábrag, sem ég nefndi Upp til fjalla.
Lagið var: Þegar hnígur húm að þorra. . . . Tóku viðstaddir undir
síðari hluta erindanna. Eru hér fáein erindi úr þessum brag:
Upp til fjalla er frjálst að vaka
meðan fuglar glaðir kvaka.
Þá er kveðið kvæði og staka
:,: og konur syngja með :,:
Hér við sjáum röska sveina,
er ei sínum kröftum leyna.
Og svo konu eina og eina
:,: og ekki skemmir það :,:
Hingað flykkjast meyjar fríðar,
glaðar, frjálsar, viðmótsþýðar.
Það ég efa ei, að síðar
:,: mun einhver hreppa þær :,:
Hérna birtast bændur hárir
og við búskap jafnan klárir,
en þó sumir eitíhvað sárir
:,: af sinni hestbaksreið :,:
Margir hingað halir snudda.
En ef himinn fyllist rudda,
þá er hollt að hafa skudda
:,: að hýrga ögn sitt geð:,: