Húnavaka - 01.05.1970, Síða 65
HÚNAVAKA
63
og 3 kvennaskólar í landinu. — „En hvað er hægt að gera fyrir hina
nýkristnu, er snertir framför þeirra í kristindómi?" Og hann heldur
áfram: „Þegar vér höfum fyrir augum tímann eftir ferminguna, þá
sé ég ekki að nokkuð sé gjört af kirkjufé-
lagsins hálfu til þess að Guðs opinberaða
orð rótfestist hjá æskulýð vorum og enga
viðleitni til þess að gjöra kristindóminn
að lifandi trúarljósi. Frá vors kirkjufélags
hlið þekki ég enga tilraun gjörða til að
stjarnan, sem vér gjörðum ráð fyrir að
fari að skína með skærari eða daufari
birtu um ferminguna, fái að lýsa æsku-
lýð vorum leiðina gegnum menntun skól-
anna, eða sé honum sá kraftur, er að
nokkru leyti ráði lífsstefnu hans.“
Nokkurra vonbrigða gætir í orðum
síra Hjörleifs, en hann segir orðrétt: „Það
tjáir ekki að vitna í það, að prestarnir
eigi að halda áfram að spyrja börnin eftir ferminguna og þannig vera
andlegir leiðtogar hinna nýfermdu. Sá siður mun nú meir og meir
vera að leggjast niður, meðfram fyrir það, að prestarnir fá ekki böm-
in til að koma til spurninga."
„Þegar að nafninu til er búið að taka þá í tölu kristinna manna,
þá eru þeir um leið eins og þegjandi útskrifaðir úr öllu kirkju-
félagi. — Þeir eru hjálparþurfi, eins og nýfædd börn. —“
Síra Hjörleifur bendir á, að nauðsyn sé að mynda skipulögð sam-
tök innan kirkjunnar fyrir ungdóminn. — Hann líkir unglingunum
við gróður, sem þurfi að hlú að, svo að hann dafni og vaxi. —
í Kirkjublaðinu í júní árið 1897, birtist bréf frá sr. Hjörleifi. í
því er sagt frá því að fyrsta sumardag það ár, hafi hann stofnað
kristilegt unglingafélag, hið fyrsta á íslandi, og var það síðar stað-
fest af síra Sigurði Sívertsen, vígslubiskupi, í sama blaði nokkru
síðar.
Tildrög þessa fyrsta kristilega æskulýðsfélags, er stofnað var á ís-
landi, í Húnaþingi, er trú síra Hjörleifs á því, að það hafi þýðingu
fyrir trúarlífið og „framkvæmdasaman kristindóm," eins og hann
orðar það. Hann kvartar um deyfð og áhugaleysi.
Fyrst byrjar hann með bindindisfélag, „af því að það var ekki svo
Síra Hjörleifur Einarsson.