Húnavaka - 01.05.1970, Page 75
JÓN KR. ÍSFELD:
Lesié op skráé í sambancli
VI
ié almanakié
Um almanakið almennt, skiptingu ársins, einstaka daga.
I.
Það er ekki stór bók, sem ég hefi hérna á milli handanna, en samt
gefur hún tilefni til margs konar athugana. Þetta litla kver er einna
líkast lykli að hirzlu, sem margt verðmætt hefir að geyma. Hér er
um að ræða kver, sem oft er kallað manna á meðai „Litla almanak-
ið“ eða „Háskólaalmanakið". Því miður eru þeir alltof fáir, sem
kaupa þetta almanak. Það er orðið svo almennt að ýmis konar fyrir-
tæki, innlend og erlend, gefi viðskiptavinum sínum dagatöl, að þau
eru látin nægja. Þar er auðvitað um handhægar upplýsingar að
ræða um það, hvaða mánaðar- og vikudagur sé. Þær upplýsingar eru
látnar duga, nema hvað t. d. helgidagar og tyllidagar, sameiginlegir
allri þjóðinni, eru merktir með rauðum tölum. í flestum íslenzkum
dagatölum eru nokkrar fleiri upplýsingar, svo sem um öskudag,
bolludag, sprengikvöld, vertíðarlok o. s. frv., svo að nokkuð sé nefnt.
Upplýsingarnar á dagatölunum eru samt fátæklegar í samanburði
við „Háskóla-almanakið“. Þar höfum við, lesari góður, t. d. upplýs-
ingar um guðspjallatilvitnun hvers sunnudags, gömul mánaðaheiti,
sjávarföll o. m. fl.
Þá hlýtur það að vekja óskerta athygli lesandans, að fyrir aftan
skammstafanir dagaheitanna og töluröð þeirra í mánuðinum, eru
ýmis nöfn, sum svo annarleg, að þau koma íslenzkum lesendum ein-
kennilega fyrir sjónir. Auðséð er það þó fljótlega, að hér er víðast
hvar um mannanöfn að ræða. Það voru einmitt þessi nöfn, sem drógu
að sér athygli mína, þegar ég sem ungur drengur var látinn skrifa
upp hluta úr almanaki. Hafði vantað opnu í almanak, sem keypt
hafði verið. Svo afskekkt var sú sveit þá, að ekki var yfirleitt farið