Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 62
60
HCNAVAKA
til að halda á sér hita, en mjög kólnaði með kvöldinu. Hlé varð nú
nokkurt og hélt hver til síns tjalds til að £á sér einhverja lífsnæringu.
að því búnu hófst dansinn. Hér var ekki um neinn gljáfægðan dans-
pall að ræða, heldur sand- eða leirflag. Var þó þar fyrir fáum árum
gróin grund, en ferðamenn troðið hana svo niður sem raun ber
vitni. Dansinn var stiginn af fjöri mitolu við undirleiik einnar har-
moniku, bæði gömlu og nýju dansarnir, þó heldur meir þeir fyrr-
nefndu, sem skiljanlegt er. Dansinn hætti þó heldur fyrr en ætlað
var áður, vegna kuldans. Þá hélt hver í sitt tjald, eða öllu heldur í
eitthvert tjald. Nú varð aftur hálfgerð vökunótt. Það er sagt, að
menn þurfi minna að sofa á fjöllum en í byggðum, og get ég vel
fallizt á það.
Sunnudagsmorgunn 20. júlí: Þegar komið var á fætur, var komið
suddaveður. Kulda setti að sumum. Nú var allur skuddi til þurrðar
genginn, en svo nefna ýmsir Norðlendingar vasafleyginn eða pel-
ann. Mun Jón Ósmann, sem lengi var ferjumaður við ós Héraðs-
vatna hinna vestari, hafa notað orðið skuddi um þennan hlut, sem
svo mjög hefur fyl.gt Landanum í tímans rás.
Úr hádegi voru síðan tjöld tekin niður hráblaut.
„Næturgriðaborgin björt
brotin niður að grunni“,
eins og einn ágætur hagyrðingur, húnvetnskur, kvað að orði.
A heimleið gerðist fátt markvert. Ekið var í regni og sudda suður
allt til Biskupstungna. Þar skein sól í heiði. Minningar áttum við
öll bjartar úr ferðinni. Þess skal hér getið, að á laugardaginn fyrir
og eftir hádegi skruppu nokkrir, þar á meðal ég, ti'l Kerlingarfjalla.
Skoðuðum þar skíðaskálann þeirra Valdimars, Eiríks og Sigurðar
og ókum allt til þess staðar, sem skíðaílþróttin er iðkuð um hásumar.
Þá átti ég minningar um komu mína ásamt fleirum til Eysteins
Björnssonar í skála hans á Hveravöllum, sem hann nefnir Yztu-nöf.
Eysteinn er varðmaður við fjárgirðingu, ásamt öðrum manni, milli
Hofsjökuls og Langjökuls, 40—50 km leið. Hann hefur verið varð-
maður þarna í mörg sumur, og unir hag sínum vel í fjallaveldi.
Eystein hitta margir, sem til Hveravalla koma, og skrifa þeir nöfn
sín að skilnaði í gestabók hans. Láta jafnvel stökur fljóta með. Ey-
steinn er sonur Björns Eysteinssonar, er víða bjó í Húnaþingi, en
einna lengst á Orrastöðum á Ásum og Grímstungu í Vatnsdal. þjóð-