Húnavaka - 01.05.1970, Síða 71
HÚNAVAKA
69
Árið 1802 var mjög hart. Var vetrinum frá nýári jafnað við Lurk,
harðindaveturinn mikla 1602. Sunnudaginn 3. janúar 1802 hlóð
niður fönn í sunnan hríð. Kom þá sauðfé á fulla gjöf. Um miðjan
mánuðinn gerði blota og hleypti öllu í gadd, svo að taka varð öll
hross á hús og hey. Héldust þessi harðindi óslitið fram á sumar.
í fardögum stóðu ekki upp úr gaddinum á túninu í Gafli í Svínadal
nema 3 þúfur, og í áttundu viku sumars var enn ísbrú á Blöndu,
og ís lá þá á öllum vötnum.
Hafíss hafði orðið vart fyrir árslok 1801. Lá hann umhverfis
land að norðan og austan allan veturinn og hvarf eigi frá Norður-
landi fyrr en í lok ágústmánaðar. Sláttur hófst ekki fyrr en í 15.
viku sumars, og grasleysi var hið mesta. Snemma í september gerði
þriggja daga hret og októbermánuður hófst með stóilhríð, er stóð
í nálægt því viku.
Ekki varð verulegur fellir í Húnavatnssýslu veturinn 1801—1802,
enda skáru menn af heyjum „seint og snemma vetrárins.“ Mönnum
var enn í fersku minni hörmungar Móðuharðindanna og sýndu því
frekar gætni í ásetningi, árvekni í öflun heyja og sparsemi í meðferð
þeirra.
Haustið 1802 var búpeningi mjög fargað, en menn þóttust þó
vanbirgir með fóður. Ofan á þetta bættist svo, að heimili manna
voru óvenju illa stödd með aðfenginn búmat. Vegna ótíðarinnar
höfðu menn ekki komizt suður um veturinn til sjóróðra, og munaði
heimilin um minna en að missa vertíðarhlutinn.
Vegna hafíssins varð erfitt um siglingar til hafnanna við Norður-
land. Tvö fyrstu kaupförin, sem fara áttu til Akureyrar komust
þangað 20. ágúst, og hafði annað þeirra haft 17 vikna útivist og legið
tvær vikur fast í ís undan Langanesi. Von hafði verið á þremur
skipum í Höfðakaupstað, en einungis eitt þeirra komizt alla leið.
Eitt skipið fórst, annað, hlaðið 900 tunnum af kornvörum komst
ekki nema til Austfjarða, lagði þar upp vörurnar og sigldi aftur til
Kaupmanna'hafnar. Þriðja skipið komst að vísu alla leið á ákvörð-
unarstaðinn, Höfðakaupstað, en það var ekki fyrr en seint í sept-
ember. Má geta nærri, að mörgum hefir verið orðin löng biðin og
flykktust menn út í Höfða, þegar spurðist um skipið, en mikill hluti
manna varð að fara þaðan tómhentur. Segir svo um það í Brands-
staðaannál:
„Varð þá ös mikil, þraut þá allt, þá er minnst varði. Sumir lögðu