Húnavaka - 01.05.1970, Page 72
70
HÚNAVAKA
inn og náðu því með naumindum út aftur og fóru þeir svo búnir.
Munaði hér minnstu að bændur misstu gjaldeyris síns og stæðu þá
uppi með tvær höndur tómar, þó að enn væri eftir að birgja búin
upp af kornvöru og annari erlendri nauðsynjavöru.“
Sumir lögðu árar í bát, því að „framkvæmd vantaði að ráðast í
óvanalegar langferðir.“
Bændur í Svínavatnshreppi höfðu ekki náð í vörur í Höfðakaup-
stað. Fóru þeir heim tómhentir og undu illa málalokum. Varð það
úr, að þeir ráðast til verzlunarferðar norður til Hofsóss, en vörur
voru þar þá uppgengnar utan grjón. Margir bændur í Svartárdal fóru
norður til Akureyrar, og varð þeim vel til með vöruútvegun.
Verzlunarferðir þessar voru farnar síðast í september, en þá getur
skipt um veður til hins verra, enda fór nú svo, að menn lentu í stór-
hríðarkaflanum, sem hófst 1. október eins og fyrr segir. Voru ferða-
mennirnir þá enn norðan Héraðsvatna og Svartdælingar ófarnir af
Akureyri. Sátu Svínvetningar í 2 vikur við ófær Héraðsvötnin, en
Svartdælingar urðu að sækja alla leið frá Akureyri í ófærðinni. Frá
heimför þeirra segir Brandsstaðaannáll með þessum orðum: „Lögðu
ferðamenn þá braut blint í fönninni og vissu ei til fram Öxnadal,
fyrr en húskofar voru undir fótum sumstaðar." Þegar til Skagafjarð-
ar kom hittu Svartdælingar Svínvetninga, sem enn voru austan
Héraðsvatna. Komust flokkarnir ekki heim fyrr en eftir þriggja
vikna burtveru.
Löng hefir biðin fundizt þeim, er heima sátu, ekki sízt þar sem
lítil björg var í búi.
Heimildir: Lagasafnið, Brandsstaðaannáll, Annáll 19. aldar, Hún-
vetningasaga G. Konr., Timarit isl. samv.fél. 16. árg.
o. fl.